Klopp: Eins og lítið blóm sem augljóslega einhver hefur trampað á Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 08:00 Jürgen Klopp situr úrræðalaus á bekknum eftir þegar ekkert gekk í sóknarleik Liverpool fjórða leikinn í röð AP/Peter Powell Jürgen Klopp sagði að það væri bjánalegt að honum að tala um einhverja titilbaráttu eftir að hans menn töpuðu á heimavelli á móti Burnley í gær og hafa þar með aðeins fengið samtals þrjú stig af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum. Síðasti deildarsigur Liverpool liðsins var 7-0 burst á móti Crystal Palace 19. desember síðastliðinn. Síðan er liðinn meira en mánuður og liðið er nú dottið niður í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Það er erfitt að sætta sig við þessi úrslit og ekki auðvelt að útskýra þau heldur. Þetta eru ekki strákar sem hugsa eftir 7-0 sigur ‚við gerðum þetta bara svona' því þeir lögðu mikið á sig í kvöld en þetta heppnaðist ekki hjá okkur,“ sagði Jürgen Klopp við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. „Ef eitthvað er ekki að ganga þá þarftu bara að reyna meira, oftar og lengur. Það var samt ekki auðvelt fyrir okkur að tapa leiknum svona,“ sagði Klopp. Englandsmeistararnir eru núna sex stigum á eftir toppliði Manchester United. Liverpool manager Juergen Klopp said his team's shock 1-0 defeat at home to Burnley on Thursday was a "massive punch in the face" and took responsibility for the champions' dramatic slump in form. https://t.co/cgBeOMy7zA— Reuters Sports (@ReutersSports) January 22, 2021 „Ef ég sæti hér, eftir tap á móti Burnley og þá staðreynd að við erum ekki búnir að skora í fjórum leikjum í röð, hversu bjánalegt væri það þá að fara að tala um titilbaráttu,“ sagði Klopp. Liverpool liðið hafði ekki tapað í 1370 daga á Anfield og þetta var fyrsta tap liðsins á heimavelli í 69 leikjum. Síðasta deildarmark liðsins skoraði Sadio Mane á móti West Brom 27. desember síðastliðinn. Síðan þá eru liðnar 438 mínútur og Liverpool menn hafa reynt 87 skot að marki mótherjanna. Klopp byrjaði með framherjana Mohamed Salah og Roberto Firmino bekknum en þeir komu inn á völlinn eftir 57 mínútur. „Þetta er mér að kenna og þannig er það bara. Við verðum að taka betri ákvarðanir og verðum að gera það rétta í stöðunni oftar,“ sagði Klopp en núna er þetta auðvitað orðið spurning um sjálfstraustið. "It's my fault." Jurgen Klopp's post-match reaction to losing to Burnley #LIVBUR pic.twitter.com/25fw3jl84u— Football Daily (@footballdaily) January 21, 2021 „Þessir strákar geta þetta alveg þó að þeir hafi ekki skorað í nokkurn tíma. Það er ekki eins og þeir séu fullir af sjálfstrausti, það sjá það allir. Fólk segir þá: Hvernig geta þeir ekki verið með fullt sjálfstraust eftir að hafa unnið titilinn á síðasta ári?,“ sagði Klopp. „Sjálfstraust er eins og lítið blóm og augljóslega hefur einhver trampað á því. Á þessari stundu þá þurfum við að finna nýtt blóm og við munum gera það. Í kvöld var þetta ekki nóg,“ sagði Klopp. „Ákvörðunartaka á síðasta þriðjungnum er ekki eins og hún á að vera. Allir munu nú tala um þetta sem gerir vandamálið stærra en ekki minna,“ sagði Jürgen Klopp. Enski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Síðasti deildarsigur Liverpool liðsins var 7-0 burst á móti Crystal Palace 19. desember síðastliðinn. Síðan er liðinn meira en mánuður og liðið er nú dottið niður í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar. „Það er erfitt að sætta sig við þessi úrslit og ekki auðvelt að útskýra þau heldur. Þetta eru ekki strákar sem hugsa eftir 7-0 sigur ‚við gerðum þetta bara svona' því þeir lögðu mikið á sig í kvöld en þetta heppnaðist ekki hjá okkur,“ sagði Jürgen Klopp við breska ríkisútvarpið eftir leikinn. „Ef eitthvað er ekki að ganga þá þarftu bara að reyna meira, oftar og lengur. Það var samt ekki auðvelt fyrir okkur að tapa leiknum svona,“ sagði Klopp. Englandsmeistararnir eru núna sex stigum á eftir toppliði Manchester United. Liverpool manager Juergen Klopp said his team's shock 1-0 defeat at home to Burnley on Thursday was a "massive punch in the face" and took responsibility for the champions' dramatic slump in form. https://t.co/cgBeOMy7zA— Reuters Sports (@ReutersSports) January 22, 2021 „Ef ég sæti hér, eftir tap á móti Burnley og þá staðreynd að við erum ekki búnir að skora í fjórum leikjum í röð, hversu bjánalegt væri það þá að fara að tala um titilbaráttu,“ sagði Klopp. Liverpool liðið hafði ekki tapað í 1370 daga á Anfield og þetta var fyrsta tap liðsins á heimavelli í 69 leikjum. Síðasta deildarmark liðsins skoraði Sadio Mane á móti West Brom 27. desember síðastliðinn. Síðan þá eru liðnar 438 mínútur og Liverpool menn hafa reynt 87 skot að marki mótherjanna. Klopp byrjaði með framherjana Mohamed Salah og Roberto Firmino bekknum en þeir komu inn á völlinn eftir 57 mínútur. „Þetta er mér að kenna og þannig er það bara. Við verðum að taka betri ákvarðanir og verðum að gera það rétta í stöðunni oftar,“ sagði Klopp en núna er þetta auðvitað orðið spurning um sjálfstraustið. "It's my fault." Jurgen Klopp's post-match reaction to losing to Burnley #LIVBUR pic.twitter.com/25fw3jl84u— Football Daily (@footballdaily) January 21, 2021 „Þessir strákar geta þetta alveg þó að þeir hafi ekki skorað í nokkurn tíma. Það er ekki eins og þeir séu fullir af sjálfstrausti, það sjá það allir. Fólk segir þá: Hvernig geta þeir ekki verið með fullt sjálfstraust eftir að hafa unnið titilinn á síðasta ári?,“ sagði Klopp. „Sjálfstraust er eins og lítið blóm og augljóslega hefur einhver trampað á því. Á þessari stundu þá þurfum við að finna nýtt blóm og við munum gera það. Í kvöld var þetta ekki nóg,“ sagði Klopp. „Ákvörðunartaka á síðasta þriðjungnum er ekki eins og hún á að vera. Allir munu nú tala um þetta sem gerir vandamálið stærra en ekki minna,“ sagði Jürgen Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti