Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2021 10:50 Síðasta hjólastellinu ýtt frá skrokknum. Egill Aðalsteinsson Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. Hún hét Surtsey, hefði orðið þrítug í vor og var þriðja 757 þotan sem Icelandair keypti nýja beint frá Boeing. En það er komið að leiðarlokum. Í gömlu flugskýli Varnarliðsins á Keflavíkurflugvell er verið að búta hana niður, en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er gert hérlendis. Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Það er ánægjulegt í þessu ástandi sem er í dag að fá tækifæri sem þetta til þess að geta haldið fólki í vinnu. Það eru alveg tíu til ellefu flugvirkjar sem hafa haft vinnu við þetta í einn og hálfan mánuð,“ segir Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Í dag luku flugvirkjar félagsins við að ná síðasta hjólastellinu undan. Að sögn Harðar snýst verkefnið að stórum hluta um að bjarga verðmætum. „Það eru hátt í tvöþúsund íhlutir sem við erum að taka úr þessari vél,“ segir Hörður. Þeir nýtist áfram með mismunandi hætti. Sumir komi alveg heilir, séu þá vottaðir og fari inn á varahlutalager. Aðrir fari beint í viðhald á viðkomandi verkstæði. Hjólastellin úr þessari tilteknu vél nýtast þó ekki áfram þar sem líftíma þeirra er lokið. Hreyflarnir eru verðmætastir þess sem fer í endurnotkun og eru þegar komnir inn í viðhaldsstöð Icelandair. Þá segir Hörður mikil verðmæti felast í mörgum tölvukössum sem nýlega hafi verið settir í flugvélina. Lokaferlið er framundan, að setja flugvélaskrokkinn í málmpressuna. „Ál er verðmætur málmur og við ætlum að sýna samfélagslega ábyrgð og koma því rétta leið í endurvinnslu,“ segir tæknistjórinn. Þotan Surtsey í gamla Varnarliðsskýlinu á Keflavíkurflugvelli.Egill Aðalsteinsson Þó sleppur framhlutinn með flugstjórnarklefanum. „Við erum búnir að lofa honum á flugsafnið á Akureyri þar sem þetta þykir áhugaverð og skemmtileg flugvél til að geyma. Restin fer í endurvinnslu.“ Sem helsti burðarklár Icelandair undanfarna þrjá áratugi hafa Boeing 757 þoturnar þegar skapað sér stóran sess í flugsögu Íslands. Þetta er sú flugvélartegund sem án nokkurs vafa hefur flutt flesta Íslendinga og raunar fleiri ferðamenn til og frá landinu en nokkurt annað farartæki. Flugvélin Surtsey, TF-FIJ, rann út úr Boeing-verksmiðjunum í maí árið 1991. Icelandair leigði hana fyrstu tvö árin til Britannia Airways en þar hét hún David Livingstone. Frá árinu 1993 var hún í þjónustu Icelandair og náði alls um 114 þúsund flugstundum á lofti. Sérfróðir menn telja að hún gæti hafa átt metið yfir flognar stundir á þessari flugvélartegund. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Icelandair Boeing Umhverfismál Keflavíkurflugvöllur Surtsey Tengdar fréttir Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Þoturnar voru 36 í fyrra, núna duga 2-3 til að flytja farþegana Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. 9. október 2020 22:00 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Hún hét Surtsey, hefði orðið þrítug í vor og var þriðja 757 þotan sem Icelandair keypti nýja beint frá Boeing. En það er komið að leiðarlokum. Í gömlu flugskýli Varnarliðsins á Keflavíkurflugvell er verið að búta hana niður, en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er gert hérlendis. Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Það er ánægjulegt í þessu ástandi sem er í dag að fá tækifæri sem þetta til þess að geta haldið fólki í vinnu. Það eru alveg tíu til ellefu flugvirkjar sem hafa haft vinnu við þetta í einn og hálfan mánuð,“ segir Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Í dag luku flugvirkjar félagsins við að ná síðasta hjólastellinu undan. Að sögn Harðar snýst verkefnið að stórum hluta um að bjarga verðmætum. „Það eru hátt í tvöþúsund íhlutir sem við erum að taka úr þessari vél,“ segir Hörður. Þeir nýtist áfram með mismunandi hætti. Sumir komi alveg heilir, séu þá vottaðir og fari inn á varahlutalager. Aðrir fari beint í viðhald á viðkomandi verkstæði. Hjólastellin úr þessari tilteknu vél nýtast þó ekki áfram þar sem líftíma þeirra er lokið. Hreyflarnir eru verðmætastir þess sem fer í endurnotkun og eru þegar komnir inn í viðhaldsstöð Icelandair. Þá segir Hörður mikil verðmæti felast í mörgum tölvukössum sem nýlega hafi verið settir í flugvélina. Lokaferlið er framundan, að setja flugvélaskrokkinn í málmpressuna. „Ál er verðmætur málmur og við ætlum að sýna samfélagslega ábyrgð og koma því rétta leið í endurvinnslu,“ segir tæknistjórinn. Þotan Surtsey í gamla Varnarliðsskýlinu á Keflavíkurflugvelli.Egill Aðalsteinsson Þó sleppur framhlutinn með flugstjórnarklefanum. „Við erum búnir að lofa honum á flugsafnið á Akureyri þar sem þetta þykir áhugaverð og skemmtileg flugvél til að geyma. Restin fer í endurvinnslu.“ Sem helsti burðarklár Icelandair undanfarna þrjá áratugi hafa Boeing 757 þoturnar þegar skapað sér stóran sess í flugsögu Íslands. Þetta er sú flugvélartegund sem án nokkurs vafa hefur flutt flesta Íslendinga og raunar fleiri ferðamenn til og frá landinu en nokkurt annað farartæki. Flugvélin Surtsey, TF-FIJ, rann út úr Boeing-verksmiðjunum í maí árið 1991. Icelandair leigði hana fyrstu tvö árin til Britannia Airways en þar hét hún David Livingstone. Frá árinu 1993 var hún í þjónustu Icelandair og náði alls um 114 þúsund flugstundum á lofti. Sérfróðir menn telja að hún gæti hafa átt metið yfir flognar stundir á þessari flugvélartegund. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Icelandair Boeing Umhverfismál Keflavíkurflugvöllur Surtsey Tengdar fréttir Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Þoturnar voru 36 í fyrra, núna duga 2-3 til að flytja farþegana Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. 9. október 2020 22:00 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08
Þoturnar voru 36 í fyrra, núna duga 2-3 til að flytja farþegana Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. 9. október 2020 22:00
Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36