„Myndin af Kára seldist á núll einni“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 23. febrúar 2021 11:55 Bakarinn og listamaðurinn Jói Fel segist finna fyrir miklum áhuga og meðbyr í myndlistinni. „Ég sagði alltaf að þegar ég væri orðinn eldri að þá myndi ég leggja listina fyrir mig, svo er það spurning hvort að þetta „eldri“ sé komið núna?“, segir bakarinn og listamaðurinn Jói Fel í samtali við Vísi. „Þetta hefur alltaf blundað í mér og ég hef málað alla ævi. Síðan ég man eftir mér hef ég verið með blýant í hönd en ég var bara fjórtán ára þegar ég kláraði mitt fyrsta málverk.“ Myndlistardraumurinn hefur fylgt Jóa lengi og segist hann á tíma hafa verið efins um það hvora leiðina hann ætti að taka í lífinu, myndlistina eða baksturinn. Þegar ég var átján ára og var að byrja að læra bakarann þá sótti ég líka um í Mynd og handíðaskóla Íslands. Ég komst alla leið í lokaúrtakið, sem var mjög gott, en náði svo ekki alla leið inn. „Ég var samt alltaf í myndlistartengdum námskeiðum og rúmlega tvítugur fór ég í kvöldskóla í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Það hét Frjáls málun og ég hef lært hvað mest af því. Fyrir utan þetta má segja að ég sé bara sjálflærður.“ Jói segir myndlistina alltaf fylgt sér þó svo að tíminn til að sinna henni hafi verið lítill í gegnum tíðina. Myndin af Kára dýrasta myndin Er myndlistin eitthvað sem þú hefur jafnvel áhuga á að helga þig alfarið? „Þetta hefur alltaf verið svona eitthvað sem ég hafði til hliðar, svona auka. Núna hef ég allavega tímann,“ segir Jói og hlær. „Ég er orðinn eldri og þroskaðri og bara spurning hvort að ég fari ekki að leggja þetta bara alveg fyrir mig.“ Nýlega stofnaði Jói Instagram síðuna Jói Fel art þar sem hann hefur sett inn myndir af því efni sem hann hefur verið að vinna í síðustu tvö til þrjú árin. „Ég er undir miklum áhrifum af íslensku landslagi og hef málað það alla ævi. Mér finnst íslenskt landslag stórkostlegt.“ Nýlegar portrait myndir af Kára Stefánssyni hafa vakið mikla athygli og segir Jói þá Kára vera góða kunningja. „Fyrsta myndin af Kára vakti þvílíka lukku og hún seldist á núll einni. Þetta er reyndar lang dýrasta myndin sem ég hef selt.“ View this post on Instagram A post shared by Jo i Fel Art (@joifel_art) Hvernig leist Kára sjálfum á myndina? Hann skildi reyndar ekkert í þessu og furðaði sig á því að nokkur einasti maður myndi vilja kaupa mynd af sér. Nokkur verk eftir Jóa er hægt að nálgast á sýningu sem er í myndlistargalleríinu Art-67 á Laugavegi 61. „Það eru nokkrar myndir þarna til sölu en annars er alltaf hægt að hafa samband beint við mig í gegnum Instagram ef fólk vill skoða fleiri verk." Finnur þú fyrir miklum áhuga hjá fólki? „Já, mjög miklum áhuga sem er góð tilfinning. Þar sem ég hef mikinn tíma núna og er duglegur að mála má segja að nánast önnur hver mynd seljist áður en hún er kláruð. Þetta gefur mér alveg ótrúlega mikið, að mála. Besta við þetta er sæluvíman sem ég finn fyrir þegar mynd er tilbúin og ég er sáttur,“ segir Jói að lokum. Myndlist Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
„Þetta hefur alltaf blundað í mér og ég hef málað alla ævi. Síðan ég man eftir mér hef ég verið með blýant í hönd en ég var bara fjórtán ára þegar ég kláraði mitt fyrsta málverk.“ Myndlistardraumurinn hefur fylgt Jóa lengi og segist hann á tíma hafa verið efins um það hvora leiðina hann ætti að taka í lífinu, myndlistina eða baksturinn. Þegar ég var átján ára og var að byrja að læra bakarann þá sótti ég líka um í Mynd og handíðaskóla Íslands. Ég komst alla leið í lokaúrtakið, sem var mjög gott, en náði svo ekki alla leið inn. „Ég var samt alltaf í myndlistartengdum námskeiðum og rúmlega tvítugur fór ég í kvöldskóla í Myndlistaskóla Reykjavíkur. Það hét Frjáls málun og ég hef lært hvað mest af því. Fyrir utan þetta má segja að ég sé bara sjálflærður.“ Jói segir myndlistina alltaf fylgt sér þó svo að tíminn til að sinna henni hafi verið lítill í gegnum tíðina. Myndin af Kára dýrasta myndin Er myndlistin eitthvað sem þú hefur jafnvel áhuga á að helga þig alfarið? „Þetta hefur alltaf verið svona eitthvað sem ég hafði til hliðar, svona auka. Núna hef ég allavega tímann,“ segir Jói og hlær. „Ég er orðinn eldri og þroskaðri og bara spurning hvort að ég fari ekki að leggja þetta bara alveg fyrir mig.“ Nýlega stofnaði Jói Instagram síðuna Jói Fel art þar sem hann hefur sett inn myndir af því efni sem hann hefur verið að vinna í síðustu tvö til þrjú árin. „Ég er undir miklum áhrifum af íslensku landslagi og hef málað það alla ævi. Mér finnst íslenskt landslag stórkostlegt.“ Nýlegar portrait myndir af Kára Stefánssyni hafa vakið mikla athygli og segir Jói þá Kára vera góða kunningja. „Fyrsta myndin af Kára vakti þvílíka lukku og hún seldist á núll einni. Þetta er reyndar lang dýrasta myndin sem ég hef selt.“ View this post on Instagram A post shared by Jo i Fel Art (@joifel_art) Hvernig leist Kára sjálfum á myndina? Hann skildi reyndar ekkert í þessu og furðaði sig á því að nokkur einasti maður myndi vilja kaupa mynd af sér. Nokkur verk eftir Jóa er hægt að nálgast á sýningu sem er í myndlistargalleríinu Art-67 á Laugavegi 61. „Það eru nokkrar myndir þarna til sölu en annars er alltaf hægt að hafa samband beint við mig í gegnum Instagram ef fólk vill skoða fleiri verk." Finnur þú fyrir miklum áhuga hjá fólki? „Já, mjög miklum áhuga sem er góð tilfinning. Þar sem ég hef mikinn tíma núna og er duglegur að mála má segja að nánast önnur hver mynd seljist áður en hún er kláruð. Þetta gefur mér alveg ótrúlega mikið, að mála. Besta við þetta er sæluvíman sem ég finn fyrir þegar mynd er tilbúin og ég er sáttur,“ segir Jói að lokum.
Myndlist Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira