Tryggvi og Jón Axel á toppnum á tveimur tölfræðilistum hvor Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 13:30 Tryggvi Snær Hlinason og Jón Axel Guðmundsson léku mjög vel með íslenska körfuboltalandsliðinu í forkeppninni. Hér eru þeir í leiknum á móti Lúxemborg. fiba.basketball Íslensku landsliðsstrákarnir voru áberandi á tölfræðilistum forkeppninnar sem lauk um helgina með fimmta sigri íslenska körfuboltalandsliðsins í röð. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tryggði sér sæti á næsta stigi í undankeppni HM í körfubolta með því að vinna sinn riðil og það voru sérstaklega tveir leikmenn íslenska liðsins voru að skila mjög flottum tölum í leikjunum. Miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason og bakvörðurinn Jón Axel Guðmundsson náðu báðir að vinna tvo tölfræðiþætti í í forkeppninni að undankeppni HM 2023. Jón Axel var efstur í stoðsendingum og stolnum boltum en Tryggvi Snær var efstur í vörðum skotum og skotnýtingu. Þeir voru báðir meðal fjögurra efstu í stigum og framlagi og Tryggvi var annar í fráköstum. Jón Axel gaf 23 stoðsendingar í fjórum leikjum eða 5,8 að meðaltali í leik. Næstu menn voru Ægir Þór Steinarsson og Diogo Da Costa hjá Portúgal með 5,0 stoðsendingar í leik. Jón Axel stal einnig 11 boltum í leikjunum fjórum eða 2,8 í leik. Ægir var þar einnig í öðru sæti með 2,3 stolna bolta í leik en han deildi því sæti með Uladzislau Mikulski frá Hvíta-Rússlandi. Tryggvi Snær varði 19 skot í sex leikjum eða 3,2 að meðaltali í leik. Næstur honum kom Vladimír Brodziansky frá Slóvakíu með 2,5 varin skot í leik. Tryggvi var líka með bestu skotnýtingu allra leikmanna en hann skilaði 63,9 prósent skota sinna í körfuna og var sá eini sem var með betri en 56 prósent nýtingu. Umræddur Brodziansky var í öðru sæti með 55,7 prósent skotnýtingu. Tryggvi Snær var lengi vel í baráttu um frákastatitilinn en endaði þar í öðru sæti með 11,3 fráköst í leik. Clancy Rugg hjá Lúxemborg tók flest fráköst í leik eða 12,2 í leik. Jón Axel var í sjötta sæti í fráköstunum með 7,8 í leik. Tryggvi Snær og Jón Axel voru báðir meðal fjögurra efstu í stigum og framlagi. Tryggvi Snær skoraði 18,8 stig í leik og varð þriðji stigahæstur. Jón Axel kom næstur á eftir honum með 18,3 stig að meðaltali í leik. Þeir félagar voru í sömu sætum í framlagi, Tryggvi þriðji með 26,3 framlagsstig í leik og Jón Axel fjórði með 24,5 framlagsstig í leik. Elvar Már Friðriksson varð annar í vítanýtingu með 90,5 prósent en þar var Ægir þriðji með 88,9 prósent vítanýtingu. Sigurvegarar tölfræðiþáttanna í forkeppninni að und. HM 2023: Flest stig: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 23,3 Flest fráköst: Clancy Rugg, Lúxemborg 12,2 Flestar stoðsendingar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 5,8 Flestir stolnir boltar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 2,8 Flest varin skot: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 3,2 Hæsta framlag: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 28,0 Besta skotnýting: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 63,9% Besta þriggja stiga skotnýting: Andrei Stabrouski, Hvíta-Rússlandi 65,2% Besta vítanýting: Diogo Da Costa Ventura, Portúgal 95,5% Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tryggði sér sæti á næsta stigi í undankeppni HM í körfubolta með því að vinna sinn riðil og það voru sérstaklega tveir leikmenn íslenska liðsins voru að skila mjög flottum tölum í leikjunum. Miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason og bakvörðurinn Jón Axel Guðmundsson náðu báðir að vinna tvo tölfræðiþætti í í forkeppninni að undankeppni HM 2023. Jón Axel var efstur í stoðsendingum og stolnum boltum en Tryggvi Snær var efstur í vörðum skotum og skotnýtingu. Þeir voru báðir meðal fjögurra efstu í stigum og framlagi og Tryggvi var annar í fráköstum. Jón Axel gaf 23 stoðsendingar í fjórum leikjum eða 5,8 að meðaltali í leik. Næstu menn voru Ægir Þór Steinarsson og Diogo Da Costa hjá Portúgal með 5,0 stoðsendingar í leik. Jón Axel stal einnig 11 boltum í leikjunum fjórum eða 2,8 í leik. Ægir var þar einnig í öðru sæti með 2,3 stolna bolta í leik en han deildi því sæti með Uladzislau Mikulski frá Hvíta-Rússlandi. Tryggvi Snær varði 19 skot í sex leikjum eða 3,2 að meðaltali í leik. Næstur honum kom Vladimír Brodziansky frá Slóvakíu með 2,5 varin skot í leik. Tryggvi var líka með bestu skotnýtingu allra leikmanna en hann skilaði 63,9 prósent skota sinna í körfuna og var sá eini sem var með betri en 56 prósent nýtingu. Umræddur Brodziansky var í öðru sæti með 55,7 prósent skotnýtingu. Tryggvi Snær var lengi vel í baráttu um frákastatitilinn en endaði þar í öðru sæti með 11,3 fráköst í leik. Clancy Rugg hjá Lúxemborg tók flest fráköst í leik eða 12,2 í leik. Jón Axel var í sjötta sæti í fráköstunum með 7,8 í leik. Tryggvi Snær og Jón Axel voru báðir meðal fjögurra efstu í stigum og framlagi. Tryggvi Snær skoraði 18,8 stig í leik og varð þriðji stigahæstur. Jón Axel kom næstur á eftir honum með 18,3 stig að meðaltali í leik. Þeir félagar voru í sömu sætum í framlagi, Tryggvi þriðji með 26,3 framlagsstig í leik og Jón Axel fjórði með 24,5 framlagsstig í leik. Elvar Már Friðriksson varð annar í vítanýtingu með 90,5 prósent en þar var Ægir þriðji með 88,9 prósent vítanýtingu. Sigurvegarar tölfræðiþáttanna í forkeppninni að und. HM 2023: Flest stig: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 23,3 Flest fráköst: Clancy Rugg, Lúxemborg 12,2 Flestar stoðsendingar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 5,8 Flestir stolnir boltar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 2,8 Flest varin skot: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 3,2 Hæsta framlag: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 28,0 Besta skotnýting: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 63,9% Besta þriggja stiga skotnýting: Andrei Stabrouski, Hvíta-Rússlandi 65,2% Besta vítanýting: Diogo Da Costa Ventura, Portúgal 95,5%
Sigurvegarar tölfræðiþáttanna í forkeppninni að und. HM 2023: Flest stig: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 23,3 Flest fráköst: Clancy Rugg, Lúxemborg 12,2 Flestar stoðsendingar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 5,8 Flestir stolnir boltar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 2,8 Flest varin skot: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 3,2 Hæsta framlag: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 28,0 Besta skotnýting: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 63,9% Besta þriggja stiga skotnýting: Andrei Stabrouski, Hvíta-Rússlandi 65,2% Besta vítanýting: Diogo Da Costa Ventura, Portúgal 95,5%
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Fótbolti Fleiri fréttir Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Sjá meira