Breskir ráðamenn hafna samanburði við Ítalíu Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2020 17:51 Samkomubann hefur verið í gildi á Bretlandi í um sex vikur. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Breskir ráðherrar segja ekki hægt að bera saman Bretland og Ítalíu þegar kemur að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. Bretland er nú það Evrópuland þar sem næst flestir hafa dáið og er á eftir Ítalíu. Alls hafa 28.446 dáið á Bretlandi en 28.884 á Ítalíu, samkvæmt tölum sem starfsmenn Johns Hopkins háskólans hafa tekið saman. Á upplýsingafundi í dag sagði ráðherrann Michael Gove að ríkisstjórnin hafi gert mistök í upphafi faraldursins. Hann sagði að þegar búið væri að ná tökum á faraldrinum þyrfti að spyrja alvarlegra spurninga varðandi það hvað Bretar geti lært af því hvernig brugðist var við faraldrinum í upphafi hans. „Án efa mun þessi ríkisstjórn, eins og aðra ríkisstjórnir, hafa gert mistök,“ hefur Sky News eftir Gove. Einnig kom fram á fundinnum að um þessar mundir væru fleiri að jafna sig af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, en smituðust. Boris Johnson, forsætisráðherra, mun kynna á fimmtudaginn tillögur sínar um það hvernig draga megi úr félagsforðun á Bretlandi en Gove sagði að íbúar þyrftu eflaust að búa við einhverjar takmarkanir þar til búið væri að þróa bóluefni. Mikill meirihluti Breta segir þó ekki tímabært að afnema félagsforðun. Sjá einnig: Fáir Bretar vilja draga úr félagsforðun Ríkisstjórn Johnson hefur verið gagnrýnd fyrir seinagang í upphafi faraldursins. Grant Shapps, samgönguráðherra, sagði ótækt að mikill fjöldi látinna á Bretlandi sýndi að ríkisstjórnin hefði haldið illa á málum. Málið sé mun flóknara en að bera saman fjölda látinna og raunin muni ekki vera ljós fyrr en eftir minnst ár, samkvæmt frétt Reuters. Aðrir embættismenn hafa slegið á svipaða strengi. Yfirmaður Hagstofu Bretlands hefur til að mynda sagt að mikið ósamræmi geti verið á milli ríkja varðandi það hvernig fjöldi látinna er tekinn saman. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Breskir ráðherrar segja ekki hægt að bera saman Bretland og Ítalíu þegar kemur að heimsfaraldri nýju kórónuveirunnar. Bretland er nú það Evrópuland þar sem næst flestir hafa dáið og er á eftir Ítalíu. Alls hafa 28.446 dáið á Bretlandi en 28.884 á Ítalíu, samkvæmt tölum sem starfsmenn Johns Hopkins háskólans hafa tekið saman. Á upplýsingafundi í dag sagði ráðherrann Michael Gove að ríkisstjórnin hafi gert mistök í upphafi faraldursins. Hann sagði að þegar búið væri að ná tökum á faraldrinum þyrfti að spyrja alvarlegra spurninga varðandi það hvað Bretar geti lært af því hvernig brugðist var við faraldrinum í upphafi hans. „Án efa mun þessi ríkisstjórn, eins og aðra ríkisstjórnir, hafa gert mistök,“ hefur Sky News eftir Gove. Einnig kom fram á fundinnum að um þessar mundir væru fleiri að jafna sig af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, en smituðust. Boris Johnson, forsætisráðherra, mun kynna á fimmtudaginn tillögur sínar um það hvernig draga megi úr félagsforðun á Bretlandi en Gove sagði að íbúar þyrftu eflaust að búa við einhverjar takmarkanir þar til búið væri að þróa bóluefni. Mikill meirihluti Breta segir þó ekki tímabært að afnema félagsforðun. Sjá einnig: Fáir Bretar vilja draga úr félagsforðun Ríkisstjórn Johnson hefur verið gagnrýnd fyrir seinagang í upphafi faraldursins. Grant Shapps, samgönguráðherra, sagði ótækt að mikill fjöldi látinna á Bretlandi sýndi að ríkisstjórnin hefði haldið illa á málum. Málið sé mun flóknara en að bera saman fjölda látinna og raunin muni ekki vera ljós fyrr en eftir minnst ár, samkvæmt frétt Reuters. Aðrir embættismenn hafa slegið á svipaða strengi. Yfirmaður Hagstofu Bretlands hefur til að mynda sagt að mikið ósamræmi geti verið á milli ríkja varðandi það hvernig fjöldi látinna er tekinn saman.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira