Mannréttindadómstóllinn að gefa Íslandi falleinkunn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. mars 2021 19:00 Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands. vísir/Vilhelm Lögmaður fyrrverandi bankastjóra Landsbankans segir kerfið hafa fengið falleinkunn hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimm manns hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í málaferlum eftir hrun bankakerfisins. Mannréttindadómstóll Evrópu vísaði í morgun frá fimm málum þar sem íslenska ríkið hefur viðurkennt að hafa brotið gegn ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Þessar sáttir snerta allmörg hrunmál. Sáttin við Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, byggir á dómi Mannréttindadómstólsins í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Þau hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð þar sem hæstaréttardómari átti hlutabréfaeign sem tapaðist við fall Landsbankans. Ívar Guðjónsson var dæmdur í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans en Karl Emil Werneson, Sigurþór Guðmundsson og Margrét Guðjónsdóttir í Milestone-málinu. Sátt þeirra byggir á dómi Mannréttindadómstólsins í máli Styrmis Þórs Bragasonar, sem var dæmdur í Exeter-málinu. Í þeirra máli hafi regla um milliliðalausa sönnunarfærslu verið brotin. Sönnunargildi framburða endurmetið og sýknudómi snúið við án þess að hlýtt væri á vitnisburði. „Þetta er ekki góð einkunn fyrir refsivörsluna, að hún hafi öll verið í molum og það sé eiginlega í hverju refsimálinu á fætur öðru fundið að því að menn hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Árnasonar. Ríkið samþykkti að greiða öllum fimm miskabætur er nema 1,8 milljón króna. Þá eiga allir rétt á endurupptöku. Mál Sigurjóns hefur reyndar þegar verið endurupptekið samhliða máli Elínar og er niðurstöðu að vænta í því í næstu viku. Sigurður segir gott að taka málið aftur fyrir þegar lengra er liðið frá andrúmsloftinu eftir hrun. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimmenningarnir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð hér á landi. Hvernig horfir það andrúmsloft við þér í dag? „Það var þannig andrúm eftir hrun að það var stofnað þetta embætti sérstaks saksóknara og einhvern veginn töldu þeir að þeir hefðu ríkari heimildir en lög almennt gerðu ráð fyrir og tíðarandinn var dálítið með þeim,“ segir Sigurður. „Hleruðu grimmt símtöl sakborninga og verjenda og það er búið að setja ofan í við þá mörgum sinnum út af því. Fóru líka í massívar handtökur og húsleitir sem virtust í stórum huta algjörlega tilgangslausar til þess að sýna samfélaginu að það væri verið að taka á mönnum sem settu höfðu sett samfélagið á hausinn. En ég held að þegar uppi er staðið, og það er farið að viðurkenna það víðar en áður, að hrunið á Íslandi var bara angi af alþjóðlegu bankahruni og það voru örugglega ekki framin hér alvarlegri afbrot en gengist og gerist í fyrirtækjarekstri almennt,“ segir Sigurður. „Ég held að menn hafi ekki haft sérstakan áhuga á því, eða ásetning, að skaða íslenskt samfélag eða setja fyrirtækið sitt á hausinn. Allir held ég voru að reyna róa í rétta átt og bjarga því sem bjargað varð.“ Hrunið Efnahagsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Milestone-málið Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu vísaði í morgun frá fimm málum þar sem íslenska ríkið hefur viðurkennt að hafa brotið gegn ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Þessar sáttir snerta allmörg hrunmál. Sáttin við Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, byggir á dómi Mannréttindadómstólsins í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Þau hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð þar sem hæstaréttardómari átti hlutabréfaeign sem tapaðist við fall Landsbankans. Ívar Guðjónsson var dæmdur í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans en Karl Emil Werneson, Sigurþór Guðmundsson og Margrét Guðjónsdóttir í Milestone-málinu. Sátt þeirra byggir á dómi Mannréttindadómstólsins í máli Styrmis Þórs Bragasonar, sem var dæmdur í Exeter-málinu. Í þeirra máli hafi regla um milliliðalausa sönnunarfærslu verið brotin. Sönnunargildi framburða endurmetið og sýknudómi snúið við án þess að hlýtt væri á vitnisburði. „Þetta er ekki góð einkunn fyrir refsivörsluna, að hún hafi öll verið í molum og það sé eiginlega í hverju refsimálinu á fætur öðru fundið að því að menn hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Árnasonar. Ríkið samþykkti að greiða öllum fimm miskabætur er nema 1,8 milljón króna. Þá eiga allir rétt á endurupptöku. Mál Sigurjóns hefur reyndar þegar verið endurupptekið samhliða máli Elínar og er niðurstöðu að vænta í því í næstu viku. Sigurður segir gott að taka málið aftur fyrir þegar lengra er liðið frá andrúmsloftinu eftir hrun. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimmenningarnir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð hér á landi. Hvernig horfir það andrúmsloft við þér í dag? „Það var þannig andrúm eftir hrun að það var stofnað þetta embætti sérstaks saksóknara og einhvern veginn töldu þeir að þeir hefðu ríkari heimildir en lög almennt gerðu ráð fyrir og tíðarandinn var dálítið með þeim,“ segir Sigurður. „Hleruðu grimmt símtöl sakborninga og verjenda og það er búið að setja ofan í við þá mörgum sinnum út af því. Fóru líka í massívar handtökur og húsleitir sem virtust í stórum huta algjörlega tilgangslausar til þess að sýna samfélaginu að það væri verið að taka á mönnum sem settu höfðu sett samfélagið á hausinn. En ég held að þegar uppi er staðið, og það er farið að viðurkenna það víðar en áður, að hrunið á Íslandi var bara angi af alþjóðlegu bankahruni og það voru örugglega ekki framin hér alvarlegri afbrot en gengist og gerist í fyrirtækjarekstri almennt,“ segir Sigurður. „Ég held að menn hafi ekki haft sérstakan áhuga á því, eða ásetning, að skaða íslenskt samfélag eða setja fyrirtækið sitt á hausinn. Allir held ég voru að reyna róa í rétta átt og bjarga því sem bjargað varð.“
Hrunið Efnahagsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Milestone-málið Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira