Icelandair og flugfiskurinn verðmæti Svanur Guðmundsson skrifar 5. maí 2020 15:00 Til að tryggja sem hæst verð fyrir íslenskan fisk þurfa íslenskir fisksölumenn að hafa allar klær úti við að finna kaupendur og koma fisknum til þeirra. Samkeppnin er vægðarlaus og síbreytileg. Undanfarið hafa aðstæður verið óvenju erfiðar fyrir sölu- og markaðsstarf þegar kemur að íslenskum fiskafurðum en erfiðast hefur verið hjá þeim sem selja ferskan fisk úr landi. Síðastliðin ár höfum við notið mikillar velgengni og gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af ferskum fiski margfaldast. Það er ekki síst að þakka miklum breytingum í flugsamgöngum og aukinni tíðni sem gerir seljendum fisk kleyft að senda hann með skömmum fyrirvara þangað sem hæsta verðið fæst. Þegar þetta er haft í huga sést mikilvægi félags eins og Icelandair en nú er verið að leita allra leiða til að tryggja áframhaldandi starfsemi félagsins. Þeir sem starfa í sjávarútvegi taka undir heillaóskir til félagsins og vona innilega að því takist að leysa úr sínum málum og starfa áfram. Sjávarútvegurinn á einnig mikið undir þar. Það segir sig sjálft að þegar flogið er til fleiri áfangastaða og tíðar en áður eykst flutningsgetan og nýir erlendir markaðir opnast fyrir íslenskar sjávarafurðir. Það eru mikil verðmæti fólgin í því að koma fiski hratt á markað og það verður ekki ofmetið, allir vilja vöruna sem ferskasta. Gríðarleg verðmætaaukning Á síðasta ári var verðmæti ferskra afurða sem fluttar voru með flugi um 31 milljarður króna, sem er tvöfalt meira en verðmæti þeirra var á föstu gengi á árinu 2010. Á sama tímabili fór magnið úr 15,6 þúsund tonnum í um 21,5 þúsund tonn, sem jafngildir tæplega 40% aukningu. Verðmætaaukningin var því miklu meiri en magnaukningin enda er það svo að þrátt fyrir að minna sé flutt með flugi en skipum, er verðmæti útflutnings með flugi mun meira á hvert kíló. Í kjölfar aukinna umsvifa í ferðaþjónustu á undanförnum árum hafa möguleikar þeirra sem selja ferskan fisk gjörbreyst. Hægt hefur verið að koma ferskum fiski á markað nánast hvar sem er, alla daga, en stór hluti afurðanna var fluttur út með farþegaflugi. Þetta hefur meðal annars gerst vegna fjölgunar áfangastaða á undanförnum árum. Árið 2012 var flogið til 14 áfangastaða allt árið, en 50 árið 2018 þegar mest lét. Nýr áfangastaður getur í mörgum tilfellum þýtt nýjan markað fyrir fisk. Öflug ferðaþjónusta skapar því ekki aðeins tekjur fyrir þjóðarbúið vegna eigin starfsemi. Öflug ferðaþjónusta er aukinheldur stór þáttur í því að auka enn frekar verðmæti íslenskra sjávarafurða, með flutningi á ferskum fiski á markaði sem greiða hátt verð og í mörgum tilvikum hærra en við höfum séð áður. Sjávarútvegur er háður öflugum flugsamgöngum og hefur Icelandair staðið sig vel á þeim vettvangi. Allir þurfa að vinna saman að því að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang eftir víruslokanir svo við náum að styðja við þau lífskjör sem við búum okkur. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Icelandair Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Til að tryggja sem hæst verð fyrir íslenskan fisk þurfa íslenskir fisksölumenn að hafa allar klær úti við að finna kaupendur og koma fisknum til þeirra. Samkeppnin er vægðarlaus og síbreytileg. Undanfarið hafa aðstæður verið óvenju erfiðar fyrir sölu- og markaðsstarf þegar kemur að íslenskum fiskafurðum en erfiðast hefur verið hjá þeim sem selja ferskan fisk úr landi. Síðastliðin ár höfum við notið mikillar velgengni og gjaldeyristekjur þjóðarbúsins af ferskum fiski margfaldast. Það er ekki síst að þakka miklum breytingum í flugsamgöngum og aukinni tíðni sem gerir seljendum fisk kleyft að senda hann með skömmum fyrirvara þangað sem hæsta verðið fæst. Þegar þetta er haft í huga sést mikilvægi félags eins og Icelandair en nú er verið að leita allra leiða til að tryggja áframhaldandi starfsemi félagsins. Þeir sem starfa í sjávarútvegi taka undir heillaóskir til félagsins og vona innilega að því takist að leysa úr sínum málum og starfa áfram. Sjávarútvegurinn á einnig mikið undir þar. Það segir sig sjálft að þegar flogið er til fleiri áfangastaða og tíðar en áður eykst flutningsgetan og nýir erlendir markaðir opnast fyrir íslenskar sjávarafurðir. Það eru mikil verðmæti fólgin í því að koma fiski hratt á markað og það verður ekki ofmetið, allir vilja vöruna sem ferskasta. Gríðarleg verðmætaaukning Á síðasta ári var verðmæti ferskra afurða sem fluttar voru með flugi um 31 milljarður króna, sem er tvöfalt meira en verðmæti þeirra var á föstu gengi á árinu 2010. Á sama tímabili fór magnið úr 15,6 þúsund tonnum í um 21,5 þúsund tonn, sem jafngildir tæplega 40% aukningu. Verðmætaaukningin var því miklu meiri en magnaukningin enda er það svo að þrátt fyrir að minna sé flutt með flugi en skipum, er verðmæti útflutnings með flugi mun meira á hvert kíló. Í kjölfar aukinna umsvifa í ferðaþjónustu á undanförnum árum hafa möguleikar þeirra sem selja ferskan fisk gjörbreyst. Hægt hefur verið að koma ferskum fiski á markað nánast hvar sem er, alla daga, en stór hluti afurðanna var fluttur út með farþegaflugi. Þetta hefur meðal annars gerst vegna fjölgunar áfangastaða á undanförnum árum. Árið 2012 var flogið til 14 áfangastaða allt árið, en 50 árið 2018 þegar mest lét. Nýr áfangastaður getur í mörgum tilfellum þýtt nýjan markað fyrir fisk. Öflug ferðaþjónusta skapar því ekki aðeins tekjur fyrir þjóðarbúið vegna eigin starfsemi. Öflug ferðaþjónusta er aukinheldur stór þáttur í því að auka enn frekar verðmæti íslenskra sjávarafurða, með flutningi á ferskum fiski á markaði sem greiða hátt verð og í mörgum tilvikum hærra en við höfum séð áður. Sjávarútvegur er háður öflugum flugsamgöngum og hefur Icelandair staðið sig vel á þeim vettvangi. Allir þurfa að vinna saman að því að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang eftir víruslokanir svo við náum að styðja við þau lífskjör sem við búum okkur. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun