Leikarinn Dustin Diamond látinn 44 ára að aldri Eiður Þór Árnason skrifar 2. febrúar 2021 12:49 Dustin Diamond starfaði einnig sem leikstjóri, uppistandari og tónlistarmaður. Getty/Noel Vasquez Bandaríski leikarinn Dustin Diamond er látinn, 44 ára að aldri. Diamond er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í gamanþáttunum Saved by the Bell sem voru sýndir á tíunda áratug síðustu aldar. Banamein hans var krabbamein en hann greindist með lungnakrabba á fjórða stigi í janúar eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús. Diamond hafði nýverið undirgengist lyfjameðferð en að sögn Roger Paul, umboðsmanns hans, hrakaði heilsu hans hratt í síðustu viku. Breska ríkisútvarpið hefur eftir umboðsmanninum að aðstandendur Diamond séu þakklátir fyrir að hann hafi ekki þurft að þola frekari sársauka og þjáningar vegna veikinda sinna. Meðleikarar hans hafa minnst Diamond á samfélagsmiðlum. Tiffani Thiessen, sem lék Kelly Kapowski, segir að fregnirnar hafi hryggt hana mjög. „Dustin, þín verður saknað. Það má aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut hversu brothætt þetta líf getur verið.“ Mark-Paul Gosselaar, sem fór með hlutverk Zack Morris í gamanþáttunum, segir í tísti að Diamond hafi búið yfir mikilli snilligáfu og að hann muni sakna „þessara hráu, tindrandi neista sem aðeins hann gat leitt fram.“ Tori Spelling, sem lék með Diamond í nokkrum þáttum, minnist fyrstu sjónvarpsástarinnar með fögrum orðum. View this post on Instagram A post shared by Tori Spelling (@torispelling) Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira
Banamein hans var krabbamein en hann greindist með lungnakrabba á fjórða stigi í janúar eftir að hafa verið lagður inn á sjúkrahús. Diamond hafði nýverið undirgengist lyfjameðferð en að sögn Roger Paul, umboðsmanns hans, hrakaði heilsu hans hratt í síðustu viku. Breska ríkisútvarpið hefur eftir umboðsmanninum að aðstandendur Diamond séu þakklátir fyrir að hann hafi ekki þurft að þola frekari sársauka og þjáningar vegna veikinda sinna. Meðleikarar hans hafa minnst Diamond á samfélagsmiðlum. Tiffani Thiessen, sem lék Kelly Kapowski, segir að fregnirnar hafi hryggt hana mjög. „Dustin, þín verður saknað. Það má aldrei taka því sem sjálfsögðum hlut hversu brothætt þetta líf getur verið.“ Mark-Paul Gosselaar, sem fór með hlutverk Zack Morris í gamanþáttunum, segir í tísti að Diamond hafi búið yfir mikilli snilligáfu og að hann muni sakna „þessara hráu, tindrandi neista sem aðeins hann gat leitt fram.“ Tori Spelling, sem lék með Diamond í nokkrum þáttum, minnist fyrstu sjónvarpsástarinnar með fögrum orðum. View this post on Instagram A post shared by Tori Spelling (@torispelling)
Andlát Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Fleiri fréttir Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Sjá meira