Draghi verði beðinn um að mynda nýja stjórn Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2021 09:35 Hinn 73 ára Mario Draghi gegndi embætti seðlabankastjóra Evrópu í átta ár, frá 2011 til 2019. Getty/Sean Gallup Forseti Ítalíu mun í dag funda með fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu, Mario Draghi, þar sem búist er við að hann fari þess á leit við Draghi að hann myndi nýja ríkisstjórn í landinu. BBC segir frá þessu en greint var frá því í gær að leiðtogum flokkanna á ítalska þinginu hafi mistekist að ná saman um nýja meirihlutastjórn í kjölfar afsagnar Guiseppe Conte forsætisráðherra í síðustu viku. Sergio Mattarella forseti hefur lýst því yfir að þörf sé á „þungavigtarstjórn“ í landinu. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið landið grátt og glímir það við mikla efnahagslega erfiðleika. Talsmaður Mattarella hefur staðfest að fundur forsetans og Draghi muni fara fram í hádeginu. Kveðst forsetinn vona að ný ríkisstjórn muni njóta stuðnings meirihluta þingsins. Annars þyrfti að flýta kosningum sem myndu leiða til aukinnar óvissu í landinu. Fimm stjörnu hreyfingin hefur lýst því yfir að flokkurinn muni ekki styðja ríkisstjórn undir forystu Draghi. Hinn 73 ára Draghi gegndi embætti seðlabankastjóra Evrópu í átta ár, frá 2011 til 2019. Forsætisráðherrann Conte sagði af sér eftir að Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, dró flokk sinn, Italia Viva, úr samsteypustjórn Contes. Áður hafði Conte í fimmtán mánuði leitt samsteypustjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og hægriöfgaflokksins Bandalagsins. Sú stjórn sprakk þegar Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, dró flokkinn út úr stjórninni í tilraun til að tryggja nýjar kosningar. Það tókst hins vegar ekki eftir að Fimm stjörnu hreyfingin, Lýðræðisflokkurinn og fleiri flokkar ákváðu að snúa bökum saman og mynda nýja stjórn – aftur undir stjórn Contes. Ítalía Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ítalíu búinn að segja af sér Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hefur sagt af sér embætti og er óljóst hvort að honum muni takast að setja saman nýja ríkisstjórn. Conte gekk á fund forsetans Sergio Mattarella í dag og tilkynnti um afsögn sína. 26. janúar 2021 12:45 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Tólf ára barn á meðal sextán látinna Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
BBC segir frá þessu en greint var frá því í gær að leiðtogum flokkanna á ítalska þinginu hafi mistekist að ná saman um nýja meirihlutastjórn í kjölfar afsagnar Guiseppe Conte forsætisráðherra í síðustu viku. Sergio Mattarella forseti hefur lýst því yfir að þörf sé á „þungavigtarstjórn“ í landinu. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið landið grátt og glímir það við mikla efnahagslega erfiðleika. Talsmaður Mattarella hefur staðfest að fundur forsetans og Draghi muni fara fram í hádeginu. Kveðst forsetinn vona að ný ríkisstjórn muni njóta stuðnings meirihluta þingsins. Annars þyrfti að flýta kosningum sem myndu leiða til aukinnar óvissu í landinu. Fimm stjörnu hreyfingin hefur lýst því yfir að flokkurinn muni ekki styðja ríkisstjórn undir forystu Draghi. Hinn 73 ára Draghi gegndi embætti seðlabankastjóra Evrópu í átta ár, frá 2011 til 2019. Forsætisráðherrann Conte sagði af sér eftir að Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, dró flokk sinn, Italia Viva, úr samsteypustjórn Contes. Áður hafði Conte í fimmtán mánuði leitt samsteypustjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og hægriöfgaflokksins Bandalagsins. Sú stjórn sprakk þegar Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, dró flokkinn út úr stjórninni í tilraun til að tryggja nýjar kosningar. Það tókst hins vegar ekki eftir að Fimm stjörnu hreyfingin, Lýðræðisflokkurinn og fleiri flokkar ákváðu að snúa bökum saman og mynda nýja stjórn – aftur undir stjórn Contes.
Ítalía Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ítalíu búinn að segja af sér Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hefur sagt af sér embætti og er óljóst hvort að honum muni takast að setja saman nýja ríkisstjórn. Conte gekk á fund forsetans Sergio Mattarella í dag og tilkynnti um afsögn sína. 26. janúar 2021 12:45 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Tólf ára barn á meðal sextán látinna Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Forsætisráðherra Ítalíu búinn að segja af sér Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hefur sagt af sér embætti og er óljóst hvort að honum muni takast að setja saman nýja ríkisstjórn. Conte gekk á fund forsetans Sergio Mattarella í dag og tilkynnti um afsögn sína. 26. janúar 2021 12:45