Olíusjóði Noregs verður beitt til að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2021 14:11 Olíusjóðurinn var stofnaður árið 1996 og er að mestu fjármagnaðar með olíusölu. EPA/HAKON MOSVOLD LARSEN Forsvarsmenn norska olíusjóðsins ætla að beita sér fyrir því að fleiri konur fái sæti í stjórnum fyrirtækja og félaga sem sjóðurinn hefur fjárfest í. Sjóðurinn er einn sá stærsti í heiminum og á 9.202 fyrirtækjum um heiminn allan Sjóðurinn mun einnig takmarka fjárfestingar sínar í félögum þar sem stjórnir eru ekki skipaðar nægilega mörgum konum og er viðmiðið sett við minnst þrjátíu prósent. Í samtali við Reuters segir Nicolai Tangen, framkvæmdastjóri sjóðsins að stjórn sjóðsins orði kröfuna kurteisislega en það sé nokkuð ljóst hvað stjórninni finnist í þessum málum. Fréttaveitan segir norska olíusjóðinn eiga um eitt og hálft prósent allra hlutabréfa heimsins. Samkvæmt upplýsingum á síðu sjóðsins er hann nú rúmlega ellefu billjóna norskra króna virði (11.000.000.000.000 nok). Gróflega reiknað samsvarar það tæplega 170 billjónum íslenskra króna. Sjóðurinn var stofnaður árið 1996 og hefur hann að mestu verið byggður upp af olíuauði Noregs. Í lok október 2019 varð sjóðurinn tíu billjóna virði. Sjá einnig: 10.000.000.000.000 norskar krónur nú í norska olíusjóðnum Forsvarsmenn annarra sambærilegra sjóða hafa sömuleiðis lagt fram ráðleggingar um fjölbreyttari stjórnir félaga en fáir hafa sett föst viðmið eins og Norðmenn hafa gert. Einn af forsvarsmönnum sjóðsins, Carine Smith Ihenacho, sagði í samtali við Reuters að fjölbreytileiki í stjórnum væri betri, því með honum fengist víðtækari reynsla og fleiri sjónarhorn. Þar að auki væri skortur á fjölbreytni í stjórnum mögulega til marks um að fyrirtæki eigi í vandræðum með að laða besta fólkið til starfa. Í frétt E24.no er vitnað í minnisblað frá stjórn olíusjóðsins þar sem fram kemur að ekki hafi fundist bein tengsl á milli fjölbreytni stjórna annars vegar og afkomu hins vegar. Reynslan sýni hins vegar að fjölbreytni sé af hinu jákvæða. Olíusjóðurinn greiddi atkvæði gegn stjórnum sextán stórra félaga í Bandaríkjunum og Evrópu, vegna þess að þar sátu einungis karlmenn. Eitt þeirra félaga var, samkvæmt Reuters, Dominos Pizza í London. Síðan þá hafa tvær konur verið kjörnar í stjórn félagsins. Líklegt er að slíkum atkvæðum muni fjölga á þessu ári en sjóðurinn mun ekki standa gegn stjórnum sem ná ekki umræddum viðmiðum en hafi lagt fram áætlanir um að bæta þar úr. Smith Ihenacho segir að sjóðurinn muni í fyrstu beina sjónum sínum að fyrirtækjum og félögum í Bandaríkjunum og Evrópu. Hún nefndi engin tiltekin félög en samkvæmt Reuters koma Aston Martin í Bretlandi og Copart í Bandaríkjunum til greina. Noregur Jafnréttismál Markaðir Bensín og olía Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Sjóðurinn mun einnig takmarka fjárfestingar sínar í félögum þar sem stjórnir eru ekki skipaðar nægilega mörgum konum og er viðmiðið sett við minnst þrjátíu prósent. Í samtali við Reuters segir Nicolai Tangen, framkvæmdastjóri sjóðsins að stjórn sjóðsins orði kröfuna kurteisislega en það sé nokkuð ljóst hvað stjórninni finnist í þessum málum. Fréttaveitan segir norska olíusjóðinn eiga um eitt og hálft prósent allra hlutabréfa heimsins. Samkvæmt upplýsingum á síðu sjóðsins er hann nú rúmlega ellefu billjóna norskra króna virði (11.000.000.000.000 nok). Gróflega reiknað samsvarar það tæplega 170 billjónum íslenskra króna. Sjóðurinn var stofnaður árið 1996 og hefur hann að mestu verið byggður upp af olíuauði Noregs. Í lok október 2019 varð sjóðurinn tíu billjóna virði. Sjá einnig: 10.000.000.000.000 norskar krónur nú í norska olíusjóðnum Forsvarsmenn annarra sambærilegra sjóða hafa sömuleiðis lagt fram ráðleggingar um fjölbreyttari stjórnir félaga en fáir hafa sett föst viðmið eins og Norðmenn hafa gert. Einn af forsvarsmönnum sjóðsins, Carine Smith Ihenacho, sagði í samtali við Reuters að fjölbreytileiki í stjórnum væri betri, því með honum fengist víðtækari reynsla og fleiri sjónarhorn. Þar að auki væri skortur á fjölbreytni í stjórnum mögulega til marks um að fyrirtæki eigi í vandræðum með að laða besta fólkið til starfa. Í frétt E24.no er vitnað í minnisblað frá stjórn olíusjóðsins þar sem fram kemur að ekki hafi fundist bein tengsl á milli fjölbreytni stjórna annars vegar og afkomu hins vegar. Reynslan sýni hins vegar að fjölbreytni sé af hinu jákvæða. Olíusjóðurinn greiddi atkvæði gegn stjórnum sextán stórra félaga í Bandaríkjunum og Evrópu, vegna þess að þar sátu einungis karlmenn. Eitt þeirra félaga var, samkvæmt Reuters, Dominos Pizza í London. Síðan þá hafa tvær konur verið kjörnar í stjórn félagsins. Líklegt er að slíkum atkvæðum muni fjölga á þessu ári en sjóðurinn mun ekki standa gegn stjórnum sem ná ekki umræddum viðmiðum en hafi lagt fram áætlanir um að bæta þar úr. Smith Ihenacho segir að sjóðurinn muni í fyrstu beina sjónum sínum að fyrirtækjum og félögum í Bandaríkjunum og Evrópu. Hún nefndi engin tiltekin félög en samkvæmt Reuters koma Aston Martin í Bretlandi og Copart í Bandaríkjunum til greina.
Noregur Jafnréttismál Markaðir Bensín og olía Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent