Frægur lögfræðingur til liðs við lögmannateymi Gunnars Jóhanns Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2021 16:01 Gunnar Jóhann Gunnarsson var dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir að hafa banað hálfbróður sínum í Mehamn í apríl 2019. Lögmenn Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, sem hlaut í október síðastliðinn þrettán ára fangelsisdóm fyrir að hafa banað bróður sínum í norska bænum Mehamn í apríl 2019, hafa fengið lögmanninn Brynjar Meling til liðs við sig. Meling er vel þekktur í Noregi, fyrst og fremst fyrir að vera lögmaður Mulla Krekar, dæmds hryðjuverkamanns. Verjendur Gunnars Jóhanns áfrýjuðu dómnum sem féll í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í október, og verður málið tekið fyrir í lögmannsrétti Hálogalands þann 22. febrúar næstkomandi, að því er fram kemur í frétt iFinnmark. Norski miðillinn vekur athygli á liðsstyrk lögmannateymis Gunnar Jóhanns í formi hins vel þekkta lögmanns. Gunnar Jóhann var dæmdur fyrir að hafa skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl 2019. Var dómurinn í samræmi við kröfur saksóknara í málinu, sem sögðu drápið hafa verið framið að yfirlögðu ráði. Lögmaðurinn Brynjar Meling og Mulla Krekar í dómsal október 2019.EPA Dómnum áfrýjað Dómarinn sagðist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla. Gunnar Jóhann hlyti að hafa áttað sig á því að það að fara heim til Gísla Þórs með hlaðna haglabyssu með að markmiði að ógna honum gæti á einn eða annan hátt leitt til dauða Gísla. Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns, sagðist á sínum tíma óánægður með niðurstöðu dómara og var dómnum áfrýjað þegar í stað. Hélt Gulstad því fram að um slysaskot hafi verið að ræða og því ætti að dæma Gunnar í fjögurra til fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Hann sagðist ósáttur við hvernig dómarinn hafi metið orsakasamhengi atburða umrædds kvölds. Verjandi Mulla Krekar Meling hefur verið lögmaður Mulla Krekar sem kom frá Írak og til Noregs sem flóttamaður árið 1991. Til stóð að honum yrði vísað úr landi árið 2003 og aftur 2007, þar sem hann var talinn ógn við þjóðaröryggi, en hann var lengur í Noregi þar sem yfirvöld þar töldu sig ekki geta tryggt að hann hlyti ekki dauðadóm í heimalandi sínu Írak. Hann var þó framseldur til Ítalíu árið 2020 eftir að hafa verið dæmdur af ítölskum dómstól í tólf ára fangelsi þar í landi fyrir að hafa sem forsprakki hryðjuverkasamtaka, skipulagt hryðjuverk. Hann afplánar nú dóm sinn í fangelsi á Sardiníu. Noregur Manndráp í Mehamn Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Verjendur Gunnars Jóhanns áfrýjuðu dómnum sem féll í héraðsdómi Austur-Finnmerkur í október, og verður málið tekið fyrir í lögmannsrétti Hálogalands þann 22. febrúar næstkomandi, að því er fram kemur í frétt iFinnmark. Norski miðillinn vekur athygli á liðsstyrk lögmannateymis Gunnar Jóhanns í formi hins vel þekkta lögmanns. Gunnar Jóhann var dæmdur fyrir að hafa skotið hálfbróður sinn, Gísla Þór Þórarinsson, til bana í Mehamn í apríl 2019. Var dómurinn í samræmi við kröfur saksóknara í málinu, sem sögðu drápið hafa verið framið að yfirlögðu ráði. Lögmaðurinn Brynjar Meling og Mulla Krekar í dómsal október 2019.EPA Dómnum áfrýjað Dómarinn sagðist ekki geta útilokað að skot úr haglabyssunni sem Gunnar notaði hafi hlaupið úr byssunni án þess að þrýst hafi verið á gikkinn. Hegðun og athæfi Gunnars umrætt kvöld hafi hins vegar orsakað andlát Gísla. Gunnar Jóhann hlyti að hafa áttað sig á því að það að fara heim til Gísla Þórs með hlaðna haglabyssu með að markmiði að ógna honum gæti á einn eða annan hátt leitt til dauða Gísla. Bjørn Andre Gulstad, verjandi Gunnars Jóhanns, sagðist á sínum tíma óánægður með niðurstöðu dómara og var dómnum áfrýjað þegar í stað. Hélt Gulstad því fram að um slysaskot hafi verið að ræða og því ætti að dæma Gunnar í fjögurra til fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Hann sagðist ósáttur við hvernig dómarinn hafi metið orsakasamhengi atburða umrædds kvölds. Verjandi Mulla Krekar Meling hefur verið lögmaður Mulla Krekar sem kom frá Írak og til Noregs sem flóttamaður árið 1991. Til stóð að honum yrði vísað úr landi árið 2003 og aftur 2007, þar sem hann var talinn ógn við þjóðaröryggi, en hann var lengur í Noregi þar sem yfirvöld þar töldu sig ekki geta tryggt að hann hlyti ekki dauðadóm í heimalandi sínu Írak. Hann var þó framseldur til Ítalíu árið 2020 eftir að hafa verið dæmdur af ítölskum dómstól í tólf ára fangelsi þar í landi fyrir að hafa sem forsprakki hryðjuverkasamtaka, skipulagt hryðjuverk. Hann afplánar nú dóm sinn í fangelsi á Sardiníu.
Noregur Manndráp í Mehamn Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira