Ráðist inn í þinghúsið: Atburðarásin í myndum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2021 21:27 Ekki hafa borist fregnir af alvarlegum áverkum í kjölfar átakanna en ljóst af myndum að einhver meiðsl hafa orðið. AP/John Minchillo Sameiginlegur þingfundur beggja deilda bandaríska þingsins hófst með hefðbundnum hætti um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma. Þingið var samankomið til að staðfesta sigur Joe Biden í forsetakosningunum vestanhafs en áður höfðu nokkrir þingmanna Repúblikanaflokksins í báðum deildum greint frá því að þeir hygðust andmæla. Andrúmsloftið í þingsalnum var rafmagnað þegar fyrstu andmælin voru gerð, við atkvæði kjörmanna Arizona, við lófatak repúblikana. Spennan var þó ekki síðri fyrir utan þinghúsið, þar sem þúsundir stuðningsmanna Donald Trump höfuð safnast saman. Það leið ekki á löngu þar til sú heift og það sundurlyndi sem forsetinn hefur alið á með ósönnuðum staðhæfingum um „stolnar“ kosningar flæddu yfir, með þeim afleiðingum að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Ljósmyndarar sem voru inni fönguðu atburðarrásina, sem lýkur ef til vill ekki fyrr en útgöngubann tekur gildi klukkan 18 að staðartíma. Báðar deildir koma saman til að staðfesta sigur Joe Biden í forsetakosningunum.epa/Kevin Dietsch Atkvæði kjörmanna Arizona-ríkis opnuð.AP/Andrew Harnik Þúsundir stuðningsmanna Donald Trump söfnuðust saman fyrir utan.epa/Michael Reynolds Það leið ekki á löngu þar til kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu fyrir utan þinghúsið.AP/Julio Cortez Lögregla var með mikinn viðbúnað en tókst ekki að hindra stuðningsmenn Trump í að komast inn og trufla þingstörf.AP/John Minchillo Mótmælendum tókst að lokum að brjóta sér leið inn og fóru víða um, meðal annars um skrifstofur þingmanna. Hér sjást nokkrir á skrifstofu Nancy Pelosi, leiðtoga meirihlutans í fulltrúadeildinni.epa/Jim Lo Scalzo Sótt var að þingsalnum og lögregla innandyra var tilneydd til að grípa til vopna.AP/Andrew Harnik Flestir héldu ró sinni en öryggisverðir voru þó fljótir til að koma varaforsetanum Mike Pence í burtu og rýma þingsalinn. Þessi mynd er tekin á áhorfendabekkjunum.AP/Andrew Harnik Áður var fólki ráðlagt að halda sig á gólfinu og setja upp gasgrímur, þar sem táragasi hafði verið dreift fyrir utan salinn.AP/Andrew Harnik Ekki er vitað hvenær þingfundur hefst að nýju.AP/J. Scott Applewhite Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Mótmælendur brjóta sér leið inn í þinghúsið Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D. C. hefur fyrirskipað útgöngubann í borginni eftir að hópur fólks, úr röðum mótmælenda hliðhollum Donald Trump, braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjaþings. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur kallað til þjóðvarðlið vegna mótmælanna. 6. janúar 2021 19:37 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Andrúmsloftið í þingsalnum var rafmagnað þegar fyrstu andmælin voru gerð, við atkvæði kjörmanna Arizona, við lófatak repúblikana. Spennan var þó ekki síðri fyrir utan þinghúsið, þar sem þúsundir stuðningsmanna Donald Trump höfuð safnast saman. Það leið ekki á löngu þar til sú heift og það sundurlyndi sem forsetinn hefur alið á með ósönnuðum staðhæfingum um „stolnar“ kosningar flæddu yfir, með þeim afleiðingum að mótmælendur brutu sér leið inn í þinghúsið. Ljósmyndarar sem voru inni fönguðu atburðarrásina, sem lýkur ef til vill ekki fyrr en útgöngubann tekur gildi klukkan 18 að staðartíma. Báðar deildir koma saman til að staðfesta sigur Joe Biden í forsetakosningunum.epa/Kevin Dietsch Atkvæði kjörmanna Arizona-ríkis opnuð.AP/Andrew Harnik Þúsundir stuðningsmanna Donald Trump söfnuðust saman fyrir utan.epa/Michael Reynolds Það leið ekki á löngu þar til kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu fyrir utan þinghúsið.AP/Julio Cortez Lögregla var með mikinn viðbúnað en tókst ekki að hindra stuðningsmenn Trump í að komast inn og trufla þingstörf.AP/John Minchillo Mótmælendum tókst að lokum að brjóta sér leið inn og fóru víða um, meðal annars um skrifstofur þingmanna. Hér sjást nokkrir á skrifstofu Nancy Pelosi, leiðtoga meirihlutans í fulltrúadeildinni.epa/Jim Lo Scalzo Sótt var að þingsalnum og lögregla innandyra var tilneydd til að grípa til vopna.AP/Andrew Harnik Flestir héldu ró sinni en öryggisverðir voru þó fljótir til að koma varaforsetanum Mike Pence í burtu og rýma þingsalinn. Þessi mynd er tekin á áhorfendabekkjunum.AP/Andrew Harnik Áður var fólki ráðlagt að halda sig á gólfinu og setja upp gasgrímur, þar sem táragasi hafði verið dreift fyrir utan salinn.AP/Andrew Harnik Ekki er vitað hvenær þingfundur hefst að nýju.AP/J. Scott Applewhite
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Mótmælendur brjóta sér leið inn í þinghúsið Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D. C. hefur fyrirskipað útgöngubann í borginni eftir að hópur fólks, úr röðum mótmælenda hliðhollum Donald Trump, braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjaþings. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur kallað til þjóðvarðlið vegna mótmælanna. 6. janúar 2021 19:37 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Mótmælendur brjóta sér leið inn í þinghúsið Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D. C. hefur fyrirskipað útgöngubann í borginni eftir að hópur fólks, úr röðum mótmælenda hliðhollum Donald Trump, braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjaþings. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur kallað til þjóðvarðlið vegna mótmælanna. 6. janúar 2021 19:37