Harriet Tubman verði andlit tuttugu dollara seðilsins sem fyrst Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. janúar 2021 23:09 Ríkisstjórn Joe Bidens hyggst reyna að flýta ferlinu við að koma Harriet Tubman á tuttugu dollara seðilinn. EPA/ERIK S. LESSER Ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta hyggst leita leiða til að flýta ferlinu við að prenta peningaseðla með mynd af Harriet Tubman. Stjórn Donalds Trump, forvera hans í embætti, lét ákvörðun Baracks Obama þess efnis niður falla. Harriet Tubman var pólitískur aðgerðasinni og frelsishetja sem barðist fyrir afnámi þrælahalds í Bandaríkjunum. Sjálfri tókst henni að flýja undan ánauð þrælahalds og í framhaldinu tók hún þátt í þrettán björgunaraðgerðum þar sem tókst að frelsa sjötíu þræla í Maryland-ríki. Tubman lést árið 1913. Jen Psaki, talskona Hvíta hússins, greindi frá þessu í kvöld en ákvörðun var tekin um það árið 2016, í stjórnartíð Jacov Lew í embætti fjármálaráðherra í Obama-stjórninni, að mynd af Tugman skyldi prentuð á tuttugu dollara seðla í stað Andrew Jackson sem nú prýðir seðilinn. Donald Trump lagðist aftur á móti gegn ákvörðuninni og kom í veg fyrir að þau áform yrðu að veruleika. Harriet Tubman var fædd 1820 og lést 1913.Universal History Archive/Universal Images Group/Getty Images Það var Steven Mnuchin, fjármálaráðherra í Trump-stjórninni, sem stoppaði það af en hann hélt því fram að mikilvægara væri að auka við öryggisþætti seðlanna. Seðlar með nýju andliti gætu því ekki orðið að veruleika fyrr en 2028 og að það yrði þá verkefni fjármálaráðherra þess tíma að ákveða hver hvort skipta ætti út Jackson að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Fjármálaráðuneytið, þar sem Janet L. Yellen gegnir nú embætti fjármálaráðherra, hyggst þó hraða þessu ferli. „Fjármálaráðuneytið er að stíga skref til að reyna aftur að setja Harriet Tubman framan á 20 dollara seðlana,“ sagði Psaki. „Það er mikilvægt að peningarnir okkar endurspegli söguna og fjölbreytileika landsins okkar.“ Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu liggur þó ekki fyrir hvenær hönnun nýs seðils verði hugsanlega tilbúin. Samkvæmt fyrri ákvörðun Lew frá árinu 2016 stóð til að hönnun nýs tuttugu dollara seðils yrði tilbúin árið 2020 og hún yrði kynnt á aldarafmæli 19. greinar stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem tryggði konum kosningarétt. Bandaríkin Joe Biden Mannréttindi Jafnréttismál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira
Harriet Tubman var pólitískur aðgerðasinni og frelsishetja sem barðist fyrir afnámi þrælahalds í Bandaríkjunum. Sjálfri tókst henni að flýja undan ánauð þrælahalds og í framhaldinu tók hún þátt í þrettán björgunaraðgerðum þar sem tókst að frelsa sjötíu þræla í Maryland-ríki. Tubman lést árið 1913. Jen Psaki, talskona Hvíta hússins, greindi frá þessu í kvöld en ákvörðun var tekin um það árið 2016, í stjórnartíð Jacov Lew í embætti fjármálaráðherra í Obama-stjórninni, að mynd af Tugman skyldi prentuð á tuttugu dollara seðla í stað Andrew Jackson sem nú prýðir seðilinn. Donald Trump lagðist aftur á móti gegn ákvörðuninni og kom í veg fyrir að þau áform yrðu að veruleika. Harriet Tubman var fædd 1820 og lést 1913.Universal History Archive/Universal Images Group/Getty Images Það var Steven Mnuchin, fjármálaráðherra í Trump-stjórninni, sem stoppaði það af en hann hélt því fram að mikilvægara væri að auka við öryggisþætti seðlanna. Seðlar með nýju andliti gætu því ekki orðið að veruleika fyrr en 2028 og að það yrði þá verkefni fjármálaráðherra þess tíma að ákveða hver hvort skipta ætti út Jackson að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Fjármálaráðuneytið, þar sem Janet L. Yellen gegnir nú embætti fjármálaráðherra, hyggst þó hraða þessu ferli. „Fjármálaráðuneytið er að stíga skref til að reyna aftur að setja Harriet Tubman framan á 20 dollara seðlana,“ sagði Psaki. „Það er mikilvægt að peningarnir okkar endurspegli söguna og fjölbreytileika landsins okkar.“ Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu liggur þó ekki fyrir hvenær hönnun nýs seðils verði hugsanlega tilbúin. Samkvæmt fyrri ákvörðun Lew frá árinu 2016 stóð til að hönnun nýs tuttugu dollara seðils yrði tilbúin árið 2020 og hún yrði kynnt á aldarafmæli 19. greinar stjórnarskrár Bandaríkjanna, sem tryggði konum kosningarétt.
Bandaríkin Joe Biden Mannréttindi Jafnréttismál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Sjá meira