Telja fimmtán hópa í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. febrúar 2021 06:54 Lögreglan telur að alls séu fimmtán hópar hér á landi sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi. Vísir/Vilhelm Lögregluyfirvöld telja að alls séu fimmtán hópar sem tengjast skipulagðri glæpastarfsemi sem séu starfandi hér á landi. Glæpastarfsemin einskorðist þó ekki við Ísland heldur teygi hún anga sína víðar. Þetta kemur fram í pistli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, í Morgunblaðinu í dag. Hún segir að margir þeirra stundi löglegan rekstur af ýmsu tagi samhliða lögbrotunum. Hin löglega starfsemi sé nýtt til að þvætta fjármuni eða til að stuðla að frekari glæpum. Hóparnir séu af ýmsum þjóðernum og að glæpastarfsemin einskorðist ekki við Ísland í flestum tilfellum. Áslaug Arna segir að á allra síðustu árum hafi verulegum fjármunum verið varið til lögreglunnar til að bregðast við þessari ógn. Þetta sé ástand sem brýnt sé að bregðast við. Síðastliðið haust fól dómsmálaráðherra ríkislögreglustjóra að efla samstarf og samhæfingu innan lögreglunnar í því skyni að vinna markvisst gegn skipulagðri brotastarfsemi. Áslaug segir nauðsynlegt að samnýta mannafla og búnað lögregluembættanna og auka skilvirkni á þessu sviði. Íslenska lögreglan þurfi að hafa bæði getu og þekkingu til að takast á við jafn umfangsmikil, flókin og þaulskipulögð mál og um sé að ræða. Sérstakur stýrihópur hefur unnið að samhæfingu aðgerða, auknu samstarfi á milli lögregluembætta og alþjóðlegri samvinnu á undanförnum mánuðum. Í hópnum sitja fulltrúar stærstu lögregluembættanna. Hávær umræða hefur skapast í samfélaginu vegna manndrápsins við Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn um skipulagða brotastarfsemi og alþjóðlega glæpahópa. Rannsókn lögreglu hefur enn ekki leitt í ljós að um slíkt sé að ræða þó það sé á meðal þess sem til skoðunar er. Lögreglumál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, í Morgunblaðinu í dag. Hún segir að margir þeirra stundi löglegan rekstur af ýmsu tagi samhliða lögbrotunum. Hin löglega starfsemi sé nýtt til að þvætta fjármuni eða til að stuðla að frekari glæpum. Hóparnir séu af ýmsum þjóðernum og að glæpastarfsemin einskorðist ekki við Ísland í flestum tilfellum. Áslaug Arna segir að á allra síðustu árum hafi verulegum fjármunum verið varið til lögreglunnar til að bregðast við þessari ógn. Þetta sé ástand sem brýnt sé að bregðast við. Síðastliðið haust fól dómsmálaráðherra ríkislögreglustjóra að efla samstarf og samhæfingu innan lögreglunnar í því skyni að vinna markvisst gegn skipulagðri brotastarfsemi. Áslaug segir nauðsynlegt að samnýta mannafla og búnað lögregluembættanna og auka skilvirkni á þessu sviði. Íslenska lögreglan þurfi að hafa bæði getu og þekkingu til að takast á við jafn umfangsmikil, flókin og þaulskipulögð mál og um sé að ræða. Sérstakur stýrihópur hefur unnið að samhæfingu aðgerða, auknu samstarfi á milli lögregluembætta og alþjóðlegri samvinnu á undanförnum mánuðum. Í hópnum sitja fulltrúar stærstu lögregluembættanna. Hávær umræða hefur skapast í samfélaginu vegna manndrápsins við Rauðagerði 13. febrúar síðastliðinn um skipulagða brotastarfsemi og alþjóðlega glæpahópa. Rannsókn lögreglu hefur enn ekki leitt í ljós að um slíkt sé að ræða þó það sé á meðal þess sem til skoðunar er.
Lögreglumál Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Sjá meira