„Ertu að vinna sem pítsubakari eða spilar þú fótbolta?“ Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2021 13:30 Zlatan Ibrahimovic er hátt skrifaður hjá Jens Petter Hauge. Getty/Gabriele Maltinti Norðmaðurinn uni Jens Petter Hauge nýtur þess í botn að vera með AC Milan í baráttunni um ítalska meistaratitilinn í fótbolta. Hann fer ekki leynt með aðdáun sína á sænsku ofurstjörnunni og liðsfélaga sínum, Zlatan Ibrahimovic. Hauge var keyptur til Milan frá Noregsmeisturum Bodö/Glimt eftir góða frammistöðu í Evrópuleik gegn Milan í september, þar sem hann skoraði í 3-2 tapi norska liðsins. Kaupverðið mun hafa numið 4 milljónum evra eða rúmum 620 milljónum króna. Hauge mun væntanlega koma við sögu í Mílanóslagnum á sunnudag þegar tvö efstu lið ítölsku deildarinnar mætast. Litlu munaði að Hauge færi til belgísks félags síðasta sumar en félagi hans úr norska landsliðinu, markahrókurinn Erling Braut Haaland, réði honum frá því. „Já, við tölum mikið saman… sérstaklega síðasta sumar þegar ég var næstum því farinn til belgísks félags. Haaland tók undir það að betra væri að ég hafnaði þessu boði og biði eftir betra tilboði. Eftir að ég spilaði gegn AC Milan sagði hann svo: „Stökktu á þetta, það verður gott. Það verður auðvitað erfitt að spila fyrir AC Milan og þú þarft að leggja hart að þér við tungumálið og fleira, en það verður gott.“ Ég er mjög ánægður núna með mína ákvörðun,“ sagði Hauge. Hauge er eins og áður segir mjög ánægður með að vera liðsfélagi Zlatans, sem hann segir hækka rána hjá öllum, bæði á æfingum og í leikjum. En Zlatan er líka skemmtilegur: „Ég man að ég kom einu sinni inn í búningsklefann með nýjan hatt og Zlatan sagði: „Ertu að vinna sem pítsubakari eða spilar þú fótbolta?“ Ég hef gaman af svona gríni. Hann hjálpar mér með tungumálið því við tölum nánast sama tungumál og getum því rætt saman,“ sagði Hauge. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Sjá meira
Hauge var keyptur til Milan frá Noregsmeisturum Bodö/Glimt eftir góða frammistöðu í Evrópuleik gegn Milan í september, þar sem hann skoraði í 3-2 tapi norska liðsins. Kaupverðið mun hafa numið 4 milljónum evra eða rúmum 620 milljónum króna. Hauge mun væntanlega koma við sögu í Mílanóslagnum á sunnudag þegar tvö efstu lið ítölsku deildarinnar mætast. Litlu munaði að Hauge færi til belgísks félags síðasta sumar en félagi hans úr norska landsliðinu, markahrókurinn Erling Braut Haaland, réði honum frá því. „Já, við tölum mikið saman… sérstaklega síðasta sumar þegar ég var næstum því farinn til belgísks félags. Haaland tók undir það að betra væri að ég hafnaði þessu boði og biði eftir betra tilboði. Eftir að ég spilaði gegn AC Milan sagði hann svo: „Stökktu á þetta, það verður gott. Það verður auðvitað erfitt að spila fyrir AC Milan og þú þarft að leggja hart að þér við tungumálið og fleira, en það verður gott.“ Ég er mjög ánægður núna með mína ákvörðun,“ sagði Hauge. Hauge er eins og áður segir mjög ánægður með að vera liðsfélagi Zlatans, sem hann segir hækka rána hjá öllum, bæði á æfingum og í leikjum. En Zlatan er líka skemmtilegur: „Ég man að ég kom einu sinni inn í búningsklefann með nýjan hatt og Zlatan sagði: „Ertu að vinna sem pítsubakari eða spilar þú fótbolta?“ Ég hef gaman af svona gríni. Hann hjálpar mér með tungumálið því við tölum nánast sama tungumál og getum því rætt saman,“ sagði Hauge. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Fleiri fréttir Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Sjá meira