Nei, Boris blundar ekki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. janúar 2021 15:48 Ekki er gert ráð fyrir lúr í dagskrá Boris Johnson samkvæmt talsmanni. getty/John phillips Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands blundar ekki á vinnutíma. Þetta sagði fjölmiðlafulltrúi Johnson á daglegum blaðamannafundi í dag. Spurningunni var varpað fram í kjölfar fréttar sem bitist í The Times, þar sem haft var eftir heimildarmanni innan Downing-strætis að ráðherrann tæki sér stundum eins og hálftíma til að kúra og hlaða rafhlöðurnar fyrir restina af deginum. „Forsætisráðherrann leggur sig ekki,“ sagði Allegra Stratton hins vegar á blaðamannafundinum. „Þessar fréttir eru ósannar.“ Johnson ku ekki hafa tíma til að taka kríu yfir daginn.epa/Facundo Arrizabalaga Spurð að því hvort það væri rétt að dagbók ráðherra gerði ráð fyrir „stund milli stríða“ svaraði hún nei og ítrekaði að Johnson blundaði ekki. „Dagskráin hans er stútfull frá morgni til kvölds.“ Samkvæmt Sky News er það þó ekki óþekkt að íbúar Downing-strætis 10 taki sér lúr yfir daginn. Margaret Thatcher, sem var þekkt fyrir að sofa aðeins fjóra tíma á nóttu, hallaði til dæmis aftur augunum á meðan henni var ekið um. Þá er Churchill sagður hafa lagt sig í að minnsta kosti klukkustund seinnipart dags. „Náttúran gerði ekki ráð fyrir því að mannskepnan ynni frá átta á morgnana til miðnættis án endurnæringar blessaðs algleymis sem, jafnvel þótt það vari aðeins í tuttugu mínútur, nægir til að endurnýja alla nauðsynlega krafta,“ skrifaði hann. Bretland Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Spurningunni var varpað fram í kjölfar fréttar sem bitist í The Times, þar sem haft var eftir heimildarmanni innan Downing-strætis að ráðherrann tæki sér stundum eins og hálftíma til að kúra og hlaða rafhlöðurnar fyrir restina af deginum. „Forsætisráðherrann leggur sig ekki,“ sagði Allegra Stratton hins vegar á blaðamannafundinum. „Þessar fréttir eru ósannar.“ Johnson ku ekki hafa tíma til að taka kríu yfir daginn.epa/Facundo Arrizabalaga Spurð að því hvort það væri rétt að dagbók ráðherra gerði ráð fyrir „stund milli stríða“ svaraði hún nei og ítrekaði að Johnson blundaði ekki. „Dagskráin hans er stútfull frá morgni til kvölds.“ Samkvæmt Sky News er það þó ekki óþekkt að íbúar Downing-strætis 10 taki sér lúr yfir daginn. Margaret Thatcher, sem var þekkt fyrir að sofa aðeins fjóra tíma á nóttu, hallaði til dæmis aftur augunum á meðan henni var ekið um. Þá er Churchill sagður hafa lagt sig í að minnsta kosti klukkustund seinnipart dags. „Náttúran gerði ekki ráð fyrir því að mannskepnan ynni frá átta á morgnana til miðnættis án endurnæringar blessaðs algleymis sem, jafnvel þótt það vari aðeins í tuttugu mínútur, nægir til að endurnýja alla nauðsynlega krafta,“ skrifaði hann.
Bretland Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira