Bandaríkin á ný til liðs við WHO og Parísarsamninginn Heimsljós 22. janúar 2021 10:23 WHO Ákvörðun fyrrverandi Bandaríkjaforseta um að segja skilið við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina hefur verið snúið við. Úrsögn Bandaríkjanna úr Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) og yfirlýsing um að virða ekki Parísarsamninginn um loftslagsbreytingar hafa verið afturkallaðar. Tilskipanir þessa efnis voru undirritaðar örfáum klukkustundum eftir að Joseph Biden sór embættiseið sem forseti Bandaríkjanna. António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna barst formleg tilkynning í fyrradag þess efnis að Bandaríkin hefðu á ný gengið til liðs við Parísarsamninginn, að því er fram kemur í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). Bandaríkin undirrituðu samninginn 2015. Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti sagði sig frá samningnum. Að sögn Stéphane Dujarric talsmanns Guterres aðalframkvæmdastjóra tekur Parísarsamningurinn gildi í Bandaríkjunum 19. febrúar næstkomandi. Ákvörðun fyrrverandi Bandaríkjaforseta um að segja skilið við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina hafði hins vegar ekki tekið gildi. Biden lét verða eitt sitt fyrsta verk að skipa svo fyrir að æðsti maður smitsjúkdómamála í Bandaríkjunum, Dr. Anthony Fauci, skyldi taka þátt í fundi framkvæmdastjórnar WHO sem fram fór í gær. António Guterres fagnar þessum yfirlýsingum. Hann minnir á að á nýliðnum leiðtogafundi hafi ríki sem stóðu fyrir helmingi losunar koltvísýrings í andrúmsloftið heitið því að stefna að kolefnisjafnvægi fyrir miðja öldina. „Yfirlýsing Bidens forseta um skuldbindingu Bandaríkjanna hækkar þetta hlutfall í tvo þriðju. En það er enn mikið verk óunnið,” segir Guterres. „Við hlökkum til þess að Bandaríkin taki forystu um að hraða aðgerðum ríkja heims til að ná kolefnisjafnvægi. Til þess þarf nýjar landsáætlanir í samræmi við Parísarsamninginn. Þeim ber að fela í sér metnaðarfull markmið fyrir árið 2030. Ekki má heldur gleyma fjármögnun loftslagsaðgerða í aðdraganda COP26 fundarins í Glasgow síðar á árinu,“ segir í yfirlýsingu aðalframkvæmdastjórans. Hann fagnar jafnframt ákvörðun Bidens um WHO. „Nú er tími einingar og að alþjóða samfélagið taki höndum saman um að stöðva veiruna. Takast þarf á við hrikalegar afleiðingar hennar,“ sagði Guterres. Í frétt UNRIC segir að sérstaka skipit máli að Bandaríkin taki þátt í COVAX samstarfinu um útvegun bóluefnis. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent
Úrsögn Bandaríkjanna úr Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) og yfirlýsing um að virða ekki Parísarsamninginn um loftslagsbreytingar hafa verið afturkallaðar. Tilskipanir þessa efnis voru undirritaðar örfáum klukkustundum eftir að Joseph Biden sór embættiseið sem forseti Bandaríkjanna. António Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna barst formleg tilkynning í fyrradag þess efnis að Bandaríkin hefðu á ný gengið til liðs við Parísarsamninginn, að því er fram kemur í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC). Bandaríkin undirrituðu samninginn 2015. Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti sagði sig frá samningnum. Að sögn Stéphane Dujarric talsmanns Guterres aðalframkvæmdastjóra tekur Parísarsamningurinn gildi í Bandaríkjunum 19. febrúar næstkomandi. Ákvörðun fyrrverandi Bandaríkjaforseta um að segja skilið við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina hafði hins vegar ekki tekið gildi. Biden lét verða eitt sitt fyrsta verk að skipa svo fyrir að æðsti maður smitsjúkdómamála í Bandaríkjunum, Dr. Anthony Fauci, skyldi taka þátt í fundi framkvæmdastjórnar WHO sem fram fór í gær. António Guterres fagnar þessum yfirlýsingum. Hann minnir á að á nýliðnum leiðtogafundi hafi ríki sem stóðu fyrir helmingi losunar koltvísýrings í andrúmsloftið heitið því að stefna að kolefnisjafnvægi fyrir miðja öldina. „Yfirlýsing Bidens forseta um skuldbindingu Bandaríkjanna hækkar þetta hlutfall í tvo þriðju. En það er enn mikið verk óunnið,” segir Guterres. „Við hlökkum til þess að Bandaríkin taki forystu um að hraða aðgerðum ríkja heims til að ná kolefnisjafnvægi. Til þess þarf nýjar landsáætlanir í samræmi við Parísarsamninginn. Þeim ber að fela í sér metnaðarfull markmið fyrir árið 2030. Ekki má heldur gleyma fjármögnun loftslagsaðgerða í aðdraganda COP26 fundarins í Glasgow síðar á árinu,“ segir í yfirlýsingu aðalframkvæmdastjórans. Hann fagnar jafnframt ákvörðun Bidens um WHO. „Nú er tími einingar og að alþjóða samfélagið taki höndum saman um að stöðva veiruna. Takast þarf á við hrikalegar afleiðingar hennar,“ sagði Guterres. Í frétt UNRIC segir að sérstaka skipit máli að Bandaríkin taki þátt í COVAX samstarfinu um útvegun bóluefnis. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Loftslagsmál Bandaríkin Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent