Arftaki Davíðs Atla mættur í Víkina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. febrúar 2021 18:00 Karl Friðleifur Gunnarsson er mættur í Víkina. Víkingur Knattspyrnufélagið Víkingur tilkynnti í dag að liðið hefði samið við tvo leikmenn um að leika með liðinu í Pepsi Max deildinni á næstu leiktíð. Karl Friðleifur Gunnarsson kemur á láni og þá er Kwame Quee á leiðina í Víkina á nýjan leik. Víkingur tilkynnti komu Karl Friðleifs fyrr í dag. Kemur þessi 19 ára gamli leikmaður á láni frá Breiðabliki en hann eyddi síðasta tímabili á láni hjá Gróttu. Þar lék hann alls 16 leiki og skoraði sex mörk er Grótta lék í fyrsta sinn í efstu deild karla í knattspyrnu. Er hann annar leikmaðurinn sem Víkingur fær frá fallliði Gróttu en Axel Freyr Harðarson samdi nýverið við Víking. Knattspyrnudeild Víkings hefur fengið til liðs við sig Karl Friðleif Gunnarsson, en hann kemur til liðsins á láni frá Breiðabliki. Karl er 19 ára gamall og á að baki 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Við bjóðum Karl Friðleif velkominn í Víkina! pic.twitter.com/akS5an3jEp— Víkingur (@vikingurfc) February 4, 2021 Davíð Örn Atlason gekk í raðir Breiðabliks á dögunum og reikna má með að Karl Friðleifur eigi að fylla skarð hans í hægri bakverði. Þá getur Karl einnig leikið í stöðu kantmanns. Alls hefur Karl leikið 18 leiki í efstu deild hér á landi og fær nú tækifæri til að bæta við þann fjölda. Þá hefur hann leikið alls 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þá staðfesti Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í samtali við íþróttadvef mbl.is að Kwame Quee væri á leiðina í Víkina á nýjan leik. Hann lék með liðinu á láni á síðustu leiktíð sem og sumarið 2019. Kwame – sem kemur frá Síerra Leóne – hefur alls leikið 44 leiki í efstu deild á íslandi sem og 21 í B-deild með Víking Ólafsvík ásamt átta leikum í bikarkeppni. Kwame Quee er mun leika með Víkingum í sumar, að þessu sinni verður hann ekki á láni frá Blikum.Vísir/Vilhelm Í viðtalinu við mbl.is segir Arnar að Víkingar stefni á að finn hreinræktaðan framherja eða „svokallaða níu.“ Þá sagði hann að markaðurinn væri erfiður og hann væri sáttur með hópinn ef það myndi ekki ganga að fá framherja til liðsins. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Breiðablik kaupir Davíð frá Víkingi Knattspyrnumaðurinn Davíð Örn Atlason hefur skrifað undir samning við Breiðablik sem kaupir hann frá Víkingi Reykjavík. 21. janúar 2021 15:43 Axel Freyr til liðs við Víkinga Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur hefur samið við Axel Frey Harðarson um að leika með liðinu næstu tvö árin, en hann kemur til félagsins frá Gróttu. 28. nóvember 2020 12:23 Pablo Punyed semur við Víking Víkingar hafa samið við markahæsta leikmann KR-inga á nýloknu tímabili. 11. nóvember 2020 12:50 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Víkingur tilkynnti komu Karl Friðleifs fyrr í dag. Kemur þessi 19 ára gamli leikmaður á láni frá Breiðabliki en hann eyddi síðasta tímabili á láni hjá Gróttu. Þar lék hann alls 16 leiki og skoraði sex mörk er Grótta lék í fyrsta sinn í efstu deild karla í knattspyrnu. Er hann annar leikmaðurinn sem Víkingur fær frá fallliði Gróttu en Axel Freyr Harðarson samdi nýverið við Víking. Knattspyrnudeild Víkings hefur fengið til liðs við sig Karl Friðleif Gunnarsson, en hann kemur til liðsins á láni frá Breiðabliki. Karl er 19 ára gamall og á að baki 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Við bjóðum Karl Friðleif velkominn í Víkina! pic.twitter.com/akS5an3jEp— Víkingur (@vikingurfc) February 4, 2021 Davíð Örn Atlason gekk í raðir Breiðabliks á dögunum og reikna má með að Karl Friðleifur eigi að fylla skarð hans í hægri bakverði. Þá getur Karl einnig leikið í stöðu kantmanns. Alls hefur Karl leikið 18 leiki í efstu deild hér á landi og fær nú tækifæri til að bæta við þann fjölda. Þá hefur hann leikið alls 27 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Þá staðfesti Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í samtali við íþróttadvef mbl.is að Kwame Quee væri á leiðina í Víkina á nýjan leik. Hann lék með liðinu á láni á síðustu leiktíð sem og sumarið 2019. Kwame – sem kemur frá Síerra Leóne – hefur alls leikið 44 leiki í efstu deild á íslandi sem og 21 í B-deild með Víking Ólafsvík ásamt átta leikum í bikarkeppni. Kwame Quee er mun leika með Víkingum í sumar, að þessu sinni verður hann ekki á láni frá Blikum.Vísir/Vilhelm Í viðtalinu við mbl.is segir Arnar að Víkingar stefni á að finn hreinræktaðan framherja eða „svokallaða níu.“ Þá sagði hann að markaðurinn væri erfiður og hann væri sáttur með hópinn ef það myndi ekki ganga að fá framherja til liðsins.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Breiðablik kaupir Davíð frá Víkingi Knattspyrnumaðurinn Davíð Örn Atlason hefur skrifað undir samning við Breiðablik sem kaupir hann frá Víkingi Reykjavík. 21. janúar 2021 15:43 Axel Freyr til liðs við Víkinga Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur hefur samið við Axel Frey Harðarson um að leika með liðinu næstu tvö árin, en hann kemur til félagsins frá Gróttu. 28. nóvember 2020 12:23 Pablo Punyed semur við Víking Víkingar hafa samið við markahæsta leikmann KR-inga á nýloknu tímabili. 11. nóvember 2020 12:50 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Breiðablik kaupir Davíð frá Víkingi Knattspyrnumaðurinn Davíð Örn Atlason hefur skrifað undir samning við Breiðablik sem kaupir hann frá Víkingi Reykjavík. 21. janúar 2021 15:43
Axel Freyr til liðs við Víkinga Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur hefur samið við Axel Frey Harðarson um að leika með liðinu næstu tvö árin, en hann kemur til félagsins frá Gróttu. 28. nóvember 2020 12:23
Pablo Punyed semur við Víking Víkingar hafa samið við markahæsta leikmann KR-inga á nýloknu tímabili. 11. nóvember 2020 12:50