Ríkisstjóri Georgíu segist nýbúinn að fá vel þekktar upplýsingar um faraldurinn Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2020 15:05 Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu. Vísir/Getty Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að hann hefði komist að því á þriðjudaginn að fólk sem sýnir ekki einkenni gæti smitað aðra af Covid-19. Þær upplýsingar hafa legið fyrir frá því í janúar en Kemp segir æðsta lækni ríkisins hafa frætt sig um þetta og gerbreytir það stöðunni, að sögn ríkisstjórans. Kemp, sem varð ríkisstjóri í umdeildum kosningum árið 2018, hefur barist gegn því að setja á samkomubann í ríkinu en skipti um skoðun í gær. Á blaðamannafundi sagði hann áðurnefndar upplýsingar hafa fengið sig til að skipta um skoðun. Anthony S. Fauci er sérfræðingur í sóttvörnum og forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Hann hefur verið einn helsti ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Gegnt svipuðu hlutverki og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hér á landi. Fauci sagði á blaðamannafundi í lok janúar að gögn frá Þýskalandi bentu til þess að fólk sem sýndi ekki einkenni gæti smitað aðra. Þann 4. febrúar sagði hann það svo staðfest frá Kína og þann 1. mars tilkynntu Sóttvarnir Bandaríkjanna að fólk án einkenna gæti dreift veirunni. Yfirmaður CDC sagði á mánudaginn að mögulega væri fjórðungur allra þeirra sem smitaðist án einkenna. Sóttvarnateymi Hvíta hússins ítrekaði svo þann 14. mars að dreifing veirunnar í gegnum fólk sem virðist heilbrigt sé sífellt stærra vandamál. Búið er að gera mikið grín að Kemp fyrir yfirlýsinguna í gær en einnig gagnrýna hann harðlega. Sömuleiðis hefur yfirlýsingin vakið spurningar um á hverju Kemp hafi hingað til byggt ákvarðanir sínar, sem hafa áhrif á alla íbúa Georgíu. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum hafa 4,748 smit greinst í Georgíu og eru 154 dánir. Á Covid.is kemur fram að fólk virðist ekki vera smitandi á meðgöngutíma sýkingar áður en einkenni koma fram. Sumir fái hins vegar lítil sem engin einkenni og geta þó verið smitandi. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Sjá meira
Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að hann hefði komist að því á þriðjudaginn að fólk sem sýnir ekki einkenni gæti smitað aðra af Covid-19. Þær upplýsingar hafa legið fyrir frá því í janúar en Kemp segir æðsta lækni ríkisins hafa frætt sig um þetta og gerbreytir það stöðunni, að sögn ríkisstjórans. Kemp, sem varð ríkisstjóri í umdeildum kosningum árið 2018, hefur barist gegn því að setja á samkomubann í ríkinu en skipti um skoðun í gær. Á blaðamannafundi sagði hann áðurnefndar upplýsingar hafa fengið sig til að skipta um skoðun. Anthony S. Fauci er sérfræðingur í sóttvörnum og forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Hann hefur verið einn helsti ráðgjafi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Gegnt svipuðu hlutverki og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hér á landi. Fauci sagði á blaðamannafundi í lok janúar að gögn frá Þýskalandi bentu til þess að fólk sem sýndi ekki einkenni gæti smitað aðra. Þann 4. febrúar sagði hann það svo staðfest frá Kína og þann 1. mars tilkynntu Sóttvarnir Bandaríkjanna að fólk án einkenna gæti dreift veirunni. Yfirmaður CDC sagði á mánudaginn að mögulega væri fjórðungur allra þeirra sem smitaðist án einkenna. Sóttvarnateymi Hvíta hússins ítrekaði svo þann 14. mars að dreifing veirunnar í gegnum fólk sem virðist heilbrigt sé sífellt stærra vandamál. Búið er að gera mikið grín að Kemp fyrir yfirlýsinguna í gær en einnig gagnrýna hann harðlega. Sömuleiðis hefur yfirlýsingin vakið spurningar um á hverju Kemp hafi hingað til byggt ákvarðanir sínar, sem hafa áhrif á alla íbúa Georgíu. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum hafa 4,748 smit greinst í Georgíu og eru 154 dánir. Á Covid.is kemur fram að fólk virðist ekki vera smitandi á meðgöngutíma sýkingar áður en einkenni koma fram. Sumir fái hins vegar lítil sem engin einkenni og geta þó verið smitandi.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Innlent Fleiri fréttir Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Sjá meira