Biden verður @POTUS 20. janúar en verður að safna fylgjendum upp á nýtt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. janúar 2021 15:26 Joe Biden verður ekki skotaskuld úr því að safna fylgjendum en það er alls óvíst að hann fái hörðustu stuðningsmenn Trump til að verða vinir @POTUS á ný. Alex Wong/Getty Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur fengið úthlutað nýjum Twitter-aðgang. Hann mun hins vegar þurfa að byrja upp á nýtt að safna fylgjendum, ólíkt því sem gerðist þegar Obama lét af embætti og Donald Trump tók við. Hinn 20. janúar næstkomandi, þegar Biden sver embættiseiðinn, mun aðgangurinn @PresElectBiden breytast í @POTUS. Þegar Trump fékk aðganginn 2016 fékk hann 13 milljón fylgjendur Obama með en nú liggur fyrir að Biden mun ekki erfa fylgjendur Trump. Folks — This will be the account for my official duties as President. At 12:01 PM on January 20th, it will become @POTUS. Until then, I'll be using @JoeBiden. And while you're here, follow @FLOTUSBiden @SenKamalaHarris @SecondGentleman and @Transition46.— President-elect Biden (@PresElectBiden) January 15, 2021 Samráðsmenn Biden fengu fréttirnar fyrir um mánuði síðan og eru heldur óhressir með ákvörðunina. Hún ekki verið útskýrð af hálfu stjórnenda Twitter. Í bloggfærslu um ráðstafanir vegna valdaskiptana kom einfaldlega fram að „stofnanaaðgangar“ myndu ekki halda núverandi fylgjendum. Samkvæmt BBC hyggst Twitter ekki útskýra þetta frekar og þar við situr. Hins vegar munu þeir sem áður fylgdu @POTUS og @VP fá tilkynningu og boð um að fylgja aðgöngunum á ný þegar nýr forseti og varaforseti taka við. @POTUS44 og 45 Barack Obama var fyrsti bandaríski forsetinn sem var með formlegan Twitter-aðgang en @POTUS varð til árið 2015. Öll tíst forsetans voru varðveitt á öðrum aðgangi, @POTUS44, þar sem þau eru enn sjáanleg í dag. It's been the honor of my life to serve you. You made me a better leader and a better man.— President Obama (@POTUS44) January 20, 2017 Tíst Trump verða geymd á sama máta, undir @POTUS45, en Twitter hefur ekki gefið upp hvort sama gildir um þau tíst sem birtust undir @realDonaldTrump. Þess ber að geta að Hvíta húsið gaf það þó út árið 2017 að öll tíst frá @realDonaldTrump væru „opinberar yfirlýsingar“ forsetans. Hvað sem Twitter ákveður, verða tístin áfram aðgengileg sagnfræðingum og öðrum áhugasömum til framtíðar, þar sem bandaríska þjóðskjalasafnið hyggst geyma allar samfélagsmiðlafærslur Trump. Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38 Loka fyrir aðgang Trump að Facebook og Instagram Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni ekki geta notað reikninga sína á Facebook og Instagram í óákveðinn tíma. Í það minnsta þangað til Joe Biden hefur tekið við sem forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Zuckerberg á Facebook. 7. janúar 2021 16:15 YouTube lokar tímabundið á Donald Trump Myndbandssíðan YouTube, sem er í eigu tæknirisans Google, hefur ákveðið að loka tímabundið á það að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, geti hlaðið upp efni á síðuna. Trump getur þannig hvorki hlaðið upp myndböndum né verið í beinu streymi á YouTube. 13. janúar 2021 08:49 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Hinn 20. janúar næstkomandi, þegar Biden sver embættiseiðinn, mun aðgangurinn @PresElectBiden breytast í @POTUS. Þegar Trump fékk aðganginn 2016 fékk hann 13 milljón fylgjendur Obama með en nú liggur fyrir að Biden mun ekki erfa fylgjendur Trump. Folks — This will be the account for my official duties as President. At 12:01 PM on January 20th, it will become @POTUS. Until then, I'll be using @JoeBiden. And while you're here, follow @FLOTUSBiden @SenKamalaHarris @SecondGentleman and @Transition46.— President-elect Biden (@PresElectBiden) January 15, 2021 Samráðsmenn Biden fengu fréttirnar fyrir um mánuði síðan og eru heldur óhressir með ákvörðunina. Hún ekki verið útskýrð af hálfu stjórnenda Twitter. Í bloggfærslu um ráðstafanir vegna valdaskiptana kom einfaldlega fram að „stofnanaaðgangar“ myndu ekki halda núverandi fylgjendum. Samkvæmt BBC hyggst Twitter ekki útskýra þetta frekar og þar við situr. Hins vegar munu þeir sem áður fylgdu @POTUS og @VP fá tilkynningu og boð um að fylgja aðgöngunum á ný þegar nýr forseti og varaforseti taka við. @POTUS44 og 45 Barack Obama var fyrsti bandaríski forsetinn sem var með formlegan Twitter-aðgang en @POTUS varð til árið 2015. Öll tíst forsetans voru varðveitt á öðrum aðgangi, @POTUS44, þar sem þau eru enn sjáanleg í dag. It's been the honor of my life to serve you. You made me a better leader and a better man.— President Obama (@POTUS44) January 20, 2017 Tíst Trump verða geymd á sama máta, undir @POTUS45, en Twitter hefur ekki gefið upp hvort sama gildir um þau tíst sem birtust undir @realDonaldTrump. Þess ber að geta að Hvíta húsið gaf það þó út árið 2017 að öll tíst frá @realDonaldTrump væru „opinberar yfirlýsingar“ forsetans. Hvað sem Twitter ákveður, verða tístin áfram aðgengileg sagnfræðingum og öðrum áhugasömum til framtíðar, þar sem bandaríska þjóðskjalasafnið hyggst geyma allar samfélagsmiðlafærslur Trump.
Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38 Loka fyrir aðgang Trump að Facebook og Instagram Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni ekki geta notað reikninga sína á Facebook og Instagram í óákveðinn tíma. Í það minnsta þangað til Joe Biden hefur tekið við sem forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Zuckerberg á Facebook. 7. janúar 2021 16:15 YouTube lokar tímabundið á Donald Trump Myndbandssíðan YouTube, sem er í eigu tæknirisans Google, hefur ákveðið að loka tímabundið á það að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, geti hlaðið upp efni á síðuna. Trump getur þannig hvorki hlaðið upp myndböndum né verið í beinu streymi á YouTube. 13. janúar 2021 08:49 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Twitter reikningi Trump lokað til frambúðar Twitter hefur lokað reikningi Donalds Trump til frambúðar. 8. janúar 2021 23:38
Loka fyrir aðgang Trump að Facebook og Instagram Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri Facebook, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni ekki geta notað reikninga sína á Facebook og Instagram í óákveðinn tíma. Í það minnsta þangað til Joe Biden hefur tekið við sem forseti Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Zuckerberg á Facebook. 7. janúar 2021 16:15
YouTube lokar tímabundið á Donald Trump Myndbandssíðan YouTube, sem er í eigu tæknirisans Google, hefur ákveðið að loka tímabundið á það að Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, geti hlaðið upp efni á síðuna. Trump getur þannig hvorki hlaðið upp myndböndum né verið í beinu streymi á YouTube. 13. janúar 2021 08:49