Hegðun fólks hættulegri en breska afbrigðið Birgir Olgeirsson skrifar 17. janúar 2021 14:29 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Einar Hegðun fólks í faraldri er mun hættulegri en breska afbrigði kórónuveirunnar. Þetta segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við fréttastofu. Síðastliðið haust glímdu Íslendingar við afbrigði veirunnar sem barst til landsins með frönskum ferðamönnum og var ráðandi í faraldrinum hér á landi um nokkurt skeið. Í raðgreiningu á afbrigðinu var það nefnt „bláa veiran“ og voru uppi grunsemdir um að þetta afbrigði smitaðist hraðar á milli manna. Til dæmis nefndi Alma Möller landlæknir þann möguleika á upplýsingafundi almannavarna í október og sömuleiðis Kári sjálfur síðastliðið haust. Kári segir í dag að engar staðfestingar hafi fengist um það hvort „franska afbrigðið“ hafi verið meira smitandi en önnur afbrigði og eftir standi grunurinn einn. Staðreyndin sé sú að Bláa veiran náði bólfestu hér á landi þegar samfélagið var mun opnara en það er í dag. Breska afbrigðið er sagt smitast hraðar á milli fólks en ekki valda alvarlegri einkennum en fyrri afbrigði kórónuveirunnar. Kári bendir á að það sem stuðli að mestri útbreiðslu veirunnar sé hegðun fólks, og slíkt skipti mestu máli þegar kemur að útbreiðslu faraldursins. „Þær aðgerðir sem við höfum gripið til hafa nægt til að halda þessu breska afbrigði í skefjum,“ segir Kári. Á fimmta tug hafa greinst með breska afbrigðið á landamærunum og nokkrir innanlands sem allir voru í tengslum við fólk sem hafði greinst á landamærunum. Breska afbrigðið hefur því enn ekki sést í tengslum við samfélagssmit. Niðurstaðan sé því sú að þó breska afbrigðið smitist hraðar á milli manna þá sé það hegðun fólks sem ráði mestu um hversu útbreiddur faraldurinn sé að mati Kára. „Við stefnum að því að halda smitstuðli veirunnar undir einum þrátt fyrir engar takmarkanir á hegðun fólks,“ segir Kári en það gerum við best að hans mati með þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til á landamærunum og bólusetningum við veirunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Áhættan er aldrei núll“ Sóttvarnalæknir segir hættuna á því að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar verði ráðandi hér á landi, líkt og óttast er að gerist í Bandaríkjunum, velta á því hversu vel gangi á landamærum. 16. janúar 2021 13:30 Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Síðastliðið haust glímdu Íslendingar við afbrigði veirunnar sem barst til landsins með frönskum ferðamönnum og var ráðandi í faraldrinum hér á landi um nokkurt skeið. Í raðgreiningu á afbrigðinu var það nefnt „bláa veiran“ og voru uppi grunsemdir um að þetta afbrigði smitaðist hraðar á milli manna. Til dæmis nefndi Alma Möller landlæknir þann möguleika á upplýsingafundi almannavarna í október og sömuleiðis Kári sjálfur síðastliðið haust. Kári segir í dag að engar staðfestingar hafi fengist um það hvort „franska afbrigðið“ hafi verið meira smitandi en önnur afbrigði og eftir standi grunurinn einn. Staðreyndin sé sú að Bláa veiran náði bólfestu hér á landi þegar samfélagið var mun opnara en það er í dag. Breska afbrigðið er sagt smitast hraðar á milli fólks en ekki valda alvarlegri einkennum en fyrri afbrigði kórónuveirunnar. Kári bendir á að það sem stuðli að mestri útbreiðslu veirunnar sé hegðun fólks, og slíkt skipti mestu máli þegar kemur að útbreiðslu faraldursins. „Þær aðgerðir sem við höfum gripið til hafa nægt til að halda þessu breska afbrigði í skefjum,“ segir Kári. Á fimmta tug hafa greinst með breska afbrigðið á landamærunum og nokkrir innanlands sem allir voru í tengslum við fólk sem hafði greinst á landamærunum. Breska afbrigðið hefur því enn ekki sést í tengslum við samfélagssmit. Niðurstaðan sé því sú að þó breska afbrigðið smitist hraðar á milli manna þá sé það hegðun fólks sem ráði mestu um hversu útbreiddur faraldurinn sé að mati Kára. „Við stefnum að því að halda smitstuðli veirunnar undir einum þrátt fyrir engar takmarkanir á hegðun fólks,“ segir Kári en það gerum við best að hans mati með þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til á landamærunum og bólusetningum við veirunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Áhættan er aldrei núll“ Sóttvarnalæknir segir hættuna á því að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar verði ráðandi hér á landi, líkt og óttast er að gerist í Bandaríkjunum, velta á því hversu vel gangi á landamærum. 16. janúar 2021 13:30 Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
„Áhættan er aldrei núll“ Sóttvarnalæknir segir hættuna á því að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar verði ráðandi hér á landi, líkt og óttast er að gerist í Bandaríkjunum, velta á því hversu vel gangi á landamærum. 16. janúar 2021 13:30
Breska afbrigðið verði orðið ráðandi í mars Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna, CDC, varar nú við því að afbrigði kórónuveirunnar sem talið er meira smitandi en flest önnur, og var fyrst uppgötvað í Bretlandi, verði orðið ráðandi afbrigði veirunnar í Bandaríkjunum fyrir marsmánuð. 16. janúar 2021 08:17