Náðu að grípa smitaða með umfangsmiklum prófunum Birgir Olgeirsson skrifar 5. maí 2020 10:38 Leikstjórinn Baltasar Kormákur. Vísir/Getty Ted Sarandos, efnisstjóri bandarísku streymisveitunnar Netflix, ritaði grein sem birt var á vef bandaríska miðilsins Los Angeles Times í gær þar sem hann fer yfir hvernig framleiðsla á verkefnum Netflix hefur farið fram í ýmsum löndum. Þar tiltekur hann sérstaklega tökur á þáttaröðinni Kötlu sem er í höndum RVK Studios. Á tökustað Kötlu er allir skimaðir fyrir veirunni og er hiti starfsliðs mældur á hverjum morgni. Einnig þarf að fara eftir ströngum reglum og læknar á svæðinu ef einhver skyldi finna fyrir einkennum. Máltíðir í kassa Einnig er fólk á tökustað sem fylgist með því að hópamyndun fari ekki yfir leyfilegt hámark. Þá er starfsliðinu bannað að vera saman í bíl. Hlaðborð á tökustað hafa verið bönnuð, í stað þeirra fá starfsmenn sér máltíðir afhentar í kassa. Aðeins er einn förðunarfræðingur á tökustað sem notast við einnota áhöld. Á tveggja til þriggja tíma fresti er gert hlé á tökum svo starfsliðið geti þvegið á sér hendurnar og eru helstu snertifletir hreinsaðir. Tökur á Netflix verkefnum fara einnig fram í Suður Kóreu. Tökur munu einnig hefjast í Svíþjóð í mánuðinum og í Noregi í júlí. Smit hjá Kötluliðum Leikstjórinn Baltasar Kormákur ræddi tökurnar á Kötlu við bandaríska miðilinn Deadline. Þar segir hann frá því að myndver RVK Studios sé það stærsta í Evrópu, 4.200 fermetrar að stærð, þar sem auðvelt er að fylgja reglum um fjöldatakmarkanir og halda í tveggja metra regluna. Baltasar segir frá því að skimanir á starfsliðinu hafa leitt í ljós að nokkrir voru smitaðir en þeir í kjölfarið ekki fengið að koma á tökustað. Enginn hafi smitast á tökustað. Bendir Baltasar á að þeir sem voru smitaðir hefðu hins vegar verið á tökustaðnum ef prófanir hefðu ekki verið jafn umfangsmiklar og raun ber vitni því þeir hefðu verið einkennalausir. Hann segir að þeir sem hafa þurft að fara í sóttkví hafa fengið greidd laun og segir Netflix hafa stutt rausnarlega við framleiðsluna að því leytinu. Bíó og sjónvarp Netflix Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Ted Sarandos, efnisstjóri bandarísku streymisveitunnar Netflix, ritaði grein sem birt var á vef bandaríska miðilsins Los Angeles Times í gær þar sem hann fer yfir hvernig framleiðsla á verkefnum Netflix hefur farið fram í ýmsum löndum. Þar tiltekur hann sérstaklega tökur á þáttaröðinni Kötlu sem er í höndum RVK Studios. Á tökustað Kötlu er allir skimaðir fyrir veirunni og er hiti starfsliðs mældur á hverjum morgni. Einnig þarf að fara eftir ströngum reglum og læknar á svæðinu ef einhver skyldi finna fyrir einkennum. Máltíðir í kassa Einnig er fólk á tökustað sem fylgist með því að hópamyndun fari ekki yfir leyfilegt hámark. Þá er starfsliðinu bannað að vera saman í bíl. Hlaðborð á tökustað hafa verið bönnuð, í stað þeirra fá starfsmenn sér máltíðir afhentar í kassa. Aðeins er einn förðunarfræðingur á tökustað sem notast við einnota áhöld. Á tveggja til þriggja tíma fresti er gert hlé á tökum svo starfsliðið geti þvegið á sér hendurnar og eru helstu snertifletir hreinsaðir. Tökur á Netflix verkefnum fara einnig fram í Suður Kóreu. Tökur munu einnig hefjast í Svíþjóð í mánuðinum og í Noregi í júlí. Smit hjá Kötluliðum Leikstjórinn Baltasar Kormákur ræddi tökurnar á Kötlu við bandaríska miðilinn Deadline. Þar segir hann frá því að myndver RVK Studios sé það stærsta í Evrópu, 4.200 fermetrar að stærð, þar sem auðvelt er að fylgja reglum um fjöldatakmarkanir og halda í tveggja metra regluna. Baltasar segir frá því að skimanir á starfsliðinu hafa leitt í ljós að nokkrir voru smitaðir en þeir í kjölfarið ekki fengið að koma á tökustað. Enginn hafi smitast á tökustað. Bendir Baltasar á að þeir sem voru smitaðir hefðu hins vegar verið á tökustaðnum ef prófanir hefðu ekki verið jafn umfangsmiklar og raun ber vitni því þeir hefðu verið einkennalausir. Hann segir að þeir sem hafa þurft að fara í sóttkví hafa fengið greidd laun og segir Netflix hafa stutt rausnarlega við framleiðsluna að því leytinu.
Bíó og sjónvarp Netflix Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira