Pep Guardiola bað sína menn um að hlaupa minna og allt fór að ganga betur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2021 13:31 Pep Guardiola vildi að leikmennirnir sínir hættu að taka óþarfa hlaup. Getty/Fred Lee Knattspyrnustjórar pressa vanalega á það að leikmenn þeirra hlaupi sem mest inn á vellinum en einn sá besti í boltanum fór aftur á móti í þveröfuga átt á þessu tímabili. Manchester City hélt enn á nýju marki sínu hreinu í gær í 1-0 sigri á Brighton & Hove Albion og stigin þrjú færði liðið enn nærri toppliðum deildarinnar. Manchester City hefur nú unnið fjóra leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni og sjö leiki í röð í öllum keppnum en liðið er nú komið upp í þriðja sæti deildarinnar auk þess að eiga leik inni á efstu tvö liðin. The surprising key to Manchester City's turnaround, according to Pep Guardiola yesterday: The only difference is we run less. We were running too much to play football you have to run much less. Story on this from last week: https://t.co/NnQaEtduGX— Joshua Robinson (@JoshRobinson23) January 13, 2021 Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hefur fundið rétta leikskipulagið og réttu mennina til að loka vörn liðsins enda fær City liðið varla á sig mark þessa dagana. Blaðamenn spurðu Guardiola hvað hafi verið lykillinn að betri árangri liðsins á undanförnu og svar Spánverjans kom eflaust mörgum þeirra á óvart. „Aðalmunurinn er að við hlaupum minna. Við vorum að hlaupa of mikið í okkar leik. Þegar þú spilar fótbolta þá verður þú að ganga meira og hlaupa minna,“ sagði Pep Guardiola. „Þú verður vissulega að hlaupa án boltans en með boltann þá verður þú að halda betur stöðu og leyfa boltanum að ferðast frekar en þú sjálfur. Við höfum bætt okkur í þessu í þessum leikum,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola says running less is secret to Manchester City's surge in form, writes @RichJollyhttps://t.co/1QlqlmJpAN— The National Sport (@NatSportUAE) January 13, 2021 Pep Guardiola sagði jafnframt að liðið hafi tapað á því í byrjun tímabilsins að fá alltof lítið undirbúningstímabil. „Leikmennirnir mínir þurftu tíma til að komast í sitt besta form eftir að hafa ekki fengið neitt undirbúningstímabil,“ sagði Guardiola og nú er aftur farið að tala um Manchester City liðið sem meistaraefni. „Það er eðlilegt eftir góð úrslit og góða frammistöðu að fólk sjái það fyrir sér á ný að við getum gert það sem við gerðum áður. Við viljum halda því áfram,“ sagði Pep Guardiola. Phil Foden is now Manchester City's top goalscorer of the season with 8 goals in all competitions pic.twitter.com/8uYBRtEJCc— B/R Football (@brfootball) January 13, 2021 Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira
Manchester City hélt enn á nýju marki sínu hreinu í gær í 1-0 sigri á Brighton & Hove Albion og stigin þrjú færði liðið enn nærri toppliðum deildarinnar. Manchester City hefur nú unnið fjóra leiki í röð í ensku úrvalsdeildinni og sjö leiki í röð í öllum keppnum en liðið er nú komið upp í þriðja sæti deildarinnar auk þess að eiga leik inni á efstu tvö liðin. The surprising key to Manchester City's turnaround, according to Pep Guardiola yesterday: The only difference is we run less. We were running too much to play football you have to run much less. Story on this from last week: https://t.co/NnQaEtduGX— Joshua Robinson (@JoshRobinson23) January 13, 2021 Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hefur fundið rétta leikskipulagið og réttu mennina til að loka vörn liðsins enda fær City liðið varla á sig mark þessa dagana. Blaðamenn spurðu Guardiola hvað hafi verið lykillinn að betri árangri liðsins á undanförnu og svar Spánverjans kom eflaust mörgum þeirra á óvart. „Aðalmunurinn er að við hlaupum minna. Við vorum að hlaupa of mikið í okkar leik. Þegar þú spilar fótbolta þá verður þú að ganga meira og hlaupa minna,“ sagði Pep Guardiola. „Þú verður vissulega að hlaupa án boltans en með boltann þá verður þú að halda betur stöðu og leyfa boltanum að ferðast frekar en þú sjálfur. Við höfum bætt okkur í þessu í þessum leikum,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola says running less is secret to Manchester City's surge in form, writes @RichJollyhttps://t.co/1QlqlmJpAN— The National Sport (@NatSportUAE) January 13, 2021 Pep Guardiola sagði jafnframt að liðið hafi tapað á því í byrjun tímabilsins að fá alltof lítið undirbúningstímabil. „Leikmennirnir mínir þurftu tíma til að komast í sitt besta form eftir að hafa ekki fengið neitt undirbúningstímabil,“ sagði Guardiola og nú er aftur farið að tala um Manchester City liðið sem meistaraefni. „Það er eðlilegt eftir góð úrslit og góða frammistöðu að fólk sjái það fyrir sér á ný að við getum gert það sem við gerðum áður. Við viljum halda því áfram,“ sagði Pep Guardiola. Phil Foden is now Manchester City's top goalscorer of the season with 8 goals in all competitions pic.twitter.com/8uYBRtEJCc— B/R Football (@brfootball) January 13, 2021
Enski boltinn Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Sjá meira