„Þær hneyksluðust ógurlega eins og þetta væri einhver dauðasynd“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. febrúar 2021 07:00 Líf Magneudóttir segist oft ulla á börnin sín án þess að það sé eitthvert stórmál. Vísir/Vilhelm Líf Magneudóttir borgarfulltrúi hefur brennandi áhuga á fólki og hefur það leitt hana niður alls konar brautir í lífinu. Hún er kennaramenntuð og hvatvís, andkapítalisti og með einstaka ástríðu fyrir mennta- og umhverfismálum landsins. Líf þreytist seint á að klofa þangfjöru stjórnmálanna, sem hún skilur þó eftir við þröskuldinn þegar hún kemur heim að hjálpa barninu við túbuæfingar dagsins – þótt hún sé laglaus sjálf. Líf telur mikilvægt að allir taki þátt í pólitík, enda sé hún fyrir alla, og vinni að þeim breytingum sem það vill sjálft sjá í samfélaginu. Líf er gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Líf Magneudóttir Í þættinum rifjar Líf upp mál sem komst í fjölmiðla árið 2018 þegar hún ullaði á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Ráðhúsi Reykjavíkur og var það bókað inn í fundargerð borgarráðs. „Þetta var á lokuðum fundi og þetta voru bara einhver viðbrögð yfir einhverju sem ég var alveg brjáluð yfir. Svo starði Marta [Guðjónsdóttir] svona á mig illskulega á mig og þetta varð allt mjög kjánalegt. Þær hneyksluðust ógurlega eins og þetta væri einhver dauðasynd að ulla á einhvern. Ég ulla stundum á börnin mín og þau á móti. Þetta var svo sem merkingarlaust í mínum huga og ég sá ekkert eftir þessu,“ segir Líf og heldur áfram og fannst henni í raun galið að þetta hafi verið bókað inn í fundargerðina eins og Marta gerði. Marta hafði þetta um málið að segja í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það hefur viðgengist allt of lengi að það sé sýndur dónaskapur og óháttvísi. Andrúmsloftið er orðið ansi eitrað og í stað þess að við séum að einbeita okkur að þeim málum sem við höfum verið kjörin til að þá fer tíminn í svona óþarfa mál og því verður að linna. Þess vegna lagði ég fram þessa bókun til þess að varpa ljósi á þessi mál svo fólk fari aðeins að velta fyrir sér til hvers þau voru kjörin og fari að vinna að þeim verkefnum sem við eigum að vera vinna að,“ sagði Marta. Hér að ofan má hlusta á brot úr þættinum og hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Borgarstjórn Reykjavík Vinstri græn Tengdar fréttir Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30 Segir Líf einnig hafa „ullað“ á Eyþór Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og er hann farinn að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála 17. ágúst 2018 20:30 Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Fleiri fréttir Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Sjá meira
Líf þreytist seint á að klofa þangfjöru stjórnmálanna, sem hún skilur þó eftir við þröskuldinn þegar hún kemur heim að hjálpa barninu við túbuæfingar dagsins – þótt hún sé laglaus sjálf. Líf telur mikilvægt að allir taki þátt í pólitík, enda sé hún fyrir alla, og vinni að þeim breytingum sem það vill sjálft sjá í samfélaginu. Líf er gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum Snæbjörn talar við fólk. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Líf Magneudóttir Í þættinum rifjar Líf upp mál sem komst í fjölmiðla árið 2018 þegar hún ullaði á borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Ráðhúsi Reykjavíkur og var það bókað inn í fundargerð borgarráðs. „Þetta var á lokuðum fundi og þetta voru bara einhver viðbrögð yfir einhverju sem ég var alveg brjáluð yfir. Svo starði Marta [Guðjónsdóttir] svona á mig illskulega á mig og þetta varð allt mjög kjánalegt. Þær hneyksluðust ógurlega eins og þetta væri einhver dauðasynd að ulla á einhvern. Ég ulla stundum á börnin mín og þau á móti. Þetta var svo sem merkingarlaust í mínum huga og ég sá ekkert eftir þessu,“ segir Líf og heldur áfram og fannst henni í raun galið að þetta hafi verið bókað inn í fundargerðina eins og Marta gerði. Marta hafði þetta um málið að segja í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það hefur viðgengist allt of lengi að það sé sýndur dónaskapur og óháttvísi. Andrúmsloftið er orðið ansi eitrað og í stað þess að við séum að einbeita okkur að þeim málum sem við höfum verið kjörin til að þá fer tíminn í svona óþarfa mál og því verður að linna. Þess vegna lagði ég fram þessa bókun til þess að varpa ljósi á þessi mál svo fólk fari aðeins að velta fyrir sér til hvers þau voru kjörin og fari að vinna að þeim verkefnum sem við eigum að vera vinna að,“ sagði Marta. Hér að ofan má hlusta á brot úr þættinum og hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Borgarstjórn Reykjavík Vinstri græn Tengdar fréttir Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30 Segir Líf einnig hafa „ullað“ á Eyþór Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og er hann farinn að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála 17. ágúst 2018 20:30 Mest lesið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Menning Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Fleiri fréttir Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Sjá meira
Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30
Segir Líf einnig hafa „ullað“ á Eyþór Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og er hann farinn að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála 17. ágúst 2018 20:30