Komin „yfir toppinn“ en eiga langt í land Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 23:03 Chris Whitty, landlæknir Englands, og Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. Toby Melville - WPA Pool/Getty Bretland er nú „komið yfir toppinn“ á þeirri bylgju kórónuveirunnar sem ríður yfir ríkið, samkvæmt landlækni Englands. Breska ríkisútvarpið hefur eftir landlækninum, Chris Whitty, að tölur yfir spítalainnlagnir, fólk sem greinist daglega með veiruna og dauðsföll væru á niðurleið. Það þýddi þó ekki að tölurnar gætu ekki farið hækkandi aftur. Á fréttamannafundi í dag sagði Whitty að þrátt fyrir að tölurnar hefðu lækkað tilfinnanlega þá væru þær enn hærri en þegar mest lét í fyrstu bylgju faraldursins í apríl 2020. „Þetta er því enn stórt vandamál. En þetta er vandamál sem er á réttri leið,“ sagði Whitty. Hann bætti því við að ef tölur yfir smitaða færu aftur hækkandi þá kæmist breska heilbrigðiskerfið „aftur í vandræði á ógnarhraða“ en mikið hefur mætt á kerfinu þegar faraldurinn hefur látið finna hvað mest fyrir sér í Bretlandi. Í dag, miðvikudag, létust 1.322 manns sem greinst höfðu með Covid-19 á síðustu 28 dögum í Bretlandi. Alls hafa tæplega 110 þúsund manns látist á innan við 28 dögum eftir Covid-19 greiningu. Þá greindust 19.202 með kórónuveiruna í Bretlandi í dag. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, talaði einnig á fundinum og lofsamaði það „tröllvaxna átak“ að hafa þegar bólusett tíu prósent bresku þjóðarinnar við Covid-19, þar af 90 prósent þeirra sem eru 75 ára eða eldri. „Þó að í dag séu á lofti teikn vonar, þar sem Covid-sjúklingum á spítölum fer fækkandi frá upphafi þessarar bylgju, er tíðni smita enn skelfilega há,“ sagði Johnson og bætti við að um 32 þúsund manns lægju nú inni á spítala með Covid-19. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir landlækninum, Chris Whitty, að tölur yfir spítalainnlagnir, fólk sem greinist daglega með veiruna og dauðsföll væru á niðurleið. Það þýddi þó ekki að tölurnar gætu ekki farið hækkandi aftur. Á fréttamannafundi í dag sagði Whitty að þrátt fyrir að tölurnar hefðu lækkað tilfinnanlega þá væru þær enn hærri en þegar mest lét í fyrstu bylgju faraldursins í apríl 2020. „Þetta er því enn stórt vandamál. En þetta er vandamál sem er á réttri leið,“ sagði Whitty. Hann bætti því við að ef tölur yfir smitaða færu aftur hækkandi þá kæmist breska heilbrigðiskerfið „aftur í vandræði á ógnarhraða“ en mikið hefur mætt á kerfinu þegar faraldurinn hefur látið finna hvað mest fyrir sér í Bretlandi. Í dag, miðvikudag, létust 1.322 manns sem greinst höfðu með Covid-19 á síðustu 28 dögum í Bretlandi. Alls hafa tæplega 110 þúsund manns látist á innan við 28 dögum eftir Covid-19 greiningu. Þá greindust 19.202 með kórónuveiruna í Bretlandi í dag. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, talaði einnig á fundinum og lofsamaði það „tröllvaxna átak“ að hafa þegar bólusett tíu prósent bresku þjóðarinnar við Covid-19, þar af 90 prósent þeirra sem eru 75 ára eða eldri. „Þó að í dag séu á lofti teikn vonar, þar sem Covid-sjúklingum á spítölum fer fækkandi frá upphafi þessarar bylgju, er tíðni smita enn skelfilega há,“ sagði Johnson og bætti við að um 32 þúsund manns lægju nú inni á spítala með Covid-19.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Sjá meira