Ávaxtakarfan er eins og vítamínsprauta fyrir vinnustaði Ávaxtabíllinn 25. janúar 2021 08:51 Ávaxtakarfa gerir mikið fyrir andrúmsloftið á vinnustaðnum þegar starfsfólk snýr aftur til vinnu eftir fjöldatakmarkanir undanfarinna vikna. Starfsfólk fyrirtækja mætir nú aftur inn á vinnustaði eftir að fjöldatakmarkanir voru rýmkaðar. Eigandi Ávaxtabílsins hvetur vinnuveitendur til að gera vel við starfsfólk. „Það er um að gera að hressa starfsfólkið við með vítamíni í kroppinn nú þegar rýmkast hefur um fjöldatakmarkanir og fólk fer að tínast aftur inn á vinnustaðina. Það býr líka til góða stemmningu þegar það bíður glaðningur á borðum í formi ávaxtakörfu þegar fólk mætir til starfa,“ segir Haukur Magnússon, eigandi Ávaxtabílsins en Ávaxtabíllinn þjónustar fyrirtæki um ávexti á kaffistofuna. Haukur Magnússon eigandi Ávaxtabílsins hvetur vinnustaði til þess að gera vel við starfsfólk og panta ávaxtakörfu á kaffistofuna. Hann segir ávaxtakörfuna sannarlega vítamínsprautu inn í andrúmsloftið á vinnustað og að sænski rithöfundurinn Marie Hermanson hafi hitt naglann á höfuðið í bókinni Kallinn undir stiganum. „Ávaxtakarfan er birtingarmynd þess að betri tímar eru fram undan. Þetta fékk ég „vísindalega staðfest“ í skáldsögunni Kallinn undir stiganum. Í sögunni kemur fram að þegar ávaxtakarfan sást á borðinu á bæjarskrifstofunni var það merki um betri tímar væru í nánd. Ef karfan hvarf var það merki um að harðnað hefði í ári. Það er bara eins og ég hafi skrifað þetta sjálfur! Við köllum þetta „göldrótt áhrif Ávaxtakörfunnar“,“ segir Haukur. Hægt er að panta ávexti fyrir vinnustaðinn á heimasíðu Ávaxtabílsins og fá sent beint á staðinn. Einnig er hægt að vera í áskrift að reglulegum sendingum. Lítið mál er að breyta pöntun inni á heimasíðunni, auka við skammtinn eða breyta innihaldinu. Haukur segir algengast að fyrirtæki skrái sig í áskrift fyrir fastri pöntun einu sinni til tvisvar í viku og því fylgi mikil þægindi að þurfa ekki að fara út i búð eftir hressingu. „Viðskiptavinir raða saman innihaldinu eins og þeir vilja og við getum sett saman smáa skammta, til dæmis eitt stykki af hverju eða hálft kíló og svo famvegis. Við keyrum út og afhendum á staðinn. Fyrir þá sem koma nýir inn þurfum við bara fjölda starfsmanna og setjum saman fyrsta skammt eftir ákveðnu kerfi. Sá skammtur inniheldur 8-10 tegundir. Eftir viku eða tvær er komin reynsla á hvaða tegundir eru vinsælli en aðrar hjá starfsmönnum og þá er hægt að aðlaga pöntunina í samræmi við óskir,“ segir Haukur. Matur Vinnustaðamenning Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Sjá meira
„Það er um að gera að hressa starfsfólkið við með vítamíni í kroppinn nú þegar rýmkast hefur um fjöldatakmarkanir og fólk fer að tínast aftur inn á vinnustaðina. Það býr líka til góða stemmningu þegar það bíður glaðningur á borðum í formi ávaxtakörfu þegar fólk mætir til starfa,“ segir Haukur Magnússon, eigandi Ávaxtabílsins en Ávaxtabíllinn þjónustar fyrirtæki um ávexti á kaffistofuna. Haukur Magnússon eigandi Ávaxtabílsins hvetur vinnustaði til þess að gera vel við starfsfólk og panta ávaxtakörfu á kaffistofuna. Hann segir ávaxtakörfuna sannarlega vítamínsprautu inn í andrúmsloftið á vinnustað og að sænski rithöfundurinn Marie Hermanson hafi hitt naglann á höfuðið í bókinni Kallinn undir stiganum. „Ávaxtakarfan er birtingarmynd þess að betri tímar eru fram undan. Þetta fékk ég „vísindalega staðfest“ í skáldsögunni Kallinn undir stiganum. Í sögunni kemur fram að þegar ávaxtakarfan sást á borðinu á bæjarskrifstofunni var það merki um betri tímar væru í nánd. Ef karfan hvarf var það merki um að harðnað hefði í ári. Það er bara eins og ég hafi skrifað þetta sjálfur! Við köllum þetta „göldrótt áhrif Ávaxtakörfunnar“,“ segir Haukur. Hægt er að panta ávexti fyrir vinnustaðinn á heimasíðu Ávaxtabílsins og fá sent beint á staðinn. Einnig er hægt að vera í áskrift að reglulegum sendingum. Lítið mál er að breyta pöntun inni á heimasíðunni, auka við skammtinn eða breyta innihaldinu. Haukur segir algengast að fyrirtæki skrái sig í áskrift fyrir fastri pöntun einu sinni til tvisvar í viku og því fylgi mikil þægindi að þurfa ekki að fara út i búð eftir hressingu. „Viðskiptavinir raða saman innihaldinu eins og þeir vilja og við getum sett saman smáa skammta, til dæmis eitt stykki af hverju eða hálft kíló og svo famvegis. Við keyrum út og afhendum á staðinn. Fyrir þá sem koma nýir inn þurfum við bara fjölda starfsmanna og setjum saman fyrsta skammt eftir ákveðnu kerfi. Sá skammtur inniheldur 8-10 tegundir. Eftir viku eða tvær er komin reynsla á hvaða tegundir eru vinsælli en aðrar hjá starfsmönnum og þá er hægt að aðlaga pöntunina í samræmi við óskir,“ segir Haukur.
Matur Vinnustaðamenning Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Greiðsluáskorun „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Sjá meira