Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. apríl 2020 19:00 Landspítalanum var síðast haust gert að ráðast í umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir og var ákveðið að leggja niður svokallaðan vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga. Aðgerðin kom til framkvæmda um mánaðarmótin. Sigríður Árna Gísladóttir aðstoðardeildarstjóri á gjörgæslu segir að þetta hafi farið afar illa í fólk. „Þetta kemur á hræðilegum tíma fyrir okkur þar sem álagið hefur aldrei verið eins mikið og núna. Það þarf að biðja fólk um að vera lengur en áður, hlaupa hraðar og taka aukavaktir. Við höfum aldrei nokkurn upplifað annað eins og að fá þessa blautu tusku í andlitið núna er ekki vænlegt til árangurs,“ segir Sigríður. Vilja aukagreiðslu vegna álags kringum faraldur Hjúkrunarfræðingar hafi farið fram á aukagreiðslur vegna álagsins kringum kórónufaraldurinn. Við höfum farið fram á aukagreiðslur vegna álags við að sinna sjúklingum með Covid 19. Það er t.d. gríðarlega mikið álag að klæða sig í og úr hlífðarbúnaði. Við erum mun lengur í honum en við höfðum gert ráð fyrir vegna álags, við svitnum í honum og fáum andlitsför og jafnvel sár undan grímum. Þá komumst við hvorki á salerni eða getum fengið okkur vatnssopa meðan við erum í honum. Þá þarf að gæta sérstakar varúðar þegar farið er úr honum og baða sig áður en farið er heim,“ segir Sigríður. Hún segir að hjúkrunarfræðingar einnig afar ósátta við að ekki sé búið að semja við stéttina. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Vísir/ Lögreglan Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði á upplýsingafundi í dag að ekki hefði verið hægt að fresta því að afnema vaktaálagsgreiðslu nema fá aukagreiðslu frá ríkinu en til greina kæmi að skoða annað. „Það er að skoða hvort umbuna eigi fólki sérstaklega fyrir það mikla álag sem það stendur í núna,“ segir Páll. Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Lögreglan Alma Möller landlæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað vegna kjaramála hjúkrunarfræðinga þar sem hún biður ráðherra beita sér fyrir því að kjaraskerðing hjúkrunarfræðinga verði afturkölluð. Þá hvatti hún til þess að samið yrði við stéttina. :Ég vil biðla til samninganefndar ríkisins og samningarnefndar íslenkra hjúkrunarfræðinga að setjast nú að samningaborðinu og um leið beini ég orðum mínum til ríkissáttasemjara, sagðir Alma Möller á upplýsingafundi í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54 Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Landspítalanum var síðast haust gert að ráðast í umfangsmiklar sparnaðaraðgerðir og var ákveðið að leggja niður svokallaðan vaktaálagsauka hjúkrunarfræðinga. Aðgerðin kom til framkvæmda um mánaðarmótin. Sigríður Árna Gísladóttir aðstoðardeildarstjóri á gjörgæslu segir að þetta hafi farið afar illa í fólk. „Þetta kemur á hræðilegum tíma fyrir okkur þar sem álagið hefur aldrei verið eins mikið og núna. Það þarf að biðja fólk um að vera lengur en áður, hlaupa hraðar og taka aukavaktir. Við höfum aldrei nokkurn upplifað annað eins og að fá þessa blautu tusku í andlitið núna er ekki vænlegt til árangurs,“ segir Sigríður. Vilja aukagreiðslu vegna álags kringum faraldur Hjúkrunarfræðingar hafi farið fram á aukagreiðslur vegna álagsins kringum kórónufaraldurinn. Við höfum farið fram á aukagreiðslur vegna álags við að sinna sjúklingum með Covid 19. Það er t.d. gríðarlega mikið álag að klæða sig í og úr hlífðarbúnaði. Við erum mun lengur í honum en við höfðum gert ráð fyrir vegna álags, við svitnum í honum og fáum andlitsför og jafnvel sár undan grímum. Þá komumst við hvorki á salerni eða getum fengið okkur vatnssopa meðan við erum í honum. Þá þarf að gæta sérstakar varúðar þegar farið er úr honum og baða sig áður en farið er heim,“ segir Sigríður. Hún segir að hjúkrunarfræðingar einnig afar ósátta við að ekki sé búið að semja við stéttina. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Vísir/ Lögreglan Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans sagði á upplýsingafundi í dag að ekki hefði verið hægt að fresta því að afnema vaktaálagsgreiðslu nema fá aukagreiðslu frá ríkinu en til greina kæmi að skoða annað. „Það er að skoða hvort umbuna eigi fólki sérstaklega fyrir það mikla álag sem það stendur í núna,“ segir Páll. Alma Möller, landlæknir, á upplýsingafundi almannavarna 2. apríl 2020.Lögreglan Alma Möller landlæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað vegna kjaramála hjúkrunarfræðinga þar sem hún biður ráðherra beita sér fyrir því að kjaraskerðing hjúkrunarfræðinga verði afturkölluð. Þá hvatti hún til þess að samið yrði við stéttina. :Ég vil biðla til samninganefndar ríkisins og samningarnefndar íslenkra hjúkrunarfræðinga að setjast nú að samningaborðinu og um leið beini ég orðum mínum til ríkissáttasemjara, sagðir Alma Möller á upplýsingafundi í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54 Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Sjá meira
Reiknar með stórflótta úr stétt hjúkrunarfræðinga eftir Covid-19 Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans óttast flótta úr stéttinni eftir kórónuveirufaraldurinn verði kjör hjúkrunarfræðinga ekki bætt. 2. apríl 2020 12:54
Landlæknir óttast að kjaradeila hafi áhrif á mönnun í faraldrinum Kjaradeila hjúkrunarfræðinga og ríkisins getur haft áhrif á mönnum í heilbrigðiskerfinu á næstu vikum, að mati Ölmu Möller, landlæknis, sem biðlar til samningsaðila um leysa deiluna. Forstjóri Landspítalans sagði til skoðunar hvernig væri hægt að umbuna heilbrigðisstarfsfólki vegna álags á tímum kórónuveirufaraldursins. 2. apríl 2020 15:14