Fær ekki að flytja inn American Pit Bull Terrier Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. janúar 2021 20:38 Óheimilt er að flytja hunda af tegundinni American Put Bull Terrier hingað til lands. flickr/geoggirl Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að synja einstaklingi um undanþágu frá banni við innflutningi á hundi af tegundinni American Pit Bull Terrier. Úrskurður ráðuneytisins er birtur á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Matvælastofnun hafi hafnað því að veita undanþágu frá banninu, sem er að finna í lögum um innflutning dýra. Taldi stofnunin sig ekki hafa heimild til að víkja frá ákvæðum laganna um bann við ákveðnum hundategundum. Vísaði Matvælastofnun einnig til þess að löggjöf og framkvæmd í þessum málum hér á landi byggi á því sjónarmiði að stemma stigu við innflutningi hunda af tegundum sem taldar séu sérlega hættulegar ef ekki er rétt staðið að uppeldi og umönnun viðkomandi hunda. Þá sagði Matvælastofnun engin fordæmi fyrir því að veita undanþágu frá banninu. Sagði hundinn veita stuðning vegna veikinda Sá sem kærði ákvörðun Matvælastofnunar og vildi fá að flytja hundinn inn byggði undanþágubeiðnina á því að umræddur hundur, sem eins og áður sagði er af tegundinni American Pit Bull Terrier, veiti honum mikinn stuðning vegna andlegra og líkamlegra veikinda. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið staðfesti svo synjun Matvælastofnunar á undanþágubeiðninni. Vísað var til þess að kröfur vegna innflutnings dýra væru strangar og að meginreglan væri sú að innflutningur dýra hingað til lands sé bannaður og að undantekningar við því banni skyldi túlka þröngt. „Með vísan til umsagnar Matvælastofnunar telur ráðuneytið að hætta geti stafað af innflutningi af hundi af tegundinni American Pit Bull Terrier og sé því óheimilt að veita undanþágu til innflutnings á hundi kæranda, sbr. 3. mgr. 4. gr. a laganna. Auk þess er sérstaklega kveðið á um í 1. tl. f. liðar 14 gr. reglugerðar nr. 200/2020, um innflutning hunda og katta, að óheimilt að flytja inn hunda af umræddri tegund,“ segir í úrskurði ráðuneytisins þar sem ákvörðun Matvælastofnunar var staðfest. Dýr Stjórnsýsla Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Úrskurður ráðuneytisins er birtur á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Matvælastofnun hafi hafnað því að veita undanþágu frá banninu, sem er að finna í lögum um innflutning dýra. Taldi stofnunin sig ekki hafa heimild til að víkja frá ákvæðum laganna um bann við ákveðnum hundategundum. Vísaði Matvælastofnun einnig til þess að löggjöf og framkvæmd í þessum málum hér á landi byggi á því sjónarmiði að stemma stigu við innflutningi hunda af tegundum sem taldar séu sérlega hættulegar ef ekki er rétt staðið að uppeldi og umönnun viðkomandi hunda. Þá sagði Matvælastofnun engin fordæmi fyrir því að veita undanþágu frá banninu. Sagði hundinn veita stuðning vegna veikinda Sá sem kærði ákvörðun Matvælastofnunar og vildi fá að flytja hundinn inn byggði undanþágubeiðnina á því að umræddur hundur, sem eins og áður sagði er af tegundinni American Pit Bull Terrier, veiti honum mikinn stuðning vegna andlegra og líkamlegra veikinda. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið staðfesti svo synjun Matvælastofnunar á undanþágubeiðninni. Vísað var til þess að kröfur vegna innflutnings dýra væru strangar og að meginreglan væri sú að innflutningur dýra hingað til lands sé bannaður og að undantekningar við því banni skyldi túlka þröngt. „Með vísan til umsagnar Matvælastofnunar telur ráðuneytið að hætta geti stafað af innflutningi af hundi af tegundinni American Pit Bull Terrier og sé því óheimilt að veita undanþágu til innflutnings á hundi kæranda, sbr. 3. mgr. 4. gr. a laganna. Auk þess er sérstaklega kveðið á um í 1. tl. f. liðar 14 gr. reglugerðar nr. 200/2020, um innflutning hunda og katta, að óheimilt að flytja inn hunda af umræddri tegund,“ segir í úrskurði ráðuneytisins þar sem ákvörðun Matvælastofnunar var staðfest.
Dýr Stjórnsýsla Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira