Sjáðu svakalegan sprett Lukakus gegn Lazio Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2021 16:02 Marco Parolo réði ekkert við Romelu Lukaku þegar hann bjó til þriðja mark Inter gegn Lazio. getty/Alessandro Sabattini Romelu Lukaku var í miklu stuði þegar Inter sigraði Lazio, 3-1, á San Siro í gær. Með sigrinum komst Inter á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar. Lukaku skoraði tvö fyrstu mörk Inter og lagði það þriðja upp fyrir félaga sinn í framlínu liðsins, Lautaro Martínez. Belgíski framherjinn kom Inter yfir með marki úr vítaspyrnu á 22. mínútu. Hún var dæmd á Wesley Hoedt fyrir brot á Martínez. Lukaku skoraði annað mark sitt á lokamínútu fyrri hálfleiks með hægri fótar skoti eftir að boltinn hrökk til hans. Markið var upphaflega dæmt af en eftir nánari skoðun var það dæmt gilt. Þetta var þrjúhundruðasta mark Lukakus á ferlinum. Hinn 27 ára Lukaku hefur skorað 56 mörk fyrir Inter, 42 fyrir Manchester United, 87 fyrir Everton, sautján fyrir West Brom, 41 fyrir Anderlecht og 57 fyrir belgíska landsliðið. Inter moves to #1 in Serie A, @RomeluLukaku9 ties Cristiano for most goals in the league (16), and the King now has scored 3 0 0 goals for club and country. An unstoppable force, and he s only 27 pic.twitter.com/XihhCA3a7Z— Roc Nation Sports (@RocNationSports) February 15, 2021 Sergej Milinkovic-Savic minnkaði muninn fyrir Lazio skoti beint úr aukaspyrnu á 61. mínútu. Boltinn fór í samherja hans, Marco Parolo, og þaðan í markið. Þremur mínútum síðar fékk Lukaku boltann á sínum eigin vallarhelmingi og tók á mikinn sprett, skildi Parolo eftir og sendi boltann fyrir á Martínez sem skoraði í autt markið. Klippa: Inter 3-1 Lazio Inter er nú með eins stigs forskot á AC Milan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Liðin mætast næsta sunnudag. Milan vann fyrri leikinn. Árangur í innbyrðis viðureignum telur ef lið verða jöfn að stigum og því gæti það verið gulls ígildi að vinna Mílanó-slaginn. Lazio er í 7. sæti deildarinnar en fyrir leikinn í gær hafði liðið unnið sex deildarleiki í röð. Lukaku er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni ásamt Cristiano Ronaldo með sextán mörk. Martínez hefur skorað ellefu en þeir Lukaku mynda besta framherjaparið í deildinni. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Sjá meira
Lukaku skoraði tvö fyrstu mörk Inter og lagði það þriðja upp fyrir félaga sinn í framlínu liðsins, Lautaro Martínez. Belgíski framherjinn kom Inter yfir með marki úr vítaspyrnu á 22. mínútu. Hún var dæmd á Wesley Hoedt fyrir brot á Martínez. Lukaku skoraði annað mark sitt á lokamínútu fyrri hálfleiks með hægri fótar skoti eftir að boltinn hrökk til hans. Markið var upphaflega dæmt af en eftir nánari skoðun var það dæmt gilt. Þetta var þrjúhundruðasta mark Lukakus á ferlinum. Hinn 27 ára Lukaku hefur skorað 56 mörk fyrir Inter, 42 fyrir Manchester United, 87 fyrir Everton, sautján fyrir West Brom, 41 fyrir Anderlecht og 57 fyrir belgíska landsliðið. Inter moves to #1 in Serie A, @RomeluLukaku9 ties Cristiano for most goals in the league (16), and the King now has scored 3 0 0 goals for club and country. An unstoppable force, and he s only 27 pic.twitter.com/XihhCA3a7Z— Roc Nation Sports (@RocNationSports) February 15, 2021 Sergej Milinkovic-Savic minnkaði muninn fyrir Lazio skoti beint úr aukaspyrnu á 61. mínútu. Boltinn fór í samherja hans, Marco Parolo, og þaðan í markið. Þremur mínútum síðar fékk Lukaku boltann á sínum eigin vallarhelmingi og tók á mikinn sprett, skildi Parolo eftir og sendi boltann fyrir á Martínez sem skoraði í autt markið. Klippa: Inter 3-1 Lazio Inter er nú með eins stigs forskot á AC Milan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Liðin mætast næsta sunnudag. Milan vann fyrri leikinn. Árangur í innbyrðis viðureignum telur ef lið verða jöfn að stigum og því gæti það verið gulls ígildi að vinna Mílanó-slaginn. Lazio er í 7. sæti deildarinnar en fyrir leikinn í gær hafði liðið unnið sex deildarleiki í röð. Lukaku er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni ásamt Cristiano Ronaldo með sextán mörk. Martínez hefur skorað ellefu en þeir Lukaku mynda besta framherjaparið í deildinni. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Jafnt í stórleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Sjá meira