Margir hringdu sig inn veika eftir seinni sprautuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2021 15:55 Aðeins tók klukkustund að bólusetja 400 manna hópinn í gær. Vísir/Vilhelm Lögreglu-, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu bera sig margir hverjir illa í dag. Margir hafa tilkynnt sig veika í dag og aðrir eru lumbrulegir á vaktinni. Ástæðan er viðbrögð við seinni bólusetningusprautunni sem fyrrnefndir hópar fengu í Laugardalshöll í gær. „Það hefur verið töluvert af veikindum hjá okkur,“ segir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann hafi engar nákvæmar tölur í því sambandi en veikindin voru þó það umfangsmikil að hliðar þurfti til á vöktum í dag til að tryggja mönnun. Allir lögreglumenn í framlínu auk slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu fengu seinni sprautuna af Moderna-bóluefninu í gær. Líkaminn lætur heyra í sér. Fyrirsögn Vísis á frétt af bólusetningu hópsins í gær var á þá leið að hópurinn væri klár í framlínuna eftir seinni sprautuna. Í þónokkrum tilfellum verður það þó ekki fyrr en á morgun eða næstu daga þar sem menn hafa hrist af sér slappleika sem vitað er að fylgt getur bólusetningu. „Fólk hefur fengið beinverki, hitaeinkenni og svoleiðis,“ segir Birgir. Einn slökkviliðsmaður sem blaðamaður ræddi við og stóð vaktina sagðist hafa verið slappur í nótt og svo ryðgaður í dag. En þetta væri viðbúið. Búnir undir forföll Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, tekur undir þetta og segir lögreglu hafa verið undir það búna að forföll yrðu í dag eftir bólusetninguna. Þeir hafi heyrt að seinni bólusetningasprautan hafi farið illa í margan heilbrigðisstarfsmanninn. Þar hafi nokkrar deildir verið hálflamaðar daginn eftir seinni sprautuna. Því hafi menn búist við forföllum í dag. „Við vorum búin að reikna þetta út,“ segir Ásgeir Þór. Getan sé alveg óskert þótt nokkrir hafi tilkynnt veikindi og aðrir séu aðeins ryðgaðir. Eftir sprautuna þarf að staldra við í fimmtán mínútur til að sjá hvort nokkur ofnæmisviðbrögð geri vart við sig. Vísir/Vilhelm „Það eru nokkrir dálítið lumbrulegir í dag sem eru í vinnu.“ Margoft hefur komið fram að viðbrögð á borð við hita og beinverki séu eðlileg þegar kemur að bólusetningu. Það sé vísbending um að líkaminn sé að bregðast við bólusetningunni og í raun góðs viti. „Það er víst jákvætt að líkaminn sýni viðbrögð,“ segir Ásgeir. Fleiri en reiknað var með „Við fáum skýrar upplýsingar um að þetta sé ekki óeðlilegt,“ segir Birgir. Þó er á honum að heyra að fjöldinn sé nokkuð meiri en hann hafi reiknað með. Þetta gangi þó yfir á einum sólarhring. Frá bólusetningu hópsins í Laugardalshöll í gær.Vísir/Vilhelm Hans menn starfa sem sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn. Þeir eru í forgangshópi á þeim forsendum að þeir eru í framlínu við að flytja sjúklinga. Bólusetningin tryggi þá gagnvart því að smitast af Covid-19 og sömuleiðis að þeir smiti ekki sjúklinga. Áfram þurfi þó að fara að öllu með gát. Hreinsa bílana vel og gæta hreinlætis enda sé áfram hægt að bera smit þótt maður sé ekki smitaður. Bólusetningin breyti þó miklu. „Engin spurning. Þetta verður allt annað líf fyrir starfsemina og einstaklingana sem vinna við þetta. Þótt Ísland sé á mjög góðum stað í þessum faraldri þá veistu aldrei.“ Lögreglan Slökkvilið Sjúkraflutningar Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira
„Það hefur verið töluvert af veikindum hjá okkur,“ segir Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Hann hafi engar nákvæmar tölur í því sambandi en veikindin voru þó það umfangsmikil að hliðar þurfti til á vöktum í dag til að tryggja mönnun. Allir lögreglumenn í framlínu auk slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á höfuðborgarsvæðinu fengu seinni sprautuna af Moderna-bóluefninu í gær. Líkaminn lætur heyra í sér. Fyrirsögn Vísis á frétt af bólusetningu hópsins í gær var á þá leið að hópurinn væri klár í framlínuna eftir seinni sprautuna. Í þónokkrum tilfellum verður það þó ekki fyrr en á morgun eða næstu daga þar sem menn hafa hrist af sér slappleika sem vitað er að fylgt getur bólusetningu. „Fólk hefur fengið beinverki, hitaeinkenni og svoleiðis,“ segir Birgir. Einn slökkviliðsmaður sem blaðamaður ræddi við og stóð vaktina sagðist hafa verið slappur í nótt og svo ryðgaður í dag. En þetta væri viðbúið. Búnir undir forföll Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, tekur undir þetta og segir lögreglu hafa verið undir það búna að forföll yrðu í dag eftir bólusetninguna. Þeir hafi heyrt að seinni bólusetningasprautan hafi farið illa í margan heilbrigðisstarfsmanninn. Þar hafi nokkrar deildir verið hálflamaðar daginn eftir seinni sprautuna. Því hafi menn búist við forföllum í dag. „Við vorum búin að reikna þetta út,“ segir Ásgeir Þór. Getan sé alveg óskert þótt nokkrir hafi tilkynnt veikindi og aðrir séu aðeins ryðgaðir. Eftir sprautuna þarf að staldra við í fimmtán mínútur til að sjá hvort nokkur ofnæmisviðbrögð geri vart við sig. Vísir/Vilhelm „Það eru nokkrir dálítið lumbrulegir í dag sem eru í vinnu.“ Margoft hefur komið fram að viðbrögð á borð við hita og beinverki séu eðlileg þegar kemur að bólusetningu. Það sé vísbending um að líkaminn sé að bregðast við bólusetningunni og í raun góðs viti. „Það er víst jákvætt að líkaminn sýni viðbrögð,“ segir Ásgeir. Fleiri en reiknað var með „Við fáum skýrar upplýsingar um að þetta sé ekki óeðlilegt,“ segir Birgir. Þó er á honum að heyra að fjöldinn sé nokkuð meiri en hann hafi reiknað með. Þetta gangi þó yfir á einum sólarhring. Frá bólusetningu hópsins í Laugardalshöll í gær.Vísir/Vilhelm Hans menn starfa sem sjúkraflutninga- og slökkviliðsmenn. Þeir eru í forgangshópi á þeim forsendum að þeir eru í framlínu við að flytja sjúklinga. Bólusetningin tryggi þá gagnvart því að smitast af Covid-19 og sömuleiðis að þeir smiti ekki sjúklinga. Áfram þurfi þó að fara að öllu með gát. Hreinsa bílana vel og gæta hreinlætis enda sé áfram hægt að bera smit þótt maður sé ekki smitaður. Bólusetningin breyti þó miklu. „Engin spurning. Þetta verður allt annað líf fyrir starfsemina og einstaklingana sem vinna við þetta. Þótt Ísland sé á mjög góðum stað í þessum faraldri þá veistu aldrei.“
Lögreglan Slökkvilið Sjúkraflutningar Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Sjá meira