Segja það markmið forsetans að loka Guantanamo Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. febrúar 2021 12:03 Úr Guantanamo-fangelsinu á Kúbu. Joe Raedle/Getty Joe Biden Bandaríkforseti hefur falið ráðgjöfum sínum að ráðast í formlega endurskoðun á starfsháttum Guantanamo-herfangelsisins sem rekið er af Bandaríkjaher á Kúbu, með það að markmiði að fangelsinu verði lokað áður en Biden lætur af embætti. Lokun fangelsisins var á meðal þeirra metnaðarfullu markmiða Baracks Obama, sem var forseti á árunum 2009-2017, sem ekki náðu fram að ganga. Biden var varaforseti Obama. Reuters-fréttastofan greinir frá áformum forsetans og vísar til óformlegra viðræðna innan herbúða forsetans um að hann muni skrifa undir forsetatilskipun um endurskoðun á starfsháttum fangelsisins á næstu tveimur vikum. Þá hefur Reuters eftir Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúa forsetans, að markmið Biden-stjórnarinnar sé að loka fangelsinu. Það er þó talið ólíklegt að sú endurskoðun sem Biden hefur falið ráðgjöfum sínum muni skila slíkum árangri á næstunni, þar sem áformum um lokun Guantanamo myndi mæta álíka pólitískri og lagalegri viðspyrnu og þau gerðu í valdatíð Obama. Joe Biden sagðist í kosningabaráttu sinni vera fylgjandi því að Guantanamo-fangelsinu yrði lokað. Getty Eitt alræmdasta fangelsi heims Guantanamo-fangelsinu var komið á fót í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana þann 11. september 2001 til þess að hýsa erlenda fanga sem grunaðir eru um hryðjuverk. Mannréttindasamtök hafa verið afar gagnrýnin á fangelsið og þær aðferðir sem þar er beitt til að yfirheyra fanga. Margir sem setið hafa í fangelsinu hafa lýst hræðilegum pyndingum á hendur sér og er fangelsið í hugum margra tákmynd þess harðræðis sem bandarísk stjórnvöld beita meinta hryðuverkamenn. Í valdatíð sinni hafði Obama komið fyrirhugaðri lokun fangelsisins í ákveðið ferli. Því ferli var þó hætt árið 2017, um leið og Donald Trump tók við embætti forseta. Trump hélt fangelsinu opnu í þau fjögur ár sem hann sat á forsetastóli. Fjörutíu fangar eru nú í fangelsinu. Flestum þeirra hefur verið haldið í vel á annan áratug, án þess að hafa verið ákærðir eða dæmdir. Bandaríkin Joe Biden Kúba Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Lokun fangelsisins var á meðal þeirra metnaðarfullu markmiða Baracks Obama, sem var forseti á árunum 2009-2017, sem ekki náðu fram að ganga. Biden var varaforseti Obama. Reuters-fréttastofan greinir frá áformum forsetans og vísar til óformlegra viðræðna innan herbúða forsetans um að hann muni skrifa undir forsetatilskipun um endurskoðun á starfsháttum fangelsisins á næstu tveimur vikum. Þá hefur Reuters eftir Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúa forsetans, að markmið Biden-stjórnarinnar sé að loka fangelsinu. Það er þó talið ólíklegt að sú endurskoðun sem Biden hefur falið ráðgjöfum sínum muni skila slíkum árangri á næstunni, þar sem áformum um lokun Guantanamo myndi mæta álíka pólitískri og lagalegri viðspyrnu og þau gerðu í valdatíð Obama. Joe Biden sagðist í kosningabaráttu sinni vera fylgjandi því að Guantanamo-fangelsinu yrði lokað. Getty Eitt alræmdasta fangelsi heims Guantanamo-fangelsinu var komið á fót í kjölfar árásanna á Tvíburaturnana þann 11. september 2001 til þess að hýsa erlenda fanga sem grunaðir eru um hryðjuverk. Mannréttindasamtök hafa verið afar gagnrýnin á fangelsið og þær aðferðir sem þar er beitt til að yfirheyra fanga. Margir sem setið hafa í fangelsinu hafa lýst hræðilegum pyndingum á hendur sér og er fangelsið í hugum margra tákmynd þess harðræðis sem bandarísk stjórnvöld beita meinta hryðuverkamenn. Í valdatíð sinni hafði Obama komið fyrirhugaðri lokun fangelsisins í ákveðið ferli. Því ferli var þó hætt árið 2017, um leið og Donald Trump tók við embætti forseta. Trump hélt fangelsinu opnu í þau fjögur ár sem hann sat á forsetastóli. Fjörutíu fangar eru nú í fangelsinu. Flestum þeirra hefur verið haldið í vel á annan áratug, án þess að hafa verið ákærðir eða dæmdir.
Bandaríkin Joe Biden Kúba Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira