Flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2021 19:21 Mögulegt flugvallastæði í Hvassahrauni. Grafík/HÞ Samgönguráðherra segir að ef umbrotin á Reykjanesi leiði til eldgoss kalli það á endurmat á Hvassahrauni sem flugvallarkosti. Sérfræðingar segja Hvassahraun á hættusvæði, fari að gjósa. Í nýju hraunflæðilíkani er gert ráð fyrir að hraun muni renna í nágrenni og jafnvel yfir mögulegt flugvallastæði í Hvassahrauni eins og sést á bleiku flekkjunum á meðfylgjandi mynd, ef gos hæfist á Reykjanesi í yfirstandandi jarðhræringum. Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur ekki vænlegt að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Hann er einn helstu baráttumanna fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur fái að starfa áfram.Vísir/Vilhelm Njáll Trausti Friðbertsson kom inn á þessi mál í sérstakri umræðu um innviði og þjóðaröryggi á Alþingi í dag. „Værum við til dæmis þessa dagana vel sett með innanlandsflugvöll í Hvassahrauni. Væri það skynsamlegt ef til meiriháttar hamfara kæmi að vera með innanlandsflugið í uppnámi vegna staðsetningar í Hvassahrauni, Reykjanesbrautina lokaða vegna hraunrennslis og þar af leiðandi ótryggar samgöngur við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík,“ spurði Njáll Trausti en hann hefur farið framarlega í baráttunni fyrir því að ekki verði hreyft við Reykjavíkurflugvelli. Samgönguráðherra segir samkomulag við Reykjavíkurborg frá nóvember 2019 um tveggja ára rannsóknir á kostum flugvallar í Hvassahrauni standa. En núverandi staða hljóti að koma til skoðunar í þeim efnum.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samkomulag ríkis og borgar um könnun á kostum Hvassahrauns enn standa. En fyrstu rannsóknum á að ljúka undir lok þessa árs. „Hins vegar er náttúrlega ljóst að ef þarna er að fara að gerast atburðir af þessari stærðargráðu þá mun það örugglega koma til endurmats,“ segir Sigurður Ingi. Þorvaldur Þórðarson sem er einn helsti sérfræðingur landsins í hraunflæði segir að ef eldgos verði á þeim stað sem mestar líkur væru á því nú yrði flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði.Stöð 2/Sigurjón Þorvaldur Þórðarson eldfjallasérfræðingur segir að samkvæmt nýjustu spá myndi annað hvort gjósa rétt sunnan við Keili eða austan við Trölladyngju í Móhálsadal, gjósi á annað borð á næstunni. „Þá myndi hraun flæða norður og niður Hrútagjágengjuna í átt að Hafnarfirði og síðan í áttina líka að fyrirætluðu flugvallarstæði.“ Að hraun færi að minnsta kosti í kringum flugvallarsvæðið og jafnvel á það? „Það gæti þess vegna farið yfir það. En mjög líklega í grennd við það. Einfaldasta leiðin til að líta á þetta er að flugvallarstæðið er inn á hættusvæði hvað hraunflæði varðar,“ segir Þorvaldur Þórðarson. Ljós- og dökkbleiku flekkirnir á þessari mynd frá sérfræðingum Háskóla Íslands sýna hvar hraun mun líklegast flæða gjósi þar sem mestar líkur eru á gosi miðað við stöðuna í dag. Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Í nýju hraunflæðilíkani er gert ráð fyrir að hraun muni renna í nágrenni og jafnvel yfir mögulegt flugvallastæði í Hvassahrauni eins og sést á bleiku flekkjunum á meðfylgjandi mynd, ef gos hæfist á Reykjanesi í yfirstandandi jarðhræringum. Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur ekki vænlegt að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Hann er einn helstu baráttumanna fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur fái að starfa áfram.Vísir/Vilhelm Njáll Trausti Friðbertsson kom inn á þessi mál í sérstakri umræðu um innviði og þjóðaröryggi á Alþingi í dag. „Værum við til dæmis þessa dagana vel sett með innanlandsflugvöll í Hvassahrauni. Væri það skynsamlegt ef til meiriháttar hamfara kæmi að vera með innanlandsflugið í uppnámi vegna staðsetningar í Hvassahrauni, Reykjanesbrautina lokaða vegna hraunrennslis og þar af leiðandi ótryggar samgöngur við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík,“ spurði Njáll Trausti en hann hefur farið framarlega í baráttunni fyrir því að ekki verði hreyft við Reykjavíkurflugvelli. Samgönguráðherra segir samkomulag við Reykjavíkurborg frá nóvember 2019 um tveggja ára rannsóknir á kostum flugvallar í Hvassahrauni standa. En núverandi staða hljóti að koma til skoðunar í þeim efnum.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samkomulag ríkis og borgar um könnun á kostum Hvassahrauns enn standa. En fyrstu rannsóknum á að ljúka undir lok þessa árs. „Hins vegar er náttúrlega ljóst að ef þarna er að fara að gerast atburðir af þessari stærðargráðu þá mun það örugglega koma til endurmats,“ segir Sigurður Ingi. Þorvaldur Þórðarson sem er einn helsti sérfræðingur landsins í hraunflæði segir að ef eldgos verði á þeim stað sem mestar líkur væru á því nú yrði flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði.Stöð 2/Sigurjón Þorvaldur Þórðarson eldfjallasérfræðingur segir að samkvæmt nýjustu spá myndi annað hvort gjósa rétt sunnan við Keili eða austan við Trölladyngju í Móhálsadal, gjósi á annað borð á næstunni. „Þá myndi hraun flæða norður og niður Hrútagjágengjuna í átt að Hafnarfirði og síðan í áttina líka að fyrirætluðu flugvallarstæði.“ Að hraun færi að minnsta kosti í kringum flugvallarsvæðið og jafnvel á það? „Það gæti þess vegna farið yfir það. En mjög líklega í grennd við það. Einfaldasta leiðin til að líta á þetta er að flugvallarstæðið er inn á hættusvæði hvað hraunflæði varðar,“ segir Þorvaldur Þórðarson. Ljós- og dökkbleiku flekkirnir á þessari mynd frá sérfræðingum Háskóla Íslands sýna hvar hraun mun líklegast flæða gjósi þar sem mestar líkur eru á gosi miðað við stöðuna í dag.
Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira