Krefst milljarða í bætur frá Fox og lögmönnum Trump Sylvía Hall skrifar 4. febrúar 2021 23:28 Rudy Giuliani, fyrrum lögmaður Trump, hélt því fram að víðtækt kosningasvindl hefði átt sér stað í forsetakosningunum í nóvember. Drew Angerer/Getty Tæknifyrirtækið Smartmatic hefur höfðað meiðyrðamál gegn Rudy Giuliani og Sidney Powell, fyrrum lögmönnum Trump sem og Fox News og þremur þáttastjórnendum þar. Fyrirtækið segir ummæli þeirra um meint kosningasvindl af hálfu fyrirtækisins í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember vera hreinar og beinar lygar. Smartmatic sér um hugbúnað sem er notaður við atkvæðagreiðslu í kosningum, en hann var einungis notaður við kosningar í Los Angeles-sýslu. Þrátt fyrir takmarkað hlutverk fyrirtækisins í kosningunum hafi Fox News engu að síður flutt þrettán fréttir þar sem fullyrt var, eða gefið í skyn, að Smartmatic hafi í samráði við ríkisstjórn Venesúela stolið kosningunum. AP greinir frá. Bótakrafa fyrirtækisins hljóðar upp á 2,7 milljarða Bandaríkjadala og er með stærstu meiðyrðamálum í sögunni. Fyrr í vikunni hafði tæknifyrirtækið Dominion, sem einnig tekur þátt í framkvæmd kosninga og sá um kosningabúnað í 24 ríkjum, höfðað mál gegn Giuliani og Powell og krafist 1,3 milljarða Bandaríkjadala í bætur. Giuliani og Powell fóru mikinn í kjölfar kosninganna og fullyrtu að víðtækt kosningasvindl hefði átt sér stað. Héldu þeir þeim fullyrðingum til streitu, þrátt fyrir að þáverandi dómsmálaráðherrann William Barr hafði fullyrt að ekkert benti til þess að svindlað hefði verið í kosningunum. „Saga þeirra var lygi, en það var saga sem var seld,“ segir í stefnu fyrirtækisins. Þáttastjórnendurnir Dobbs, Maria Bartiromo og Jeanine Pirro eru einnig krafðir um bætur, en í stefnunni segir að þau hafi öll notið góðs af þeirri atburðarás sem fór af stað í kringum sögusagnir um kosningasvindl. Fox News hafi með framgöngu sinni tekið þátt í „vel skipulögðum dansi“ í því skyni að halda í íhaldssama áhorfendur, sem í auknum mæli fóru að leita í nýjar fréttaveitur á hægri vængnum. Í yfirlýsingu frá Fox News er ásökununum hafnað. Fréttastofan standi með fréttaflutningi sínum og sé stolt af umfjöllun sinni um kosningarnar á síðasta ári. Telur Fox News málshöfðunina byggja á engu þar sem þau hafi aðeins flutt fréttir af kosningunum og gera samhengi hlutanna góð skil. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54 „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. 1. febrúar 2021 10:54 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Sjá meira
Smartmatic sér um hugbúnað sem er notaður við atkvæðagreiðslu í kosningum, en hann var einungis notaður við kosningar í Los Angeles-sýslu. Þrátt fyrir takmarkað hlutverk fyrirtækisins í kosningunum hafi Fox News engu að síður flutt þrettán fréttir þar sem fullyrt var, eða gefið í skyn, að Smartmatic hafi í samráði við ríkisstjórn Venesúela stolið kosningunum. AP greinir frá. Bótakrafa fyrirtækisins hljóðar upp á 2,7 milljarða Bandaríkjadala og er með stærstu meiðyrðamálum í sögunni. Fyrr í vikunni hafði tæknifyrirtækið Dominion, sem einnig tekur þátt í framkvæmd kosninga og sá um kosningabúnað í 24 ríkjum, höfðað mál gegn Giuliani og Powell og krafist 1,3 milljarða Bandaríkjadala í bætur. Giuliani og Powell fóru mikinn í kjölfar kosninganna og fullyrtu að víðtækt kosningasvindl hefði átt sér stað. Héldu þeir þeim fullyrðingum til streitu, þrátt fyrir að þáverandi dómsmálaráðherrann William Barr hafði fullyrt að ekkert benti til þess að svindlað hefði verið í kosningunum. „Saga þeirra var lygi, en það var saga sem var seld,“ segir í stefnu fyrirtækisins. Þáttastjórnendurnir Dobbs, Maria Bartiromo og Jeanine Pirro eru einnig krafðir um bætur, en í stefnunni segir að þau hafi öll notið góðs af þeirri atburðarás sem fór af stað í kringum sögusagnir um kosningasvindl. Fox News hafi með framgöngu sinni tekið þátt í „vel skipulögðum dansi“ í því skyni að halda í íhaldssama áhorfendur, sem í auknum mæli fóru að leita í nýjar fréttaveitur á hægri vængnum. Í yfirlýsingu frá Fox News er ásökununum hafnað. Fréttastofan standi með fréttaflutningi sínum og sé stolt af umfjöllun sinni um kosningarnar á síðasta ári. Telur Fox News málshöfðunina byggja á engu þar sem þau hafi aðeins flutt fréttir af kosningunum og gera samhengi hlutanna góð skil.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54 „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. 1. febrúar 2021 10:54 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Fleiri fréttir James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Sjá meira
Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54
„Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20
Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. 1. febrúar 2021 10:54