Ætla að framleiða rússneska bóluefnið á Ítalíu Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2021 13:15 Skammtar af rússneska bóluefninu Spútnik V í Íran. AP/Saeed Kaari/KAC Rússar hafa gert samkomulag um að framleiða Spútnik V-bóluefni sitt við kórónuveirunni á Ítalíu, fyrsta samninginn þess efnis í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu hefur hvatt Evrópusambandsríki til að veit ekki leyfi fyrir rússneska bóluefninu í bili. Samningurinn er við Adienne Srl, ítalskt dótturfyrirtæki svissneska lyfjafyrirtækisins. Rússneski fjárfestingarsjóðurinn fjármagnar bæði þróun bóluefnisins og markaðssetningu þess erlendis. Framleiðslan á Ítalíu á að hefjast í júlí og er stefnt að því að framleiða allt að tíu milljónir skammta á þessu ári, að sögn AP-fréttastofunnar. Rússneska bóluefninu hefur ekki verið tekið fagnandi í Evrópu fram að þessu. Christa Wirthumer-Hoche, stjórnarformaður Lyfjastofnunar Evrópu, sagði um helgina að hún réði Evrópusambandslöndum að veita Spútnik V-bóluefninu ekki neyðarheimild fyrr en stofnunin hefur náð að staðfesta öryggi þess og virkni. Framleiðendur bóluefnisins hafa krafist opinberrar afsökunarbeiðni vegna ummæla Wirthumer-Hoche. Spútnik V hefur fengið grænt ljós í 46 löndum, þar á meðal Indlandi, Suður-Kóreu, Brasilíu, Kína, Tyrklandi og Íran. Evrópusambandsríkin Ungverjaland, Slóvakía og Tékkland hafa þegar veitt bóluefninu leyfi eða hafa umsókn þess efnis til meðferðar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bólusetningar gegn kórónuveirunni hafa gengið hægt fyrir sig í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld stöðvuðu útflutning á bóluefni AstraZeneca sem var framleitt þar til Ástralíu í síðustu viku. Það var í fyrsta skipti sem Evrópuríki beitti útflutningshömlum á bóluefni sem ESB kom á vegna deilna þess við AstraZeneca um afhendingu bóluefnis. Rússland Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Lyf Tengdar fréttir Ítalir stöðvuðu sendingu á bóluefni til Ástralíu Stjórnvöld á Ítalíu komi í veg fyrir að 250.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem voru framleiddir þar í landi yrðu fluttir til Ástralíu. Ákvörðunin nýtur stuðnings framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og byggir á nýjum reglum sem leyfa ríkjum að stöðva útflutning á bóluefni ef framleiðendur þess hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sambandinu. 4. mars 2021 23:22 Lyfjastofnun Evrópu hefur áfangamat á Sputnik V Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið svokallað áfangamat (e. rolling review) á rússneska bóluefninu Sputnik V gegn Covid-19. 4. mars 2021 09:55 Sputnik V með um 92 prósent virkni Rússneska bóluefnið Sputnik V veitir tæplega 92 prósenta vörn gegn kórónuveirunni. Þetta er niðurstaða prófana sem sagt er frá í læknaritinu Lancet. 2. febrúar 2021 13:48 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira
Samningurinn er við Adienne Srl, ítalskt dótturfyrirtæki svissneska lyfjafyrirtækisins. Rússneski fjárfestingarsjóðurinn fjármagnar bæði þróun bóluefnisins og markaðssetningu þess erlendis. Framleiðslan á Ítalíu á að hefjast í júlí og er stefnt að því að framleiða allt að tíu milljónir skammta á þessu ári, að sögn AP-fréttastofunnar. Rússneska bóluefninu hefur ekki verið tekið fagnandi í Evrópu fram að þessu. Christa Wirthumer-Hoche, stjórnarformaður Lyfjastofnunar Evrópu, sagði um helgina að hún réði Evrópusambandslöndum að veita Spútnik V-bóluefninu ekki neyðarheimild fyrr en stofnunin hefur náð að staðfesta öryggi þess og virkni. Framleiðendur bóluefnisins hafa krafist opinberrar afsökunarbeiðni vegna ummæla Wirthumer-Hoche. Spútnik V hefur fengið grænt ljós í 46 löndum, þar á meðal Indlandi, Suður-Kóreu, Brasilíu, Kína, Tyrklandi og Íran. Evrópusambandsríkin Ungverjaland, Slóvakía og Tékkland hafa þegar veitt bóluefninu leyfi eða hafa umsókn þess efnis til meðferðar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bólusetningar gegn kórónuveirunni hafa gengið hægt fyrir sig í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld stöðvuðu útflutning á bóluefni AstraZeneca sem var framleitt þar til Ástralíu í síðustu viku. Það var í fyrsta skipti sem Evrópuríki beitti útflutningshömlum á bóluefni sem ESB kom á vegna deilna þess við AstraZeneca um afhendingu bóluefnis.
Rússland Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Lyf Tengdar fréttir Ítalir stöðvuðu sendingu á bóluefni til Ástralíu Stjórnvöld á Ítalíu komi í veg fyrir að 250.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem voru framleiddir þar í landi yrðu fluttir til Ástralíu. Ákvörðunin nýtur stuðnings framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og byggir á nýjum reglum sem leyfa ríkjum að stöðva útflutning á bóluefni ef framleiðendur þess hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sambandinu. 4. mars 2021 23:22 Lyfjastofnun Evrópu hefur áfangamat á Sputnik V Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið svokallað áfangamat (e. rolling review) á rússneska bóluefninu Sputnik V gegn Covid-19. 4. mars 2021 09:55 Sputnik V með um 92 prósent virkni Rússneska bóluefnið Sputnik V veitir tæplega 92 prósenta vörn gegn kórónuveirunni. Þetta er niðurstaða prófana sem sagt er frá í læknaritinu Lancet. 2. febrúar 2021 13:48 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Sjá meira
Ítalir stöðvuðu sendingu á bóluefni til Ástralíu Stjórnvöld á Ítalíu komi í veg fyrir að 250.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem voru framleiddir þar í landi yrðu fluttir til Ástralíu. Ákvörðunin nýtur stuðnings framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og byggir á nýjum reglum sem leyfa ríkjum að stöðva útflutning á bóluefni ef framleiðendur þess hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sambandinu. 4. mars 2021 23:22
Lyfjastofnun Evrópu hefur áfangamat á Sputnik V Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið svokallað áfangamat (e. rolling review) á rússneska bóluefninu Sputnik V gegn Covid-19. 4. mars 2021 09:55
Sputnik V með um 92 prósent virkni Rússneska bóluefnið Sputnik V veitir tæplega 92 prósenta vörn gegn kórónuveirunni. Þetta er niðurstaða prófana sem sagt er frá í læknaritinu Lancet. 2. febrúar 2021 13:48