Stuðningsmenn Liverpool skotspónn á samfélagmiðlum vegna áforma sinna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2021 09:00 Liverpool fólk fagnaði sigri í Meistaradeildinni í júní 2010 en máttu ekki fagna Englandsmeistaratitlinum í fyrra. Getty/Nigel Roddis Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Liverpool fái að heyra það á samfélagsmiðlum fyrir það að þrjóskast við að fá að halda sína sigurhátíð í sumar þó að hún verði ári of seint og mögulega eftir sannkallað martraðartímabil. Liverpool er ennþá Englandsmeistari en það styttist í það að félagið missi krúnuna aftur til Manchester City. Titilvörnin hefur gengið það illa upp á síðkastið að Liverpool er ekki aðeins að missa meistaratitilinn heldur á góðri leik með því að missa Meistaradeildarsæti líka. Liverpool endaði þrjátíu ára bið eftir Englandsmeistaratitlinum síðasta sumar en fegna sóttvarnarreglna þá máttu stuðningsmennirnir ekki halda upp á það með hefðbundni sigurhátíð. Góður hópur fagnaði vissulega í óleyfi fyrir utan Anfield en stuðningsmennirnir fengu ekki að halda upp á þetta saman. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, biðlaði til stuðningsmanna sinna i júní að bíða með fagnaðarlætin og í staðinn myndu allir halda upp á titilinn þegar það væri leyfilegt. 'That will be one of the most embarrassing things the club has ever done'Liverpool fans are wanting to hold a Premier League title parade in June. https://t.co/7kiEsBWaSg— SPORTbible (@sportbible) February 23, 2021 „Það mun renna upp sá dagur þegar allt verður eðlilegt á ný,“ sagði Jürgen Klopp og bætti við: „Þegar einhver hefur búið til bóluefni, þegar einhver hefur fundið lausnina á vandamálinu og þegar smitunum hefur verið útrýmt. Sá dagur mun koma á endanum. Þá höfum við okkar rétt til að fagna því sem viljum fagna,“ sagði Klopp. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir í gær að áhorfendur mættu mæta aftur á völlinn um miðjan maí. Stuðningsmannasíða Liverpool á Twitter sagði frá því að 21. júní næstkomandi er búist við að verði búið að létta á öllum hömlum vegna kórónuveirunnar í Bretlandi. „Það þýðir líka að við getum haldið sigurskrúðgönguna sem Jürgen lofaði okkur,“ sagði í færslunni á stuðningsmannasíðunni. Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Liverpool hafi orðið fyrir athlægi og verið skotspónn á samfélagsmiðlum þegar fréttist af því að þeir vilji enn halda sigurhátíð þrátt fyrir hörmungargengi liðsins á þessari leiktíð. Menn finnst það heldur hjákátlegt að ætla að halda sigurhátíð á sama tíma og liðið sem var að tryggja sér titilinn og eftir tímabil þegar engin ástæða er til að fagna einu eða neinu. Titilvörn Liverpool er búin þótt að það sé aðeins febrúar, liðið er bara í sjötta sætinu og úr leik í báðum bikarkeppnum. Einu möguleikinn á titli er í Meistaradeildinni en miðað við spilamennskuna að undanförnu þá eru sigurlíkurnar ekki miklar þar. Hvort stuðningsmenn Liverpool standi að sér háðsglósurnar og brandarana verður bara að koma í ljós. Það var sárt fyrir þá flesta að geta ekki haldið almennilega upp á fyrsta Englandsmeistaratitilinn í þrjátíu ár. Enski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Liverpool er ennþá Englandsmeistari en það styttist í það að félagið missi krúnuna aftur til Manchester City. Titilvörnin hefur gengið það illa upp á síðkastið að Liverpool er ekki aðeins að missa meistaratitilinn heldur á góðri leik með því að missa Meistaradeildarsæti líka. Liverpool endaði þrjátíu ára bið eftir Englandsmeistaratitlinum síðasta sumar en fegna sóttvarnarreglna þá máttu stuðningsmennirnir ekki halda upp á það með hefðbundni sigurhátíð. Góður hópur fagnaði vissulega í óleyfi fyrir utan Anfield en stuðningsmennirnir fengu ekki að halda upp á þetta saman. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, biðlaði til stuðningsmanna sinna i júní að bíða með fagnaðarlætin og í staðinn myndu allir halda upp á titilinn þegar það væri leyfilegt. 'That will be one of the most embarrassing things the club has ever done'Liverpool fans are wanting to hold a Premier League title parade in June. https://t.co/7kiEsBWaSg— SPORTbible (@sportbible) February 23, 2021 „Það mun renna upp sá dagur þegar allt verður eðlilegt á ný,“ sagði Jürgen Klopp og bætti við: „Þegar einhver hefur búið til bóluefni, þegar einhver hefur fundið lausnina á vandamálinu og þegar smitunum hefur verið útrýmt. Sá dagur mun koma á endanum. Þá höfum við okkar rétt til að fagna því sem viljum fagna,“ sagði Klopp. Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, lýsti því yfir í gær að áhorfendur mættu mæta aftur á völlinn um miðjan maí. Stuðningsmannasíða Liverpool á Twitter sagði frá því að 21. júní næstkomandi er búist við að verði búið að létta á öllum hömlum vegna kórónuveirunnar í Bretlandi. „Það þýðir líka að við getum haldið sigurskrúðgönguna sem Jürgen lofaði okkur,“ sagði í færslunni á stuðningsmannasíðunni. Það er óhætt að segja að stuðningsmenn Liverpool hafi orðið fyrir athlægi og verið skotspónn á samfélagsmiðlum þegar fréttist af því að þeir vilji enn halda sigurhátíð þrátt fyrir hörmungargengi liðsins á þessari leiktíð. Menn finnst það heldur hjákátlegt að ætla að halda sigurhátíð á sama tíma og liðið sem var að tryggja sér titilinn og eftir tímabil þegar engin ástæða er til að fagna einu eða neinu. Titilvörn Liverpool er búin þótt að það sé aðeins febrúar, liðið er bara í sjötta sætinu og úr leik í báðum bikarkeppnum. Einu möguleikinn á titli er í Meistaradeildinni en miðað við spilamennskuna að undanförnu þá eru sigurlíkurnar ekki miklar þar. Hvort stuðningsmenn Liverpool standi að sér háðsglósurnar og brandarana verður bara að koma í ljós. Það var sárt fyrir þá flesta að geta ekki haldið almennilega upp á fyrsta Englandsmeistaratitilinn í þrjátíu ár.
Enski boltinn Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira