Samferðamaður Johns og Ali kominn í grunnbúðirnar Sylvía Hall skrifar 6. febrúar 2021 13:53 Sajid Sadpara er kominn í grunnbúðir K2 eftir að hafa snúið við. Instagram/John Snorri Sajid Sadpara, göngufélagi Johns Snorra sem sneri við á lokasprettinum, kom í grunnbúðir K2 nú eftir hádegi. Sajid sneri við úr fjórðu búðum fjallsins eftir að súrefniskútur hans hætti að virka og fékk hann aðstoð við að komast niður í grunnbúðirnar nú í morgun. Sajid lagði af stað ásamt föður sínum Ali og John Snorra á fimmtudag ásamt JP Mohr frá Chile en ekkert hefur spurst til hópsins síðan klukkan fimm á föstudagsmorgun. Þyrlur pakistanska hersins voru sendar til leitar í dag en hún bar ekki árangur. Engar nýjar fregnir hafa þó borist af John Snorra og Ali en borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur málið nú til meðferðar. Starfsfólk er í sambandi við fjölskyldu hans en umfangsmikil leit stendur nú yfir. Sjerpinn Chhang Dawa greindi frá því um eittleytið að Sajid væri kominn heill á húfi í grunnbúðirnar. Sajid Ali Sadpara safely arrived to the Basecamp. 🙏 #k2expedition #k2winter #sst— Chhang Dawa Sherpa (@ChhangDawa) February 6, 2021 Nepal Pakistan Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Yfirvöld í Pakistan fullvissað stjórnvöld um að þau geri allt sem í þeirra valdi stendur Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur nú til meðferðar mál fjallgöngumannsins Johns Snorra Sigurjónssonar sem saknað er í Pakistan og er starfsfólk borgaraþjónustunnar í sambandi við fjölskyldu hans. 6. febrúar 2021 13:45 Trúa því að þeir séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá Umfangsmikil leit stendur nú yfir að fjallgöngumanninum John Snorra og tveimur félögum hans á fjallinu K2 í Pakistan en ekkert hefur heyrst til þeirra í á annan sólarhring. Þyrlur hersins hafa verið notaðar við leitina og reyna á að nýta gervihnetti. Fjölskylduvinur segir fjölskyldu og vini trúa því John Snorri og Ali, sem er með honum á fjallinu, séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá. 6. febrúar 2021 11:35 Engar fregnir eftir nóttina og herinn sendir þyrlur til leitar Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans í rúmlan sólarhring. Síðast sást til þeirra klukkan fimm að föstudagsmorgni á íslenskum tíma, en hópurinn lagði af stað á fimmtudag áleiðis á topp K2. Pakistanski herinn mun senda þyrlur til að leita að hópnum. 6. febrúar 2021 07:29 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Sajid lagði af stað ásamt föður sínum Ali og John Snorra á fimmtudag ásamt JP Mohr frá Chile en ekkert hefur spurst til hópsins síðan klukkan fimm á föstudagsmorgun. Þyrlur pakistanska hersins voru sendar til leitar í dag en hún bar ekki árangur. Engar nýjar fregnir hafa þó borist af John Snorra og Ali en borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur málið nú til meðferðar. Starfsfólk er í sambandi við fjölskyldu hans en umfangsmikil leit stendur nú yfir. Sjerpinn Chhang Dawa greindi frá því um eittleytið að Sajid væri kominn heill á húfi í grunnbúðirnar. Sajid Ali Sadpara safely arrived to the Basecamp. 🙏 #k2expedition #k2winter #sst— Chhang Dawa Sherpa (@ChhangDawa) February 6, 2021
Nepal Pakistan Fjallamennska John Snorri á K2 Tengdar fréttir Yfirvöld í Pakistan fullvissað stjórnvöld um að þau geri allt sem í þeirra valdi stendur Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur nú til meðferðar mál fjallgöngumannsins Johns Snorra Sigurjónssonar sem saknað er í Pakistan og er starfsfólk borgaraþjónustunnar í sambandi við fjölskyldu hans. 6. febrúar 2021 13:45 Trúa því að þeir séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá Umfangsmikil leit stendur nú yfir að fjallgöngumanninum John Snorra og tveimur félögum hans á fjallinu K2 í Pakistan en ekkert hefur heyrst til þeirra í á annan sólarhring. Þyrlur hersins hafa verið notaðar við leitina og reyna á að nýta gervihnetti. Fjölskylduvinur segir fjölskyldu og vini trúa því John Snorri og Ali, sem er með honum á fjallinu, séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá. 6. febrúar 2021 11:35 Engar fregnir eftir nóttina og herinn sendir þyrlur til leitar Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans í rúmlan sólarhring. Síðast sást til þeirra klukkan fimm að föstudagsmorgni á íslenskum tíma, en hópurinn lagði af stað á fimmtudag áleiðis á topp K2. Pakistanski herinn mun senda þyrlur til að leita að hópnum. 6. febrúar 2021 07:29 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Yfirvöld í Pakistan fullvissað stjórnvöld um að þau geri allt sem í þeirra valdi stendur Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hefur nú til meðferðar mál fjallgöngumannsins Johns Snorra Sigurjónssonar sem saknað er í Pakistan og er starfsfólk borgaraþjónustunnar í sambandi við fjölskyldu hans. 6. febrúar 2021 13:45
Trúa því að þeir séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá Umfangsmikil leit stendur nú yfir að fjallgöngumanninum John Snorra og tveimur félögum hans á fjallinu K2 í Pakistan en ekkert hefur heyrst til þeirra í á annan sólarhring. Þyrlur hersins hafa verið notaðar við leitina og reyna á að nýta gervihnetti. Fjölskylduvinur segir fjölskyldu og vini trúa því John Snorri og Ali, sem er með honum á fjallinu, séu það sterkt teymi að það sé ástæða til að vera bjartsýn enn þá. 6. febrúar 2021 11:35
Engar fregnir eftir nóttina og herinn sendir þyrlur til leitar Enn hefur ekkert spurst til Johns Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans í rúmlan sólarhring. Síðast sást til þeirra klukkan fimm að föstudagsmorgni á íslenskum tíma, en hópurinn lagði af stað á fimmtudag áleiðis á topp K2. Pakistanski herinn mun senda þyrlur til að leita að hópnum. 6. febrúar 2021 07:29