Guðrún Hafsteinsdóttir vill fyrsta sætið í Suðurkjördæmi Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 21:27 Guðrún Hafsteinsdóttir fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins sækist eftir fyrsta sætinu í Suðurkjördæmi. Páll Magnússon vermdi sætið í síðustu kosningum. Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjörís, býður sig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer í maí. Þetta tilkynnti hún á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Hveragerðis í kvöld. Guðrún segir í tilkynningu um framboðið að síðustu vikur og mánuði hafi hún fengið mikla hvatningu víðsvegar úr kjördæminu til að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðismanna. Hún kveðst þakklát öllum sem hafa stutt hana og hvatt. „Suðurkjördæmi býr yfir miklum tækifærum sem brýnt er að efla. Ég er tilbúin að taka þátt í þeirri vinnu og tel að reynsla mín og þekking muni nýtast vel. Í Suðurkjördæmi er iðandi og gott mannlíf og hér höfum við allt sem þarf til að vera leiðandi á öllum sviðum atvinnulífsins. Ég trúi því að saman getum við eflt atvinnugreinar okkar og bætt lífskjör okkar sem hér búum og störfum,“ segir Guðrún. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins var í fyrsta sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. Hann leiddi listann einnig í kosningunum árið 2016, þegar hann var fyrst kjörinn á þing fyrir flokkinn. Ekki náðist í Pál við vinnslu fréttarinnar í kvöld. Lengst af starfað hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís Guðrún er fædd 9. febrúar 1970 og er dóttir hjónanna Laufeyjar Valdimarsdóttur og Hafsteins Kristinssonar. Guðrún er í sambúð með Hans Kristjáni Einarssyni Hagerup, gullsmið og eiga þau samtals sex börn. Hún er með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, B.A gráðu í mannfræði frá HÍ 2008 og þá hefur hún lokið diplóma námi í jafnréttisfræðum einnig frá HÍ. Hún hefur starfað nær allan sinn starfsferil hjá fyrirtæki fjölskyldunnar Kjörís ehf. í Hveragerði. Síðastliðinn áratug hefur Guðrún setið í stjórnum margra fyrirtækja og félaga. Hún var kjörin formaður Samtaka iðnaðarins árið 2014 og var þar formaður til 2020. Þá hefur hún einnig átt sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins, Háskóla Reykjavíkur, Bláa Lónsins og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Hveragerði Tengdar fréttir Miðflokkurinn í vanda á landsbyggðinni en Viðreisn og Píratar sækja á Færa má rök fyrir því að Miðflokkurinn sé í vanda á landsbyggðinni ef litið er á niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um fylgi flokkanna í Norðvestur,- Norðaustur- og Suðurkjördæmi. 24. febrúar 2021 10:00 Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05 Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu. 22. febrúar 2021 06:45 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Guðrún segir í tilkynningu um framboðið að síðustu vikur og mánuði hafi hún fengið mikla hvatningu víðsvegar úr kjördæminu til að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðismanna. Hún kveðst þakklát öllum sem hafa stutt hana og hvatt. „Suðurkjördæmi býr yfir miklum tækifærum sem brýnt er að efla. Ég er tilbúin að taka þátt í þeirri vinnu og tel að reynsla mín og þekking muni nýtast vel. Í Suðurkjördæmi er iðandi og gott mannlíf og hér höfum við allt sem þarf til að vera leiðandi á öllum sviðum atvinnulífsins. Ég trúi því að saman getum við eflt atvinnugreinar okkar og bætt lífskjör okkar sem hér búum og störfum,“ segir Guðrún. Páll Magnússon þingmaður Sjálfstæðisflokksins var í fyrsta sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi í síðustu Alþingiskosningum. Hann leiddi listann einnig í kosningunum árið 2016, þegar hann var fyrst kjörinn á þing fyrir flokkinn. Ekki náðist í Pál við vinnslu fréttarinnar í kvöld. Lengst af starfað hjá fjölskyldufyrirtækinu Kjörís Guðrún er fædd 9. febrúar 1970 og er dóttir hjónanna Laufeyjar Valdimarsdóttur og Hafsteins Kristinssonar. Guðrún er í sambúð með Hans Kristjáni Einarssyni Hagerup, gullsmið og eiga þau samtals sex börn. Hún er með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, B.A gráðu í mannfræði frá HÍ 2008 og þá hefur hún lokið diplóma námi í jafnréttisfræðum einnig frá HÍ. Hún hefur starfað nær allan sinn starfsferil hjá fyrirtæki fjölskyldunnar Kjörís ehf. í Hveragerði. Síðastliðinn áratug hefur Guðrún setið í stjórnum margra fyrirtækja og félaga. Hún var kjörin formaður Samtaka iðnaðarins árið 2014 og var þar formaður til 2020. Þá hefur hún einnig átt sæti í stjórn Samtaka atvinnulífsins, Háskóla Reykjavíkur, Bláa Lónsins og Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Suðurkjördæmi Hveragerði Tengdar fréttir Miðflokkurinn í vanda á landsbyggðinni en Viðreisn og Píratar sækja á Færa má rök fyrir því að Miðflokkurinn sé í vanda á landsbyggðinni ef litið er á niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um fylgi flokkanna í Norðvestur,- Norðaustur- og Suðurkjördæmi. 24. febrúar 2021 10:00 Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05 Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu. 22. febrúar 2021 06:45 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Sjá meira
Miðflokkurinn í vanda á landsbyggðinni en Viðreisn og Píratar sækja á Færa má rök fyrir því að Miðflokkurinn sé í vanda á landsbyggðinni ef litið er á niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar um fylgi flokkanna í Norðvestur,- Norðaustur- og Suðurkjördæmi. 24. febrúar 2021 10:00
Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05
Kosningar 2021: Stjórnmál á tímum sóttarinnar Tiltölulega litlar breytingar er að sjá á fylgi flokkanna í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Sjálfstæðisflokkurinn heldur ágætum sjó og er sá eini sem segja má að njóti umtalsverðs fylgis – stöðugt með vel yfir fimmtung atkvæða. Hefur þó dalað í öðrum nýlegum könnunum, svo sem hjá MMR. Aðrir flokkar ná ekki yfir fimmtán prósenta fylgi könnun Maskínu. 22. febrúar 2021 06:45