Segir forgangsmál að koma í veg fyrir frekari slys Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. mars 2021 19:17 Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir að bæjaryfirvöldum hafi verið mjög brugðið við slysið í Áslandshverfi og úrbætur séu þegar hafnar. Mildi sé að ekki hafi farið verr. Engar athugasemdir hafi fundist hjá bænum frá íbúum vegna slysahættu. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir bæjaryfirvöld líta málið alvarlegum augum og þegar verði brugðist við. „Þetta slys varð með alveg ótrúlegum hætti. Þar sem mannlaus bíll fer af stað i götunni hérna fyrir ofan. Fer yfir umferðargötu og yfir grasið og niður þessa brekku og lendir á barninu. En það sem skiptir mestu máli er að barninu heilsast ágætlega og það er það sem skiptir mestu máli,“ segir Rósa. Lagæringar séu hafnar hjá bænum. „Það var farið í það hjá bænum strax morguninn eftir slysið að kanna aðstæður og þá var ákveðið að setja upp vegrið á svæðinu til að koma í veg fyrir að eitthvað álíka gerist í framtíðinni. Þá voru settir upp grjóthnullungar hér efst í brekkunni til að veita ákveðið öryggi. En þetta er náttúrulega skelfilegt slys sem okkur var mjög brugðið við,“ segir Rósa. Fyrrverandi íbúi segist hafa gert athugasemd vegna slysahættu Fyrrverandi íbúi í fjölbýlishúsinu sem fréttastofa ræddi við í dag segist hafa sent bænum erindi vegna slysahættu á svæðinu en lítill vegkantur skilur að bílastæði og brekku fyrir ofan húsið þar sem slysið varð.Bærinn hafi ekki brugðist við því. Rósa segir að bærinn hafi leitað af athugasemdum vegna slysahættu á svæðinu í dag en ekki fundið neina. „„Við höfum verið að skoða hvort slík erindi hafi borist og höfum ekki fundið. Það skiptir kannski ekki öllu máli í dag. Það sem skiptir mestu máli er að bregðast við. Þetta svæði verður allt tekið til skoðunar. Þessi byggð er í miklum halla. En frágangur á bílastæðunum er sómasamlegur að mínu mati, það er halli í malbikinu og vegkantur. Það má hins vegar örugglega alltaf gera betur og kanna hvort eitthvað meira megi gera til að koma í veg fyrir svona slys,“ segir Rósa. Loftmynd af svæðinu þar sem slysið varð.Vísir/Egill Aðspurð hvort einhver hefði átt að geta séð svona slys fyrir svarar Rósa. „Ég ætla ekki að leggja mat á það. Slysin eru oft svo óútreiknanleg og þú veist aldrei hvar þau ber niður. Við erum alltaf að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir óhöpp og slys,“ segir Rósa. Aðspurð um hvort fleiri svæði séu í Hafnarfirði þar sem aðstæður eru líkar því sem gerðist á þessu svarar Rósa. „Það er reynt að ganga þannig frá hverfum að það skapist ekki slysahætta. En við erum að fara í það sérstaklega að kanna hvort slíkar aðstæður séu á fleiri stöðum. Það er eitt af forgangsverkefnum bæjarins að skoða þetta svæði og Áslandshverfi,“ segir Rósa að lokum. Hafnarfjörður Tengdar fréttir Biðlar til fólks að dreifa ekki myndbandi af bíl skella á syni sínum Faðir tveggja ára drengs sem slasaðist, þegar bíll rann á fleygiferð niður brekku og skall af þunga á rólu sem hann lék sér í, segir kraftaverk að ekki hafi farið verr. Hann biðlar til almennings að dreifa ekki myndbandi af slysinu á samfélagsmiðlum. Það væri hræðilegt ef börnin sín sæu það. Nóg sé áfallið fyrir fjölskylduna og bílstjórann sem átti bílinn. 9. mars 2021 16:14 „Með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst“ Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ótrúlegt hvernig fólksbíll hafi getað runnið mannlaus langan spöl áður en hann fór niður brekku og hafnaði á rólu hvar barn á þriðja ári var að leika sér. Barnið dvaldi á Landspítalanum í nótt en varðstjórinn segir afleiðingarnar ekki hafa virkað alvarlegar í gær. 8. mars 2021 15:15 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir bæjaryfirvöld líta málið alvarlegum augum og þegar verði brugðist við. „Þetta slys varð með alveg ótrúlegum hætti. Þar sem mannlaus bíll fer af stað i götunni hérna fyrir ofan. Fer yfir umferðargötu og yfir grasið og niður þessa brekku og lendir á barninu. En það sem skiptir mestu máli er að barninu heilsast ágætlega og það er það sem skiptir mestu máli,“ segir Rósa. Lagæringar séu hafnar hjá bænum. „Það var farið í það hjá bænum strax morguninn eftir slysið að kanna aðstæður og þá var ákveðið að setja upp vegrið á svæðinu til að koma í veg fyrir að eitthvað álíka gerist í framtíðinni. Þá voru settir upp grjóthnullungar hér efst í brekkunni til að veita ákveðið öryggi. En þetta er náttúrulega skelfilegt slys sem okkur var mjög brugðið við,“ segir Rósa. Fyrrverandi íbúi segist hafa gert athugasemd vegna slysahættu Fyrrverandi íbúi í fjölbýlishúsinu sem fréttastofa ræddi við í dag segist hafa sent bænum erindi vegna slysahættu á svæðinu en lítill vegkantur skilur að bílastæði og brekku fyrir ofan húsið þar sem slysið varð.Bærinn hafi ekki brugðist við því. Rósa segir að bærinn hafi leitað af athugasemdum vegna slysahættu á svæðinu í dag en ekki fundið neina. „„Við höfum verið að skoða hvort slík erindi hafi borist og höfum ekki fundið. Það skiptir kannski ekki öllu máli í dag. Það sem skiptir mestu máli er að bregðast við. Þetta svæði verður allt tekið til skoðunar. Þessi byggð er í miklum halla. En frágangur á bílastæðunum er sómasamlegur að mínu mati, það er halli í malbikinu og vegkantur. Það má hins vegar örugglega alltaf gera betur og kanna hvort eitthvað meira megi gera til að koma í veg fyrir svona slys,“ segir Rósa. Loftmynd af svæðinu þar sem slysið varð.Vísir/Egill Aðspurð hvort einhver hefði átt að geta séð svona slys fyrir svarar Rósa. „Ég ætla ekki að leggja mat á það. Slysin eru oft svo óútreiknanleg og þú veist aldrei hvar þau ber niður. Við erum alltaf að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir óhöpp og slys,“ segir Rósa. Aðspurð um hvort fleiri svæði séu í Hafnarfirði þar sem aðstæður eru líkar því sem gerðist á þessu svarar Rósa. „Það er reynt að ganga þannig frá hverfum að það skapist ekki slysahætta. En við erum að fara í það sérstaklega að kanna hvort slíkar aðstæður séu á fleiri stöðum. Það er eitt af forgangsverkefnum bæjarins að skoða þetta svæði og Áslandshverfi,“ segir Rósa að lokum.
Hafnarfjörður Tengdar fréttir Biðlar til fólks að dreifa ekki myndbandi af bíl skella á syni sínum Faðir tveggja ára drengs sem slasaðist, þegar bíll rann á fleygiferð niður brekku og skall af þunga á rólu sem hann lék sér í, segir kraftaverk að ekki hafi farið verr. Hann biðlar til almennings að dreifa ekki myndbandi af slysinu á samfélagsmiðlum. Það væri hræðilegt ef börnin sín sæu það. Nóg sé áfallið fyrir fjölskylduna og bílstjórann sem átti bílinn. 9. mars 2021 16:14 „Með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst“ Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ótrúlegt hvernig fólksbíll hafi getað runnið mannlaus langan spöl áður en hann fór niður brekku og hafnaði á rólu hvar barn á þriðja ári var að leika sér. Barnið dvaldi á Landspítalanum í nótt en varðstjórinn segir afleiðingarnar ekki hafa virkað alvarlegar í gær. 8. mars 2021 15:15 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Biðlar til fólks að dreifa ekki myndbandi af bíl skella á syni sínum Faðir tveggja ára drengs sem slasaðist, þegar bíll rann á fleygiferð niður brekku og skall af þunga á rólu sem hann lék sér í, segir kraftaverk að ekki hafi farið verr. Hann biðlar til almennings að dreifa ekki myndbandi af slysinu á samfélagsmiðlum. Það væri hræðilegt ef börnin sín sæu það. Nóg sé áfallið fyrir fjölskylduna og bílstjórann sem átti bílinn. 9. mars 2021 16:14
„Með ólíkindum að þetta skyldi geta gerst“ Aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ótrúlegt hvernig fólksbíll hafi getað runnið mannlaus langan spöl áður en hann fór niður brekku og hafnaði á rólu hvar barn á þriðja ári var að leika sér. Barnið dvaldi á Landspítalanum í nótt en varðstjórinn segir afleiðingarnar ekki hafa virkað alvarlegar í gær. 8. mars 2021 15:15
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent