„Með töluvert mikinn áverka á höfðinu og alveg hreyfingarlaus á öðrum handleggnum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2021 11:31 Bjarni Ben og Þóra Margrét Baldvinsdóttir fóru í gegnum mjög erfiða fæðingu hjá yngstu dóttur þeirra árið 2011. Vísir/vilhelm Garðbæingurinn Bjarni Benediktsson hefur verið á þingi síðan 2003 og er í dag fjármála- og efnahagsráðherra Íslands. Bjarni er gestur vikunnar í Einkalífinu. Bjarni Ben er farsæll stjórnmálamaður og hefur verið það í mörg ár. Hann er aftur á móti umdeildur eins og sést oft á tíðum á umræðunni á samfélagsmiðlum og einnig hjá andstæðingum hans í stjórnmálum. Bjarni er giftur Þóru Margréti Baldvinsdóttur og eiga þau saman fjögur börn sem fædd eru á árunum 1991 til 2011. Bjarni segist hafa verið nokkuð heppinn í gegnum sitt lífshlaup þegar hann var spurður út í áföll sem hafa haft áhrif á hann kom eitt augnablik fljótlega upp í hugann. Árið 2011 kom Guðríður Lína í heiminn og gekk fæðingin erfiðlega. Þóra Margrét hafði áður fætt þrjú börn og allar þær fæðingar gengu að óskum. „Það versta sem við gengum í gegnum var mjög erfið fæðing og er dóttur okkar með mikið ör eftir hana,“ segir Bjarni Benediktsson og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Bjarni Benediktsson „Að öðru leyti höfum við verið laus við stór áföll og lítum þannig á að við getum þakkað fyrir það á hverjum degi.“ Lykilsetningin óþægilega Hann segir að fæðingin hafi tekið gríðarlega langan tíma. „Það þurfti að taka hana út með klukku og það voru margar tilraunir til þess að toga hana út. Það var síðan álitamál hvort það hefði ekki átt að vera búið að fara með hana í keisara og þegar maður lítur til baka hefði átt að stíga það skref. Svo kemur hún út með töluvert mikinn áverka á höfðinu og alveg hreyfingarlaus á öðrum handleggnum. Þá spurði maður sig hvort það hefði allt slitnað og farið illa. Svo var sagt við okkur, sem er þessi lykilsetning, þetta verður í góðu lagi að öllum líkindum,“ segir Bjarni og bætir við að það sé ekkert sérstaklega hughreystandi að talað sé í líkum þegar kemur að nýfæddu barni. „Það blessaðist og hún fékk máttinn aftur og hún hefur verið eitthvað blóðlítil á þessu svæði um tíma. Hitt er ekkert annað en yfirborðsáverki sem hún er með. Hún er með mjög stórt ör á höfðinu sem verður bara fjarlægt með tíð og tíma. En þetta var fyrst og fremst erfitt fyrir hana Þóru mína og við áttum samtöl við spítalann eftir það og þetta var ekki beint skemmtileg reynsla,“ segir Bjarni sem talar fallega um eiginkonu sína í þættinum. Bjarni ræðir um þessa lífsreynslu þegar rúmlega 31 mínúta er liðin af þættinum. Í þættinum hér að ofan fer Bjarni einnig yfir ferilinn í stjórnmálum, hvernig sé að vera umdeildur og fá oft á tíðum yfir sig fúkyrði, hvernig stjórnmálaheimurinn getur verið ljótur, hjónabandið og föðurhlutverkið, áhugamálin og margt fleira. Einkalífið Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Bjarni Ben er farsæll stjórnmálamaður og hefur verið það í mörg ár. Hann er aftur á móti umdeildur eins og sést oft á tíðum á umræðunni á samfélagsmiðlum og einnig hjá andstæðingum hans í stjórnmálum. Bjarni er giftur Þóru Margréti Baldvinsdóttur og eiga þau saman fjögur börn sem fædd eru á árunum 1991 til 2011. Bjarni segist hafa verið nokkuð heppinn í gegnum sitt lífshlaup þegar hann var spurður út í áföll sem hafa haft áhrif á hann kom eitt augnablik fljótlega upp í hugann. Árið 2011 kom Guðríður Lína í heiminn og gekk fæðingin erfiðlega. Þóra Margrét hafði áður fætt þrjú börn og allar þær fæðingar gengu að óskum. „Það versta sem við gengum í gegnum var mjög erfið fæðing og er dóttur okkar með mikið ör eftir hana,“ segir Bjarni Benediktsson og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Bjarni Benediktsson „Að öðru leyti höfum við verið laus við stór áföll og lítum þannig á að við getum þakkað fyrir það á hverjum degi.“ Lykilsetningin óþægilega Hann segir að fæðingin hafi tekið gríðarlega langan tíma. „Það þurfti að taka hana út með klukku og það voru margar tilraunir til þess að toga hana út. Það var síðan álitamál hvort það hefði ekki átt að vera búið að fara með hana í keisara og þegar maður lítur til baka hefði átt að stíga það skref. Svo kemur hún út með töluvert mikinn áverka á höfðinu og alveg hreyfingarlaus á öðrum handleggnum. Þá spurði maður sig hvort það hefði allt slitnað og farið illa. Svo var sagt við okkur, sem er þessi lykilsetning, þetta verður í góðu lagi að öllum líkindum,“ segir Bjarni og bætir við að það sé ekkert sérstaklega hughreystandi að talað sé í líkum þegar kemur að nýfæddu barni. „Það blessaðist og hún fékk máttinn aftur og hún hefur verið eitthvað blóðlítil á þessu svæði um tíma. Hitt er ekkert annað en yfirborðsáverki sem hún er með. Hún er með mjög stórt ör á höfðinu sem verður bara fjarlægt með tíð og tíma. En þetta var fyrst og fremst erfitt fyrir hana Þóru mína og við áttum samtöl við spítalann eftir það og þetta var ekki beint skemmtileg reynsla,“ segir Bjarni sem talar fallega um eiginkonu sína í þættinum. Bjarni ræðir um þessa lífsreynslu þegar rúmlega 31 mínúta er liðin af þættinum. Í þættinum hér að ofan fer Bjarni einnig yfir ferilinn í stjórnmálum, hvernig sé að vera umdeildur og fá oft á tíðum yfir sig fúkyrði, hvernig stjórnmálaheimurinn getur verið ljótur, hjónabandið og föðurhlutverkið, áhugamálin og margt fleira.
Einkalífið Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira