BMW og Daimler selja Park Now til EasyPark Eiður Þór Árnason skrifar 9. mars 2021 12:57 Bílastæðaþjónusta EasyPark hefur verið aðgengileg á Íslandi eftir að fyrirtækið keypti Leggja árið 2019. Vísir/vilhelm Þýsku bílaframleiðendurnir BMW Group og Daimler hafa undirritað kaupsamning um sölu á dótturfélaginu Park Now Group til hins sænska EasyPark Group. Tæknifyrirtækið Park Now þróar og rekur þjónustu sem gerir fólki kleift að bóka og borga fyrir bílastæði, deilibíla og notkun hleðslustöðva í Evrópu, Norður-Ameríku og Suður-Ameríku. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda. EasyPark Group keypti íslensku bílastæðaþjónustuna Leggja í lok árs 2019 og heldur sömuleiðis úti appi sem notað er til að borga fyrir bílastæði og notkun hleðslustöðva fyrir rafbíla. Fram kemur í tilkynningu frá EasyPark að fyrirhuguð yfirtaka á Park Now muni færa fyrirtækið nær því að verða „í fararbroddi á sviði snjallþjónustu“ og gera því kleift að útvíkka starfsemi sína til fleiri markaða. Þá sé sameinað fyrirtæki betur í stakk búið að knýja áframhaldandi vöxt á alþjóðavísu. Bandaríski viðskiptamiðillinn Bloomberg greindi frá því í byrjun febrúar að þýsku bílaframleiðendurnir væru í viðræðum sænska samkeppnisaðilann um mögulega sölu á rekstri Park Now. Salan er sögð vera hluti af þeirri stefnu stjórnenda að einbeita sér betur að kjarnastarfsemi lúxusbílaframleiðandanna. Daimler tilkynnti í byrjun febrúar að til stæði að aðskilja vörubílasvið fyrirtækisins frá öðrum rekstri og skrá Daimler Truck á hlutabréfamarkað í Frankfurt. Í kjölfarið hyggst Daimler taka upp nafn Mercedes-Benz, síns þekktasta vörumerkis. Tækni Samgöngur Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Tæknifyrirtækið Park Now þróar og rekur þjónustu sem gerir fólki kleift að bóka og borga fyrir bílastæði, deilibíla og notkun hleðslustöðva í Evrópu, Norður-Ameríku og Suður-Ameríku. Samningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda. EasyPark Group keypti íslensku bílastæðaþjónustuna Leggja í lok árs 2019 og heldur sömuleiðis úti appi sem notað er til að borga fyrir bílastæði og notkun hleðslustöðva fyrir rafbíla. Fram kemur í tilkynningu frá EasyPark að fyrirhuguð yfirtaka á Park Now muni færa fyrirtækið nær því að verða „í fararbroddi á sviði snjallþjónustu“ og gera því kleift að útvíkka starfsemi sína til fleiri markaða. Þá sé sameinað fyrirtæki betur í stakk búið að knýja áframhaldandi vöxt á alþjóðavísu. Bandaríski viðskiptamiðillinn Bloomberg greindi frá því í byrjun febrúar að þýsku bílaframleiðendurnir væru í viðræðum sænska samkeppnisaðilann um mögulega sölu á rekstri Park Now. Salan er sögð vera hluti af þeirri stefnu stjórnenda að einbeita sér betur að kjarnastarfsemi lúxusbílaframleiðandanna. Daimler tilkynnti í byrjun febrúar að til stæði að aðskilja vörubílasvið fyrirtækisins frá öðrum rekstri og skrá Daimler Truck á hlutabréfamarkað í Frankfurt. Í kjölfarið hyggst Daimler taka upp nafn Mercedes-Benz, síns þekktasta vörumerkis.
Tækni Samgöngur Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur