„Við viljum ekki að þessar reglur séu of íþyngjandi“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. janúar 2021 22:37 Svandís Svavarsdóttir segist vongóð um góða þátttöku almennings í bólusetningu við veirunni. Vísir/Vilhelm Takmarkanir á samkomum verða rýmkaðar þann 13. janúar. Samkvæmt reglunum verður krám og skemmtistöðum áfram gert að hafa lokað. Heilbrigðisráðherra segist skilja gremju fólks yfir misræmi í sóttvarnaraðgerðum. Björn Árnason, eigandi Skúla Craftbar segir bareigendur alls ekki sátta. „Bareigendur eru náttúrulega mjög ósáttir með það að við séum einu staðirnir í veitingabransanum sem erum með lokað. Við getum alveg framfylgt þeim reglum sem eru í gildi núna, það er að segja að vera með fjöldatakmarkanir, takmarkaðan opnunartíma, sætisskyldu og tveggja metra reglu,“ sagði Björn Árnason í kvöldfréttum Stöðvar2. Heilbrigðisráðherra segist vel skilja gremju fólks vegna misræmis í sóttvarnarreglum. Hún ræddi um nýjar reglur í Reykjavík síðdegis í dag. „Já ég skil það alveg og það er þannig og hefur verið þannig að frá því að við beittum þessum fyrstu sóttvarnareglum í mars á síðasta ári þá hefur alltaf verið eitthvað um það að sumum finnst við ganga og stutt og öðrum finnst við ganga of langt og þannig mun það alltaf vera,“ sagði Svandís. Áfram í samtali við rekstraraðila Svandís segir mikilvægt að hafa skýr rök fyrir aðgerðum. „Þess vegna þurfum við að hafa þau skýr og rökin að koma fram i minnisblaði frá sóttvarnalækni og byggja á þessum tölum eins og ég nefni. En um leið viljum við vera líka móttækileg fyrir þeim athugasemdum sem koma frá rekstaraaðilum og ég árétta það að við erum ekki búin að ljúka við gerð reglugerðarinnar og fréttatilkynningin liggur frammi og við erum áfram í samtali við þessa aðila og höfum átt náttúrulega átt fundi, bæði ráðuneytið og sóttvarnarlæknir með fjölmörgum rekstraraðilum,“ sagði Svandís. „Við viljum ekki að þessar reglur séu of íþyngjandi því að það samræmist ekki okkar markmiðum við viljum að virknin í samfélaginu sé eins mikil og hægt er og tillögur sóttvarnalæknis miða við það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sjá meira
Björn Árnason, eigandi Skúla Craftbar segir bareigendur alls ekki sátta. „Bareigendur eru náttúrulega mjög ósáttir með það að við séum einu staðirnir í veitingabransanum sem erum með lokað. Við getum alveg framfylgt þeim reglum sem eru í gildi núna, það er að segja að vera með fjöldatakmarkanir, takmarkaðan opnunartíma, sætisskyldu og tveggja metra reglu,“ sagði Björn Árnason í kvöldfréttum Stöðvar2. Heilbrigðisráðherra segist vel skilja gremju fólks vegna misræmis í sóttvarnarreglum. Hún ræddi um nýjar reglur í Reykjavík síðdegis í dag. „Já ég skil það alveg og það er þannig og hefur verið þannig að frá því að við beittum þessum fyrstu sóttvarnareglum í mars á síðasta ári þá hefur alltaf verið eitthvað um það að sumum finnst við ganga og stutt og öðrum finnst við ganga of langt og þannig mun það alltaf vera,“ sagði Svandís. Áfram í samtali við rekstraraðila Svandís segir mikilvægt að hafa skýr rök fyrir aðgerðum. „Þess vegna þurfum við að hafa þau skýr og rökin að koma fram i minnisblaði frá sóttvarnalækni og byggja á þessum tölum eins og ég nefni. En um leið viljum við vera líka móttækileg fyrir þeim athugasemdum sem koma frá rekstaraaðilum og ég árétta það að við erum ekki búin að ljúka við gerð reglugerðarinnar og fréttatilkynningin liggur frammi og við erum áfram í samtali við þessa aðila og höfum átt náttúrulega átt fundi, bæði ráðuneytið og sóttvarnarlæknir með fjölmörgum rekstraraðilum,“ sagði Svandís. „Við viljum ekki að þessar reglur séu of íþyngjandi því að það samræmist ekki okkar markmiðum við viljum að virknin í samfélaginu sé eins mikil og hægt er og tillögur sóttvarnalæknis miða við það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sjá meira