Jökull hvetur fólk til að reyna eins og það geti að tala um kvíðann Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2021 10:30 Jökull Andrésson er mættur aftur til Exeter City. Getty/Jacques Feeney „Það eru of margir þarna úti sem halda að það sé eitthvað slæmt að tala um vandamálin sín,“ segir markvörðurinn ungi Jökull Andrésson, sem verið hefur atvinnumaður í Englandi frá árinu 2018. Jökull, sem er 19 ára Mosfellingur, ver þessa dagana mark Execter City í ensku D-deildinni sem lánsmaður frá Reading. Jökull tók þátt í „Tími til að tala“-deginum í Bretlandi í gær, þar sem fólk var hvatt til að taka sér tíma og ræða um andlega heilsu. Hann sagðist sjálfur hafa glímt við kvíða alla sína ævi. Nauðsynlegt væri að reyna að tala um sín vandamál og að ef einhver þyrfti á spjalli að halda væri viðkomandi velkomið að hafa samband. This is something that I take very seriously, there is too many people out there that think talking about there problems is something bad, it can help you out so massively and I recommend to anyone to give it a go.. If anyone ever needs a chat, u can always contact me https://t.co/kDPtz4HGh5— Jökull Andrésson (@JokullAndresson) February 4, 2021 „Ég hef þurft að takast á við kvíða frá því að ég var mjög ungur. Besta leiðin mín til að takast á við kvíðann hefur alltaf verið að tala um hann. Að taka á þessu með opnum huga,“ segir Jökull í myndbandi sem birt er á samfélagsmiðlum Exeter. Tali við mömmu, pabba eða jafnvel hundinn sinn „Ég hef þurft að fara í gegnum alls konar meðferðir og hef talað við fjölda fólks, til að hjálpa mér, en það hjálpaði mér svo rosalega að tala um mín vandamál og hvernig mér liði. Þegar maður byrjar að tala um hlutina þá sér maður kannski að vandamálið er ekki eins stórt og maður hélt. Þegar maður glímir við kvíða og álag þá virðist allt miklu verra en það er,“ segir Jökull. „Það hafa allir sínar aðferðir til að takast á við hlutina. Mér finnst gott að tala um þá. Ég mæli með því við fólk sem glímir við kvíða eða þunglyndi, að reyna eins og það getur að tala um hlutina. Það má tala við hvern sem er. Það gæti verið mamma þín eða pabbi eða hundurinn þinn. Það skiptir ekki máli. Þegar þér tekst að tala um hlutina og hleypa tilfinningunum út, þá hjálpar það þér rosalega. Þetta tekur tíma en þetta snýst um að taka lítil skref,“ segir Jökull. Þeim sem telja að þeir þjáist af þunglyndi eða kvíða er bent á að tala við heimilislækni sinn eða panta tíma hjá sálfræðingi. Á vef Áttavitans má finna fleiri hagnýtar upplýsingar. Enski boltinn Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Sjá meira
Jökull, sem er 19 ára Mosfellingur, ver þessa dagana mark Execter City í ensku D-deildinni sem lánsmaður frá Reading. Jökull tók þátt í „Tími til að tala“-deginum í Bretlandi í gær, þar sem fólk var hvatt til að taka sér tíma og ræða um andlega heilsu. Hann sagðist sjálfur hafa glímt við kvíða alla sína ævi. Nauðsynlegt væri að reyna að tala um sín vandamál og að ef einhver þyrfti á spjalli að halda væri viðkomandi velkomið að hafa samband. This is something that I take very seriously, there is too many people out there that think talking about there problems is something bad, it can help you out so massively and I recommend to anyone to give it a go.. If anyone ever needs a chat, u can always contact me https://t.co/kDPtz4HGh5— Jökull Andrésson (@JokullAndresson) February 4, 2021 „Ég hef þurft að takast á við kvíða frá því að ég var mjög ungur. Besta leiðin mín til að takast á við kvíðann hefur alltaf verið að tala um hann. Að taka á þessu með opnum huga,“ segir Jökull í myndbandi sem birt er á samfélagsmiðlum Exeter. Tali við mömmu, pabba eða jafnvel hundinn sinn „Ég hef þurft að fara í gegnum alls konar meðferðir og hef talað við fjölda fólks, til að hjálpa mér, en það hjálpaði mér svo rosalega að tala um mín vandamál og hvernig mér liði. Þegar maður byrjar að tala um hlutina þá sér maður kannski að vandamálið er ekki eins stórt og maður hélt. Þegar maður glímir við kvíða og álag þá virðist allt miklu verra en það er,“ segir Jökull. „Það hafa allir sínar aðferðir til að takast á við hlutina. Mér finnst gott að tala um þá. Ég mæli með því við fólk sem glímir við kvíða eða þunglyndi, að reyna eins og það getur að tala um hlutina. Það má tala við hvern sem er. Það gæti verið mamma þín eða pabbi eða hundurinn þinn. Það skiptir ekki máli. Þegar þér tekst að tala um hlutina og hleypa tilfinningunum út, þá hjálpar það þér rosalega. Þetta tekur tíma en þetta snýst um að taka lítil skref,“ segir Jökull. Þeim sem telja að þeir þjáist af þunglyndi eða kvíða er bent á að tala við heimilislækni sinn eða panta tíma hjá sálfræðingi. Á vef Áttavitans má finna fleiri hagnýtar upplýsingar.
Enski boltinn Mest lesið Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Sjá meira