Guardiola: Ég hendi þeim út úr liðinu sem halda að við séum búnir að vinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2021 15:30 Pep Guardiola ætlar að halda sínum mönnum í Manchester City á tánum. Getty/Matt McNulty Manchester City er að stinga af í ensku úrvalsdeildinni en knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hefur varað sína menn við því að slaka eitthvað á. Manchester City vann sinn tuttugasta leik í röð í öllum keppnum um helgina og er nú komið með tólf stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar tólf leikir eru eftir. Guardiola varaði sína leikmenn við því að hann muni horfa eftir því hverjir þeirra ætli eitthvað að fara að slaka á. „Þegar mér finnst að einhver haldi að þetta sé búið eða að þetta líti svo vel út, þá er sá leikmaður ekki að fara að spila hjá mér,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi í gær. Pep Guardiola sees 'terribly important' City opportunity coming up #mcfc https://t.co/ChlBVGVgeR— Manchester City News (@ManCityMEN) March 1, 2021 „Ég er gæddur því innsæi að vita nákvæmlega hvenær leikmenn eru ekki tilbúnir í það að gera það sem við ætlum okkur að gera,“ sagði Guardiola. Manchester City liðið hefur ekki tapað síðan í nóvember og á nú möguleika á því að vinna fjórfalt því liðið er enn með í öllum keppnum. „Við getum alltaf gert betur og það er markmiðið. Sérstaklega getur hver og einn bætt sinn leik. Allir leikmenn eiga að geta gert betur og þegar það gerist hjá öllum í liðinu þá verður liðið betra,“ sagði Guardiola. City græddi á því um helgina að öll liðin í næstu sætum á eftir þeim, Manchester United, Leicester City, West Ham United og Chelsea, töpuðu stigum. 2 0 wins in a row is not enough for Guardiola:"As much as we win and as much as we get results, as much we have to demand and be over the players and say we can do better." pic.twitter.com/BjvHXmQguI— Goal (@goal) March 1, 2021 Guardiola hefur engu að síður áhyggjur af því að þetta gæti hrunið hjá Manchester City. „Liverpool liðið er meistari en ekki við. Til að ná titlinum þá þurfum við enn að vinna átta, níu eða tíu leiki og það er mikið af leikjum. Það eru ótrúleg lið sem lenda í vandræðum í fjórum eða fimm leikjum í röð. Það getur líka gerst fyrir okkur,“ sagði Guardiola. „Það gerðist á síðasta tímabili og við lentum líka í því í byrjun á þessu tímabili. Við gáum ekki unnið þrjá leiki í röð í byrjun tímabils. Það er ástæðan fyrir því að við megum ekki slaka neitt á,“ sagði Pep Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Manchester City vann sinn tuttugasta leik í röð í öllum keppnum um helgina og er nú komið með tólf stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar tólf leikir eru eftir. Guardiola varaði sína leikmenn við því að hann muni horfa eftir því hverjir þeirra ætli eitthvað að fara að slaka á. „Þegar mér finnst að einhver haldi að þetta sé búið eða að þetta líti svo vel út, þá er sá leikmaður ekki að fara að spila hjá mér,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi í gær. Pep Guardiola sees 'terribly important' City opportunity coming up #mcfc https://t.co/ChlBVGVgeR— Manchester City News (@ManCityMEN) March 1, 2021 „Ég er gæddur því innsæi að vita nákvæmlega hvenær leikmenn eru ekki tilbúnir í það að gera það sem við ætlum okkur að gera,“ sagði Guardiola. Manchester City liðið hefur ekki tapað síðan í nóvember og á nú möguleika á því að vinna fjórfalt því liðið er enn með í öllum keppnum. „Við getum alltaf gert betur og það er markmiðið. Sérstaklega getur hver og einn bætt sinn leik. Allir leikmenn eiga að geta gert betur og þegar það gerist hjá öllum í liðinu þá verður liðið betra,“ sagði Guardiola. City græddi á því um helgina að öll liðin í næstu sætum á eftir þeim, Manchester United, Leicester City, West Ham United og Chelsea, töpuðu stigum. 2 0 wins in a row is not enough for Guardiola:"As much as we win and as much as we get results, as much we have to demand and be over the players and say we can do better." pic.twitter.com/BjvHXmQguI— Goal (@goal) March 1, 2021 Guardiola hefur engu að síður áhyggjur af því að þetta gæti hrunið hjá Manchester City. „Liverpool liðið er meistari en ekki við. Til að ná titlinum þá þurfum við enn að vinna átta, níu eða tíu leiki og það er mikið af leikjum. Það eru ótrúleg lið sem lenda í vandræðum í fjórum eða fimm leikjum í röð. Það getur líka gerst fyrir okkur,“ sagði Guardiola. „Það gerðist á síðasta tímabili og við lentum líka í því í byrjun á þessu tímabili. Við gáum ekki unnið þrjá leiki í röð í byrjun tímabils. Það er ástæðan fyrir því að við megum ekki slaka neitt á,“ sagði Pep Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira