Vonsvikinn og ósáttur eftir fréttir gærdagsins en stefnir enn á toppinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2021 15:51 John Snorri Sigurjónsson reynir nú að klífa K2 ásamt liðsfélögum sínum, pakistönsku feðgunum Muhammad Ali Sadpara og Sajid Ali. John Snorri Sigurjónsson Íslenski fjallagarpurinn John Snorri var á leið niður úr búðum tvö í fjallshlíðum K2 þegar hann frétti að hópur nepalskra fjallagarpa hefði náð toppi fjallsins, fyrstir manna að vetrarlagi. Hann segir fregnirnar vonbrigði, einkum í ljósi þess að hóparnir hafi talað um að fara upp í samfloti. „Já, þetta voru svolítið vonbrigði þar sem við hópurinn erum komnir með mestu hæðaraðlögunina og erum búnir að vera mikið í fjallinu. Þannig að við erum allir þrír mjög ósáttir með þetta. Því við hefðum getað farið á toppinn en tókum ekki áhættuna því veðrið var tvísýnt,“ segir John Snorri í samtali við Vísi úr Broad Peak-grunnbúðunum á K2. Fyrirséð var að vindur yrði 60 km/klst á toppnum og frost allt niður í fimmtíu stig. „Þá er þetta orðið mikil áhætta og þeir tóku mikla áhættu. En vonbrigðin voru mikil og þetta var mjög erfitt. Ég var að koma niður úr búðum tvö þegar ég frétti að þeir ætluðu að reyna að halda áfram upp á toppinn. Þannig mér fannst leiðinlegt að vera að fara niður af fjallinu þegar þeir voru að fara upp á topp.“ Horfa til veðurglugga seint í janúar Þá segir John Snorri að teymi hans og sjerpahópurinn, sem náði að endingu upp á topp í gær, hafi talað um að vinna saman í fjallinu. „Sem við vorum búnir að gera. Og við vorum komnir upp með 700 metra af línu til að leggja í flöskuhálsinn og undir íshengjuna. Þannig það voru vonbrigði að það skyldi ekki hafa verið rætt við okkur síðustu tvo dagana. Þetta var svolítið sérstakt að hafa allt í einu ákveðið að skjóta sér upp á toppinn.“ John Snorri segir að hann og hópur hans stefni enn á toppinn. „Já, við ætlum að reyna að nýta okkur veðurglugga seinna í janúar. 25., 26. og 27. janúar líta vel út núna en þetta breytist mjög hratt,“ segir John Snorri. „En við erum tilbúnir um leið og kemur möguleiki á því að komast á toppinn. Þá getum við farið upp að búðum tvö, í búðir þrjú og svo úr búðum þrjú á toppinn á K2. Og við getum verið mjög fljótir á toppinn.“ Sorg í grunnbúðunum En sorgin einkennir líka andrúmsloftið á fjallinu þessa dagana. Sergi Mingote, spænskur fjallagarpur, fórst á fjallinu um helgina, og þá aðstoða John Snorri og félagar hans við leit að Bandaríkjamanni. „Hann var rétt á eftir mér í gær og hrapaði niður 600 metra og lést. Svo erum við núna niðri í grunnbúðunum og höfum verið að leita hérna með dróna að manni frá Bandaríkjunum. Svo kemur þyrla í fyrramálið, sem við förum með að leita áfram. Þannig að það er sorg hérna í Broad Peak-grunnbúðunum og á K2. Fólk er að velta fyrir sér hvort það eigi að halda áfram eða hætta. Það kemur í ljós næstu daga.“ Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25 Keppinautur Johns Snorra nálgast tindinn óðfluga Nepalski fjallagarpurinn Mingma Gyalje segist hársbreidd frá því að ná tindi K2. Enginn hefur áður klifið tindinn að vetri til. Hinn íslenski John Snorri Guðjónsson freistar þess einnig að ná tindinum um þessar mundir. 16. janúar 2021 10:30 John Snorri handviss um að búnaðurinn hafi staðið af sér storminn Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson og liðsfélagar hans una sér nú vel í grunnbúðum fjallsins K2 eftir að hafa komið búnaði sínum tryggilega fyrir í búðum tvö ofar í fjallinu. John Snorri er fullviss um að búnaðurinn hafi staðið af sér storm, sem hefur sett strik í reikning annarra hópa sem freista þess að ná toppnum þennan veturinn. 11. janúar 2021 13:17 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Já, þetta voru svolítið vonbrigði þar sem við hópurinn erum komnir með mestu hæðaraðlögunina og erum búnir að vera mikið í fjallinu. Þannig að við erum allir þrír mjög ósáttir með þetta. Því við hefðum getað farið á toppinn en tókum ekki áhættuna því veðrið var tvísýnt,“ segir John Snorri í samtali við Vísi úr Broad Peak-grunnbúðunum á K2. Fyrirséð var að vindur yrði 60 km/klst á toppnum og frost allt niður í fimmtíu stig. „Þá er þetta orðið mikil áhætta og þeir tóku mikla áhættu. En vonbrigðin voru mikil og þetta var mjög erfitt. Ég var að koma niður úr búðum tvö þegar ég frétti að þeir ætluðu að reyna að halda áfram upp á toppinn. Þannig mér fannst leiðinlegt að vera að fara niður af fjallinu þegar þeir voru að fara upp á topp.“ Horfa til veðurglugga seint í janúar Þá segir John Snorri að teymi hans og sjerpahópurinn, sem náði að endingu upp á topp í gær, hafi talað um að vinna saman í fjallinu. „Sem við vorum búnir að gera. Og við vorum komnir upp með 700 metra af línu til að leggja í flöskuhálsinn og undir íshengjuna. Þannig það voru vonbrigði að það skyldi ekki hafa verið rætt við okkur síðustu tvo dagana. Þetta var svolítið sérstakt að hafa allt í einu ákveðið að skjóta sér upp á toppinn.“ John Snorri segir að hann og hópur hans stefni enn á toppinn. „Já, við ætlum að reyna að nýta okkur veðurglugga seinna í janúar. 25., 26. og 27. janúar líta vel út núna en þetta breytist mjög hratt,“ segir John Snorri. „En við erum tilbúnir um leið og kemur möguleiki á því að komast á toppinn. Þá getum við farið upp að búðum tvö, í búðir þrjú og svo úr búðum þrjú á toppinn á K2. Og við getum verið mjög fljótir á toppinn.“ Sorg í grunnbúðunum En sorgin einkennir líka andrúmsloftið á fjallinu þessa dagana. Sergi Mingote, spænskur fjallagarpur, fórst á fjallinu um helgina, og þá aðstoða John Snorri og félagar hans við leit að Bandaríkjamanni. „Hann var rétt á eftir mér í gær og hrapaði niður 600 metra og lést. Svo erum við núna niðri í grunnbúðunum og höfum verið að leita hérna með dróna að manni frá Bandaríkjunum. Svo kemur þyrla í fyrramálið, sem við förum með að leita áfram. Þannig að það er sorg hérna í Broad Peak-grunnbúðunum og á K2. Fólk er að velta fyrir sér hvort það eigi að halda áfram eða hætta. Það kemur í ljós næstu daga.“
Fjallamennska Pakistan Íslendingar erlendis John Snorri á K2 Tengdar fréttir John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25 Keppinautur Johns Snorra nálgast tindinn óðfluga Nepalski fjallagarpurinn Mingma Gyalje segist hársbreidd frá því að ná tindi K2. Enginn hefur áður klifið tindinn að vetri til. Hinn íslenski John Snorri Guðjónsson freistar þess einnig að ná tindinum um þessar mundir. 16. janúar 2021 10:30 John Snorri handviss um að búnaðurinn hafi staðið af sér storminn Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson og liðsfélagar hans una sér nú vel í grunnbúðum fjallsins K2 eftir að hafa komið búnaði sínum tryggilega fyrir í búðum tvö ofar í fjallinu. John Snorri er fullviss um að búnaðurinn hafi staðið af sér storm, sem hefur sett strik í reikning annarra hópa sem freista þess að ná toppnum þennan veturinn. 11. janúar 2021 13:17 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25
Keppinautur Johns Snorra nálgast tindinn óðfluga Nepalski fjallagarpurinn Mingma Gyalje segist hársbreidd frá því að ná tindi K2. Enginn hefur áður klifið tindinn að vetri til. Hinn íslenski John Snorri Guðjónsson freistar þess einnig að ná tindinum um þessar mundir. 16. janúar 2021 10:30
John Snorri handviss um að búnaðurinn hafi staðið af sér storminn Fjallgöngugarpurinn John Snorri Sigurjónsson og liðsfélagar hans una sér nú vel í grunnbúðum fjallsins K2 eftir að hafa komið búnaði sínum tryggilega fyrir í búðum tvö ofar í fjallinu. John Snorri er fullviss um að búnaðurinn hafi staðið af sér storm, sem hefur sett strik í reikning annarra hópa sem freista þess að ná toppnum þennan veturinn. 11. janúar 2021 13:17