Viðurkennir að það hafi verið mistök að reka ekki Pickford út af fyrir brotið á Van Dijk Anton Ingi Leifsson skrifar 10. janúar 2021 12:00 Brotið umdeilda í leik liðanna þann 17. október. John Powell/Liverpool FC Enski dómarinn Michael Oliver viðurkennir að hann hafi gert mistök með því að gefa Jordan Pickford ekki rauða spjaldið fyrir brot hans á Virgil Van Dijk í leik liðanna í október. Brot sem heldur Hollendingnum frá fótboltavellinum í nokkra mánuði. Mikið var rætt og ritað um atvikið en Pickford æddi út úr marki sínu og tæklaði Van Dijk. Hollendingurinn var hins vegar rangstæður svo dæmd var rangstaða og enski landsliðsmarkvörðurinn slapp með skrekkinn. Van Dijk var hins vegar borinn af velli en hann hefur ekkert leikið síðan liðin mættust í október. Það kom síðar í ljós að hann sleit krossbönd en dómari leiksins hefur nú viðurkennt mistök sín. „Við hugsuðum að þetta gæti ekki verið vítaspyrna ef hann væri rangstæður. Þannig við skoðuðum rangstæðuna og ég sagði við VAR-teymið að ég myndi dæma vítaspyrnu ef þetta væri ekki rangstaða,“ sagði Oliver og hélt áfram. „Ég hef horft á þetta svo oft. Í raun og veru finnst mér Pickford ekki gera neitt nema reyna breiða úr sér en hann gerir það ekki á réttan hátt, eins og sést í meiðslunum. Við höfum hugsað mikið um þetta og við hefðum átt að dæma rangstæðu og reka Pickford út af.“ „Það sem kom mér á óvart þegar ég horfði á þetta aftur var að enginn leikmaður var að biðja um rautt spjald. Við gleymdum okkur í smáatriðunum í stað þess að hugsa um stóru myndina; sem var að hugsa um brotið líka en ekki bara hvort þetta hafi verið víti.“ „Leikurinn hefði átt að byrja aftur með rangstöðu en með annarri refsingu á Pickford en hann fékk,“ bætti Oliver við. Premier League referee Michael Oliver has admitted he made a mistake by not sending off Jordan Pickford for a challenge that led to a serious knee injury for Virgil van Dijk.— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 10, 2021 Enski boltinn Tengdar fréttir Ederson kemur Pickford til varnar eftir tæklinguna á Van Dijk Ederson, markvörður Man. City, kemur Jordan Pickford, markverði Everton, til varnar eftir tæklingu hans á Virgil Van Dijk í síðasta mánuði. 8. nóvember 2020 23:01 Southgate hughreysti Pickford eftir leikinn gegn Liverpool Landsliðsþjálfari Englands hringdi í Jordan Pickford eftir leik Everton og Liverpool þar sem hann meiddi Virgil van Dijk. 6. nóvember 2020 09:01 Aðgerð Van Dijk gekk vel Virgil van Dijk er kominn af skurðarborðinu og læknar hans voru ánægðir með árangurinn. 30. október 2020 11:26 Pickford réði lífverði vegna morðhótana Markvörður Everton óttaðist um öryggi sitt vegna morðhótana sem honum bárust eftir grannaslaginn gegn Liverpool. 28. október 2020 15:00 Sakar Pickford um „algjöra heimsku“ og Everton um að ganga of langt Georginio Wijnaldum segir að leikmenn Everton gangi of langt í nágrannarimmum við Liverpool. Brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk hafi verið „algjör heimska“. 21. október 2020 10:31 Óvíst hvort Virgil van Dijk spili meira á tímabilinu Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool og einn besti varnarmaður heims, gæti verið frá út tímabilið en hann er með sködduð liðbönd. 18. október 2020 17:19 Mest lesið Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Sjá meira
Mikið var rætt og ritað um atvikið en Pickford æddi út úr marki sínu og tæklaði Van Dijk. Hollendingurinn var hins vegar rangstæður svo dæmd var rangstaða og enski landsliðsmarkvörðurinn slapp með skrekkinn. Van Dijk var hins vegar borinn af velli en hann hefur ekkert leikið síðan liðin mættust í október. Það kom síðar í ljós að hann sleit krossbönd en dómari leiksins hefur nú viðurkennt mistök sín. „Við hugsuðum að þetta gæti ekki verið vítaspyrna ef hann væri rangstæður. Þannig við skoðuðum rangstæðuna og ég sagði við VAR-teymið að ég myndi dæma vítaspyrnu ef þetta væri ekki rangstaða,“ sagði Oliver og hélt áfram. „Ég hef horft á þetta svo oft. Í raun og veru finnst mér Pickford ekki gera neitt nema reyna breiða úr sér en hann gerir það ekki á réttan hátt, eins og sést í meiðslunum. Við höfum hugsað mikið um þetta og við hefðum átt að dæma rangstæðu og reka Pickford út af.“ „Það sem kom mér á óvart þegar ég horfði á þetta aftur var að enginn leikmaður var að biðja um rautt spjald. Við gleymdum okkur í smáatriðunum í stað þess að hugsa um stóru myndina; sem var að hugsa um brotið líka en ekki bara hvort þetta hafi verið víti.“ „Leikurinn hefði átt að byrja aftur með rangstöðu en með annarri refsingu á Pickford en hann fékk,“ bætti Oliver við. Premier League referee Michael Oliver has admitted he made a mistake by not sending off Jordan Pickford for a challenge that led to a serious knee injury for Virgil van Dijk.— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 10, 2021
Enski boltinn Tengdar fréttir Ederson kemur Pickford til varnar eftir tæklinguna á Van Dijk Ederson, markvörður Man. City, kemur Jordan Pickford, markverði Everton, til varnar eftir tæklingu hans á Virgil Van Dijk í síðasta mánuði. 8. nóvember 2020 23:01 Southgate hughreysti Pickford eftir leikinn gegn Liverpool Landsliðsþjálfari Englands hringdi í Jordan Pickford eftir leik Everton og Liverpool þar sem hann meiddi Virgil van Dijk. 6. nóvember 2020 09:01 Aðgerð Van Dijk gekk vel Virgil van Dijk er kominn af skurðarborðinu og læknar hans voru ánægðir með árangurinn. 30. október 2020 11:26 Pickford réði lífverði vegna morðhótana Markvörður Everton óttaðist um öryggi sitt vegna morðhótana sem honum bárust eftir grannaslaginn gegn Liverpool. 28. október 2020 15:00 Sakar Pickford um „algjöra heimsku“ og Everton um að ganga of langt Georginio Wijnaldum segir að leikmenn Everton gangi of langt í nágrannarimmum við Liverpool. Brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk hafi verið „algjör heimska“. 21. október 2020 10:31 Óvíst hvort Virgil van Dijk spili meira á tímabilinu Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool og einn besti varnarmaður heims, gæti verið frá út tímabilið en hann er með sködduð liðbönd. 18. október 2020 17:19 Mest lesið Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Sjá meira
Ederson kemur Pickford til varnar eftir tæklinguna á Van Dijk Ederson, markvörður Man. City, kemur Jordan Pickford, markverði Everton, til varnar eftir tæklingu hans á Virgil Van Dijk í síðasta mánuði. 8. nóvember 2020 23:01
Southgate hughreysti Pickford eftir leikinn gegn Liverpool Landsliðsþjálfari Englands hringdi í Jordan Pickford eftir leik Everton og Liverpool þar sem hann meiddi Virgil van Dijk. 6. nóvember 2020 09:01
Aðgerð Van Dijk gekk vel Virgil van Dijk er kominn af skurðarborðinu og læknar hans voru ánægðir með árangurinn. 30. október 2020 11:26
Pickford réði lífverði vegna morðhótana Markvörður Everton óttaðist um öryggi sitt vegna morðhótana sem honum bárust eftir grannaslaginn gegn Liverpool. 28. október 2020 15:00
Sakar Pickford um „algjöra heimsku“ og Everton um að ganga of langt Georginio Wijnaldum segir að leikmenn Everton gangi of langt í nágrannarimmum við Liverpool. Brot Jordan Pickford á Virgil van Dijk hafi verið „algjör heimska“. 21. október 2020 10:31
Óvíst hvort Virgil van Dijk spili meira á tímabilinu Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool og einn besti varnarmaður heims, gæti verið frá út tímabilið en hann er með sködduð liðbönd. 18. október 2020 17:19