Sendiherra ESB skipað að yfirgefa Venesúela Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2021 16:53 Isabel Brilhante Pedrosa, sendiherra ESB, fer hér af fundi með Jorge Arreaza, utanríkirsáðherra Venesúela, eftir að hann tilkynnti henni að hún þyrfti að yfirgefa landið innan þriggja daga. AP/Ariana Cubillos Ríkisstjórn Venesúela hefur skipað sendiherra Evrópusambandsins þar að yfirgefa landið. Það var gert í kjölfar þess að ESB beitti nítján embættismenn í Venesúela viðskiptaþvingunum. Sendiherrann, Isabel Brilhante Pedrosa, hefur þrjá sólarhringa til að yfirgefa Venesúela. Þjóðþing Venesúela, sem er undir stjórn flokks Nicolas Madúró, forseta, samþykkti í gær þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin vísaði Pedrosa úr landi og að viðvera ESB í Venesúela yfir höfuð verði endurskoðuð. Utanríkisráðherrar ESB sökuðu í gær embættismennina nítján um mannréttindabrot í Venesúela og um að grafa undan lýðræðinu þar. Í heildina hafa 55 embættismenn í Venesúela verið beittir viðskiptaþvingunum af ESB. Það felur í sér að eigur þeirra innan landamæra sambandsins eru frystar og þeim er meinað að ferðast þangað. Aðgerðirnar snúa að kosningum til þjóðþingsins sem haldnar voru í Venesúela í desember. Þær hafa verið harðlega gagnrýndar og neitaði stjórnarandstaða landsins að taka þátt í þeim. Utanríkisráðherrar ESB hafa sagt þær ómarkverðar, samkvæmt frétt Politico. Ein af ástæðum þess að stjórnarandstaðan ákvað að sniðganga kosningarnar var að Hæstiréttur landsins hafi látið fjarlægja leiðtoga þriggja stjórnarandstöðuflokka og þess í stað skipað þrjá aðra sem stjórnarandstaðan sakar um að vinna með Maduro forseta. Sjá einnig: Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Nýju þvinganirnar eru til viðbótar við þær sem beitt var gegn Venesúela árið 2017. Þá bannaði ESB meðal annars sölu vopna til Venesúela. Í kjölfar þess lýsti Madúró því yfir að Pedrosa ætti að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa. Það gerði hún ekki og þrátt fyrir það greip ríkisstjórn Madúrós ekki til frekari aðgerða. Sakaðir um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna sakaði ríkisstjórn Madúrós um glæpi gegn mannkyninu í fyrra. Voru öryggissveitir landsins sagðar hafa beitt stjórnarandstæðinga og almenna borgara kerfisbundnu ofbeldi um áraraðir. Venesúela var áður meðal auðugustu ríkja Suður-Ameríku en hefur á undanförnum árum átt í gífurlegum efnahagserfiðleikum. Viðskiptaþvinganir, lækkandi olíuverð og spilling hafa valdið himinhárri verðbólgu og á meirihluti landsmanna jafnan í vandræðum með að hafa í sig og á. Milljónir hafa flúið frá Venesúela á undanförnum árum. Venesúela Evrópusambandið Tengdar fréttir Saka stjórn Maduro um glæpi gegn mannkyninu Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. 16. september 2020 15:43 Lögðu hald á yfir milljón olíutunnur á leið til Venesúela Bandaríkin hafa stöðvað för fjögurra íranskra olíuflutningaskipa sem höfðu sett stefnuna á Suður-Ameríkuríkið Venesúela. 14. ágúst 2020 20:25 Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03 Venesúelamenn hafa lifibrauð af Runescape Eflaust muna mörg þeirra sem höfðu aðgang að tölvu upp úr aldamótum eftir tímamótatölvuleiknum Runescape. Þessi fjölspilunarleikur úr smiðju Jagex vakti stormandi lukku, raunar svo mikla að enn í dag spila hundruð þúsunda upprunalega útgáfu leiksins. 30. maí 2020 09:00 Þvertekur fyrir að hafa komið að „innrásinni“ undarlegu Trump sagði í dag að ef Bandaríkin gripu til aðgerða í Venesúela yrði það gert með öðruvísi hætti. Það yrði raunveruleg innrás og alvöru her yrði sendur. 8. maí 2020 15:24 Undarlegir og misheppnaðir uppreisnartilburðir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn sína ekki hafa komið að undarlegri valdaránstilraun sem stöðvuð var í Venesúela á sunnudaginn og mánudaginn. 7. maí 2020 08:30 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Sendiherrann, Isabel Brilhante Pedrosa, hefur þrjá sólarhringa til að yfirgefa Venesúela. Þjóðþing Venesúela, sem er undir stjórn flokks Nicolas Madúró, forseta, samþykkti í gær þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin vísaði Pedrosa úr landi og að viðvera ESB í Venesúela yfir höfuð verði endurskoðuð. Utanríkisráðherrar ESB sökuðu í gær embættismennina nítján um mannréttindabrot í Venesúela og um að grafa undan lýðræðinu þar. Í heildina hafa 55 embættismenn í Venesúela verið beittir viðskiptaþvingunum af ESB. Það felur í sér að eigur þeirra innan landamæra sambandsins eru frystar og þeim er meinað að ferðast þangað. Aðgerðirnar snúa að kosningum til þjóðþingsins sem haldnar voru í Venesúela í desember. Þær hafa verið harðlega gagnrýndar og neitaði stjórnarandstaða landsins að taka þátt í þeim. Utanríkisráðherrar ESB hafa sagt þær ómarkverðar, samkvæmt frétt Politico. Ein af ástæðum þess að stjórnarandstaðan ákvað að sniðganga kosningarnar var að Hæstiréttur landsins hafi látið fjarlægja leiðtoga þriggja stjórnarandstöðuflokka og þess í stað skipað þrjá aðra sem stjórnarandstaðan sakar um að vinna með Maduro forseta. Sjá einnig: Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Nýju þvinganirnar eru til viðbótar við þær sem beitt var gegn Venesúela árið 2017. Þá bannaði ESB meðal annars sölu vopna til Venesúela. Í kjölfar þess lýsti Madúró því yfir að Pedrosa ætti að yfirgefa landið innan þriggja sólarhringa. Það gerði hún ekki og þrátt fyrir það greip ríkisstjórn Madúrós ekki til frekari aðgerða. Sakaðir um glæpi gegn mannkyninu Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna sakaði ríkisstjórn Madúrós um glæpi gegn mannkyninu í fyrra. Voru öryggissveitir landsins sagðar hafa beitt stjórnarandstæðinga og almenna borgara kerfisbundnu ofbeldi um áraraðir. Venesúela var áður meðal auðugustu ríkja Suður-Ameríku en hefur á undanförnum árum átt í gífurlegum efnahagserfiðleikum. Viðskiptaþvinganir, lækkandi olíuverð og spilling hafa valdið himinhárri verðbólgu og á meirihluti landsmanna jafnan í vandræðum með að hafa í sig og á. Milljónir hafa flúið frá Venesúela á undanförnum árum.
Venesúela Evrópusambandið Tengdar fréttir Saka stjórn Maduro um glæpi gegn mannkyninu Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. 16. september 2020 15:43 Lögðu hald á yfir milljón olíutunnur á leið til Venesúela Bandaríkin hafa stöðvað för fjögurra íranskra olíuflutningaskipa sem höfðu sett stefnuna á Suður-Ameríkuríkið Venesúela. 14. ágúst 2020 20:25 Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03 Venesúelamenn hafa lifibrauð af Runescape Eflaust muna mörg þeirra sem höfðu aðgang að tölvu upp úr aldamótum eftir tímamótatölvuleiknum Runescape. Þessi fjölspilunarleikur úr smiðju Jagex vakti stormandi lukku, raunar svo mikla að enn í dag spila hundruð þúsunda upprunalega útgáfu leiksins. 30. maí 2020 09:00 Þvertekur fyrir að hafa komið að „innrásinni“ undarlegu Trump sagði í dag að ef Bandaríkin gripu til aðgerða í Venesúela yrði það gert með öðruvísi hætti. Það yrði raunveruleg innrás og alvöru her yrði sendur. 8. maí 2020 15:24 Undarlegir og misheppnaðir uppreisnartilburðir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn sína ekki hafa komið að undarlegri valdaránstilraun sem stöðvuð var í Venesúela á sunnudaginn og mánudaginn. 7. maí 2020 08:30 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Saka stjórn Maduro um glæpi gegn mannkyninu Rannsakendur mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fullyrða að ríkisstjórn Nicolás Maduro, forseta Venesúela, sé sek um „svívirðileg“ brot sem falli undir skilgreiningu á glæpum gegn mannkyninu. 16. september 2020 15:43
Lögðu hald á yfir milljón olíutunnur á leið til Venesúela Bandaríkin hafa stöðvað för fjögurra íranskra olíuflutningaskipa sem höfðu sett stefnuna á Suður-Ameríkuríkið Venesúela. 14. ágúst 2020 20:25
Verðlaunafé sett til höfuðs forseta hæstaréttar Venesúela Bandaríkjastjórn hefur sett fimm milljóna dala verðlaunafé til höfuðs hátt settum embættismanni í Venesúela. Getur hver sá sem veitir upplýsingar sem leiðir til handtöku og sakfellingar forseta hæstaréttar Venesúela, Maikel Moreno, getur gert tilkall til verðlaunanna. 22. júlí 2020 18:03
Venesúelamenn hafa lifibrauð af Runescape Eflaust muna mörg þeirra sem höfðu aðgang að tölvu upp úr aldamótum eftir tímamótatölvuleiknum Runescape. Þessi fjölspilunarleikur úr smiðju Jagex vakti stormandi lukku, raunar svo mikla að enn í dag spila hundruð þúsunda upprunalega útgáfu leiksins. 30. maí 2020 09:00
Þvertekur fyrir að hafa komið að „innrásinni“ undarlegu Trump sagði í dag að ef Bandaríkin gripu til aðgerða í Venesúela yrði það gert með öðruvísi hætti. Það yrði raunveruleg innrás og alvöru her yrði sendur. 8. maí 2020 15:24
Undarlegir og misheppnaðir uppreisnartilburðir Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ríkisstjórn sína ekki hafa komið að undarlegri valdaránstilraun sem stöðvuð var í Venesúela á sunnudaginn og mánudaginn. 7. maí 2020 08:30