Liverpool hefur ekki skorað deildarmark síðan Thiago kom aftur úr meiðslum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 09:21 Thiago Alcantara hefur fengið hrós fyrir frammistöðu sína í leikjum hans með Liverpool en hún er samt ekki að skila Liverpool liðinu mörkum. Getty/Andrew Powell Liverpool liðið hefur ekki skorað í meira en sjö klukkutíma í ensku úrvalsdeildinni og lærisveinar Jürgen Klopp eru enn markalausir á árinu 2021. Þegar eitt heitasta knattspyrnulið Englands snöggkólnar svona þá vakna auðvitað upp margar spurningar. Það er einkum eitt nafn sem er á milli tannanna á fólki. Heimsklassamiðjumaðurinn sem Liverpool fékk á útsöluverði í haust. Var Thiago Alcantara rétti maðurinn fyrir Liverpool liðið? Vissulega góður leikmaður en hentar hann leikstíl Jürgen Klopp? Tölurnar eru ekki alveg með spænska miðjumanninum á þessari leiktíð. Thiago Alcantara meiddist í fyrsta byrjunarliðsleik sínum í ensku úrvalsdeildinni sem var á móti Everton 17. október. Hann missti af næstu tíu deildarleikjum liðsins vegna þeirra hnémeiðsla. Liverpool had scored in every Premier League game this season until Thiago returned from injury. They haven't scored since. pic.twitter.com/GBrLaR2nLR— FootballFunnys (@FootballFunnnys) January 21, 2021 Thiago snéri aftur í leik á móti Newcastle 30. desember síðastliðinn. Hann spilaði sautján síðustu mínúturnar í markalausu jafntefli. Thiago Alcantara hefur síðan verið í byrjunarliðinu í þremur síðustu deildarleikjum Liverpool og uppskeran er eitt stig af níu mögulegum. Liverpool hafði skorað í öllum leikjum sínum á tímabilinu þegar Thiago Alcantara sneri aftur úr meiðslum en hefur ekki skorða eitt einasta mark síðan. Liverpool hefur alls spilað fjóra heila leiki í röð án þess að skora í ensku úrvalsdeildinni og það eru núna liðnar 438 leikmínútur síðan Sadio Mane skoraði á tólftu mínútu á móti West Bromwich Albion. 72 skottilraunir leikmanna Liverpool hafa ekki skilað einu einasta marki. Liverpool have now gone 438 minutes (7.3 hours) without scoring a Premier League goal.Their expected goals across their last four games (72 shots) alone is 5.63. pic.twitter.com/TgiEFMT6HS— Squawka Football (@Squawka) January 21, 2021 Nú er svo komið að það þarf að fara alla leið til ársins 2000 til að finna lengri tíma hjá Liverpool án marks í ensku úrvalsdeildinni. Í maí 2000 þá endaði Liverpool liðið tímabilið á því að skora ekki í síðustu fimm leikjum tímabilsins, gerði þá markalaus jafntefli við Everton og Southampton og tapaði fyrir Chelsea (0-2), Leicester (0-2) og Bradford City (0-1). Á þeim tíma var Jürgen Klopp enn að spila en hann lék þessa leiktíð 30 deildarleiki með Mainz 05 í þýsku b-deildinni og skoraði í þeim fjögur mörk. 4 - Liverpool have gone four league games without scoring for the first time since May 2000. Indeed, the Reds have had a total of 87 shots since Sadio Mané's 12th minute strike against West Brom. Inexplicable. pic.twitter.com/2kejqFiQRC— OptaJoe (@OptaJoe) January 21, 2021 Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira
Þegar eitt heitasta knattspyrnulið Englands snöggkólnar svona þá vakna auðvitað upp margar spurningar. Það er einkum eitt nafn sem er á milli tannanna á fólki. Heimsklassamiðjumaðurinn sem Liverpool fékk á útsöluverði í haust. Var Thiago Alcantara rétti maðurinn fyrir Liverpool liðið? Vissulega góður leikmaður en hentar hann leikstíl Jürgen Klopp? Tölurnar eru ekki alveg með spænska miðjumanninum á þessari leiktíð. Thiago Alcantara meiddist í fyrsta byrjunarliðsleik sínum í ensku úrvalsdeildinni sem var á móti Everton 17. október. Hann missti af næstu tíu deildarleikjum liðsins vegna þeirra hnémeiðsla. Liverpool had scored in every Premier League game this season until Thiago returned from injury. They haven't scored since. pic.twitter.com/GBrLaR2nLR— FootballFunnys (@FootballFunnnys) January 21, 2021 Thiago snéri aftur í leik á móti Newcastle 30. desember síðastliðinn. Hann spilaði sautján síðustu mínúturnar í markalausu jafntefli. Thiago Alcantara hefur síðan verið í byrjunarliðinu í þremur síðustu deildarleikjum Liverpool og uppskeran er eitt stig af níu mögulegum. Liverpool hafði skorað í öllum leikjum sínum á tímabilinu þegar Thiago Alcantara sneri aftur úr meiðslum en hefur ekki skorða eitt einasta mark síðan. Liverpool hefur alls spilað fjóra heila leiki í röð án þess að skora í ensku úrvalsdeildinni og það eru núna liðnar 438 leikmínútur síðan Sadio Mane skoraði á tólftu mínútu á móti West Bromwich Albion. 72 skottilraunir leikmanna Liverpool hafa ekki skilað einu einasta marki. Liverpool have now gone 438 minutes (7.3 hours) without scoring a Premier League goal.Their expected goals across their last four games (72 shots) alone is 5.63. pic.twitter.com/TgiEFMT6HS— Squawka Football (@Squawka) January 21, 2021 Nú er svo komið að það þarf að fara alla leið til ársins 2000 til að finna lengri tíma hjá Liverpool án marks í ensku úrvalsdeildinni. Í maí 2000 þá endaði Liverpool liðið tímabilið á því að skora ekki í síðustu fimm leikjum tímabilsins, gerði þá markalaus jafntefli við Everton og Southampton og tapaði fyrir Chelsea (0-2), Leicester (0-2) og Bradford City (0-1). Á þeim tíma var Jürgen Klopp enn að spila en hann lék þessa leiktíð 30 deildarleiki með Mainz 05 í þýsku b-deildinni og skoraði í þeim fjögur mörk. 4 - Liverpool have gone four league games without scoring for the first time since May 2000. Indeed, the Reds have had a total of 87 shots since Sadio Mané's 12th minute strike against West Brom. Inexplicable. pic.twitter.com/2kejqFiQRC— OptaJoe (@OptaJoe) January 21, 2021
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira