Leiðtogi Proud Boys handtekinn fyrir að kveikja í Black Lives Matter fána Atli Ísleifsson skrifar 5. janúar 2021 07:41 Enrique Tarrio var handtekinn í gær vegna ásakana um að hafa kveikt í Black Lives Matter fána á baráttufundi Proud Boys í Washington DC þann 12. desember. EPA Lögregla í bandarísku höfuðborginni Washington DC handtók í gær leiðtoga hægriöfgahópsins Proud Boys fyrir að hafa borið eld að Black Lives Matter fána í síðasta mánuði. Lögregla segir að Enrique Tarrio eigi yfir höfði sér refsingu fyrir skemmdarverk á eigum annarra, en hann er grunaður um að hafa kveikt í fána sem hann tók ófrjálsri hendi frá kirkju, þar sem meirihluti gesta eru svartir, á baráttufundi Proud Boys í desember. Proud Boys er hreyfing öfgahægrimanna sem yfirvöld hafa margsinnis bendlað við ofbeldi í tengslum við mótmæli í Bandaríkjunum á undanförnum misserum. Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur hvatt stuðningsmenn sína til að safnast saman í höfuðborginni Washington í vikunni til að mótmæla. Bandaríkjaþing munu á morgun staðfesta kjör Demókratans Joes Biden sem næsti forseti Bandaríkjanna, en Biden mun svo taka við embættinu þann 20. janúar. Tarrio hefur sagt á samfélagsmiðlum að metfjöldi liðsmanna Proud Boys muni mæta til að mótmæla á morgun. BBC greinir frá því að talsmaður lögreglunnar í Washington hafi sagt að hinn 36 ára Tarrio, sem býr í Miami í Flórida, hafi verið handtekinn í gær þegar hann ók inn í höfuðborgina. Í bíl hans hafi svo einnig fundist ólöglegur vopnabúnaður. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óeirðir og ofbeldi eftir mótmælagöngu Trump-stuðningsmanna Óeirðir brutust út í Washington DC í gærkvöldi eftir mótmæli íhaldsmanna í borginni vegna sigurs Joe Biden í forsetakosningunum í nóvember. 23 voru handteknir og fjórir fluttir á sjúkrahús með stungusár. 13. desember 2020 10:52 Til ryskinga kom í mótmælum stuðningsmanna Trump Þúsundir stuðningsmanna Donald Trump Bandaríkjaforseta söfnuðust saman í höfuðborginni Washington í gær til þess að lýsa yfir stuðningi við hann. 15. nóvember 2020 11:51 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Sjá meira
Lögregla segir að Enrique Tarrio eigi yfir höfði sér refsingu fyrir skemmdarverk á eigum annarra, en hann er grunaður um að hafa kveikt í fána sem hann tók ófrjálsri hendi frá kirkju, þar sem meirihluti gesta eru svartir, á baráttufundi Proud Boys í desember. Proud Boys er hreyfing öfgahægrimanna sem yfirvöld hafa margsinnis bendlað við ofbeldi í tengslum við mótmæli í Bandaríkjunum á undanförnum misserum. Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hefur hvatt stuðningsmenn sína til að safnast saman í höfuðborginni Washington í vikunni til að mótmæla. Bandaríkjaþing munu á morgun staðfesta kjör Demókratans Joes Biden sem næsti forseti Bandaríkjanna, en Biden mun svo taka við embættinu þann 20. janúar. Tarrio hefur sagt á samfélagsmiðlum að metfjöldi liðsmanna Proud Boys muni mæta til að mótmæla á morgun. BBC greinir frá því að talsmaður lögreglunnar í Washington hafi sagt að hinn 36 ára Tarrio, sem býr í Miami í Flórida, hafi verið handtekinn í gær þegar hann ók inn í höfuðborgina. Í bíl hans hafi svo einnig fundist ólöglegur vopnabúnaður.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Óeirðir og ofbeldi eftir mótmælagöngu Trump-stuðningsmanna Óeirðir brutust út í Washington DC í gærkvöldi eftir mótmæli íhaldsmanna í borginni vegna sigurs Joe Biden í forsetakosningunum í nóvember. 23 voru handteknir og fjórir fluttir á sjúkrahús með stungusár. 13. desember 2020 10:52 Til ryskinga kom í mótmælum stuðningsmanna Trump Þúsundir stuðningsmanna Donald Trump Bandaríkjaforseta söfnuðust saman í höfuðborginni Washington í gær til þess að lýsa yfir stuðningi við hann. 15. nóvember 2020 11:51 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Sjá meira
Óeirðir og ofbeldi eftir mótmælagöngu Trump-stuðningsmanna Óeirðir brutust út í Washington DC í gærkvöldi eftir mótmæli íhaldsmanna í borginni vegna sigurs Joe Biden í forsetakosningunum í nóvember. 23 voru handteknir og fjórir fluttir á sjúkrahús með stungusár. 13. desember 2020 10:52
Til ryskinga kom í mótmælum stuðningsmanna Trump Þúsundir stuðningsmanna Donald Trump Bandaríkjaforseta söfnuðust saman í höfuðborginni Washington í gær til þess að lýsa yfir stuðningi við hann. 15. nóvember 2020 11:51