Markavandræði Liverpool á einni mynd: Versti markaþurrkurinn í fimmtán ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2021 13:31 Jürgen Klopp þarf að finna leiðir til að kveikja aftur á þeim Sadio Mane og Mohamed Salah. Getty/Peter Powell Það þarf að fara alla leið aftur til marsmánaðar árið 2005 til að finna verra gengi Liverpool liðsins fyrir framan mark mótherjanna. Liverpool gerði markalaust jafntefli á heimavelli á móti Manchester United í gær og hefur ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni síðan snemma leiks í 1-1 jafntefli á móti West Bromwich Albion fjórum dögum fyrir áramót. Nú eru liðnar 348 mínútur síðan að Sadio Mané skoraði á tólftu mínútu á móti WBA á Anfield. Newcastle 0-0 LiverpoolSouthampton 1-0 LiverpoolLiverpool 0-0 Manchester UnitedIt's been 348 minutes since Liverpool last scored in the Premier League pic.twitter.com/hwKbuJDWd4— B/R Football (@brfootball) January 17, 2021 Það eru næstum því liðin sextán ár síðan að Liverpool skoraði síðast ekki í þremur leikjum í röð. Síðan að Liverpool skoraði sjö mörk úr fjórtán skotum í stórsigri á Crystal Palace í síðasta leik sínum fyrir jól hafa sóknarmenn Englandsmeistarann skotið hálfgerðum púðurskotum. Myndin hér fyrir neðan segir meira en mörg orð en þar má sjá skot Liverpool liðsins og markalíkur þeirra skottilrauna í undanförnum fjórum leikjum liðsins. 1.6% - Since scoring with seven of their 14 shots against Crystal Palace (50%), Liverpool have scored just one goal from 62 shots in their last four Premier League games, a conversion rate of 1.6%. Problems. #LIVMNU pic.twitter.com/zStsoHF4zn— OptaJoe (@OptaJoe) January 17, 2021 Liverpool hefur aðeins skorað 1 mark úr 62 skotum í undanförnum fjórum leikjum sem þýðir að 1,6 prósent skota Liverpool manna hafa endaði með marki. Síðasta tímabil þar sem Liverpool skoraði ekki í þremur leikjum í röð þá var 2004-05 tímabilið þar sem leikmenn liðsins mistókst að skora í leikjum á móti Birmingham City, Newcastle United og Blackburn Rovers. Þá var það fyrirliðinn Steven Gerrard sem endaði biðin þegar hann kom liðinu í 1-0 á móti Everton. Liverpool hafði þá ekki skorað í 310 mínútur eða síðan að Milos Baros skoraði á móti Fulham einum mánuði og fimmtán dögum fyrr. It's also the first time Liverpool have failed to score in three consecutive Premier League games since February-March 2005. https://t.co/Gg6NWtYDda— Squawka Football (@Squawka) January 17, 2021 Liverpool endaði í fimmta sæti í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabil en þetta tímabilið endaði þó frábæralega eða með endurkomusigri á AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Istanbul. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Liverpool gerði markalaust jafntefli á heimavelli á móti Manchester United í gær og hefur ekki skorað í ensku úrvalsdeildinni síðan snemma leiks í 1-1 jafntefli á móti West Bromwich Albion fjórum dögum fyrir áramót. Nú eru liðnar 348 mínútur síðan að Sadio Mané skoraði á tólftu mínútu á móti WBA á Anfield. Newcastle 0-0 LiverpoolSouthampton 1-0 LiverpoolLiverpool 0-0 Manchester UnitedIt's been 348 minutes since Liverpool last scored in the Premier League pic.twitter.com/hwKbuJDWd4— B/R Football (@brfootball) January 17, 2021 Það eru næstum því liðin sextán ár síðan að Liverpool skoraði síðast ekki í þremur leikjum í röð. Síðan að Liverpool skoraði sjö mörk úr fjórtán skotum í stórsigri á Crystal Palace í síðasta leik sínum fyrir jól hafa sóknarmenn Englandsmeistarann skotið hálfgerðum púðurskotum. Myndin hér fyrir neðan segir meira en mörg orð en þar má sjá skot Liverpool liðsins og markalíkur þeirra skottilrauna í undanförnum fjórum leikjum liðsins. 1.6% - Since scoring with seven of their 14 shots against Crystal Palace (50%), Liverpool have scored just one goal from 62 shots in their last four Premier League games, a conversion rate of 1.6%. Problems. #LIVMNU pic.twitter.com/zStsoHF4zn— OptaJoe (@OptaJoe) January 17, 2021 Liverpool hefur aðeins skorað 1 mark úr 62 skotum í undanförnum fjórum leikjum sem þýðir að 1,6 prósent skota Liverpool manna hafa endaði með marki. Síðasta tímabil þar sem Liverpool skoraði ekki í þremur leikjum í röð þá var 2004-05 tímabilið þar sem leikmenn liðsins mistókst að skora í leikjum á móti Birmingham City, Newcastle United og Blackburn Rovers. Þá var það fyrirliðinn Steven Gerrard sem endaði biðin þegar hann kom liðinu í 1-0 á móti Everton. Liverpool hafði þá ekki skorað í 310 mínútur eða síðan að Milos Baros skoraði á móti Fulham einum mánuði og fimmtán dögum fyrr. It's also the first time Liverpool have failed to score in three consecutive Premier League games since February-March 2005. https://t.co/Gg6NWtYDda— Squawka Football (@Squawka) January 17, 2021 Liverpool endaði í fimmta sæti í ensku úrvalsdeildinni þetta tímabil en þetta tímabilið endaði þó frábæralega eða með endurkomusigri á AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í Istanbul.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti