Alþjóðasamstarf ekki þungamiðja viðbragða við faraldrinum: „Virðist vera þannig að hver þjóð þarf að sjá um sig sjálfa“ Andri Eysteinsson skrifar 1. maí 2020 16:15 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Mynd/Lögreglan „Þegar á reynir virðist þetta vera þannig að hver þjóð þarf eiginlega að sjá um sig sjálfa að mestu leyti,“ sagði sóttvarnalæknir Þórólfur Guðnason á 61. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Þórólfur ræddi alþjóðlegt samstarf og hvernig Ísland hafði undirbúið sig fyrir komandi faraldra í langan tíma. Sjá einnig: Svona var 61. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Auðvitað þarf alþjóðasamfélagið að skoða þessu mál í sameiningu en menn hafa verið að gera það á undanförnum árum og áratugum. Það er mjög mikil samvinna innan Evrópu og innan Norðurlandanna þar sem menn eru að ræða þessa hluti fram og til baka.“ „Það er bara mjög erfitt að koma með einhvern alþjóðlegt samkomulag um viðbrögð og hvernig menn ætla að snúa sér og hvað menn ætla að gera. Jafnvel þó að menn tali mikið saman á fundum og búi til skýrslur og slíkt,“ sagði Þórólfur. Veiran hefur haft mismiklar afleiðingar í ríkjum heimsins og hafa viðbrögð stjórnvalda verið jafn mismunandi og þau eru mörg. Stjórnvöld sumra ríkja hafa gagnrýnt störf alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og aðrir hafa kallað eftir frekari viðbrögðum Evrópusambandsins í faraldrinum. Þórólfur segir að reynsla okkar af faraldri kórónuveirunnar sýni okkur að mikilvægt sé að sinna enn eigin undirbúningi fyrir komandi faraldra og farsóttir. „Ég held að þetta sýni að við þurfum áfram að gæta okkar eigin viðbrögðum og okkar eigin áætlunum í svona málum. Auðvitað þurfum við að halda áfram að leggja áherslu á þetta alþjóðlega samstarfs,“ sagði Þórólfur og bætti við að honum fyndist sem svo að alþjóðlegt samstarf hafi ekki verið þungamiðjan í viðbrögðum þjóða við kórónuveirunni. „Það er margvíslegur lærdómur sem við höfum dregið af þessu og hvað okkur varðar þá hafa Íslendingar verið að undirbúa okkur fyrir faraldur lengi,“ sagði Þórólfur. Allskyns áætlanir hafi verið búnar til, lagaumhverfi og „infrastrúktúr“ hefði verið klár og miklum tíma hafi verið varið í að slípa saman samstarf innan heilbrigðiskerfisins og á milli heilbrigðiskerfisins og almannavarna. „Ég myndi segja að við vorum mjög vel undirbúin, eins vel undirbúin og við gátum verið. Síðan er það alltaf útfærslan. Hvernig ætlar maður að framkvæmda viðbrögðin þegar til kastanna kemur. Það má alltaf læra margt og kannski hefði sumt átt að vera öðruvísi en í grófum dráttum helt ég að við höfum fylgt þeirri áætlun sem var lagt upp með og hún hafi skilað árangri,“ sagði sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira
„Þegar á reynir virðist þetta vera þannig að hver þjóð þarf eiginlega að sjá um sig sjálfa að mestu leyti,“ sagði sóttvarnalæknir Þórólfur Guðnason á 61. upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Þórólfur ræddi alþjóðlegt samstarf og hvernig Ísland hafði undirbúið sig fyrir komandi faraldra í langan tíma. Sjá einnig: Svona var 61. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar „Auðvitað þarf alþjóðasamfélagið að skoða þessu mál í sameiningu en menn hafa verið að gera það á undanförnum árum og áratugum. Það er mjög mikil samvinna innan Evrópu og innan Norðurlandanna þar sem menn eru að ræða þessa hluti fram og til baka.“ „Það er bara mjög erfitt að koma með einhvern alþjóðlegt samkomulag um viðbrögð og hvernig menn ætla að snúa sér og hvað menn ætla að gera. Jafnvel þó að menn tali mikið saman á fundum og búi til skýrslur og slíkt,“ sagði Þórólfur. Veiran hefur haft mismiklar afleiðingar í ríkjum heimsins og hafa viðbrögð stjórnvalda verið jafn mismunandi og þau eru mörg. Stjórnvöld sumra ríkja hafa gagnrýnt störf alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og aðrir hafa kallað eftir frekari viðbrögðum Evrópusambandsins í faraldrinum. Þórólfur segir að reynsla okkar af faraldri kórónuveirunnar sýni okkur að mikilvægt sé að sinna enn eigin undirbúningi fyrir komandi faraldra og farsóttir. „Ég held að þetta sýni að við þurfum áfram að gæta okkar eigin viðbrögðum og okkar eigin áætlunum í svona málum. Auðvitað þurfum við að halda áfram að leggja áherslu á þetta alþjóðlega samstarfs,“ sagði Þórólfur og bætti við að honum fyndist sem svo að alþjóðlegt samstarf hafi ekki verið þungamiðjan í viðbrögðum þjóða við kórónuveirunni. „Það er margvíslegur lærdómur sem við höfum dregið af þessu og hvað okkur varðar þá hafa Íslendingar verið að undirbúa okkur fyrir faraldur lengi,“ sagði Þórólfur. Allskyns áætlanir hafi verið búnar til, lagaumhverfi og „infrastrúktúr“ hefði verið klár og miklum tíma hafi verið varið í að slípa saman samstarf innan heilbrigðiskerfisins og á milli heilbrigðiskerfisins og almannavarna. „Ég myndi segja að við vorum mjög vel undirbúin, eins vel undirbúin og við gátum verið. Síðan er það alltaf útfærslan. Hvernig ætlar maður að framkvæmda viðbrögðin þegar til kastanna kemur. Það má alltaf læra margt og kannski hefði sumt átt að vera öðruvísi en í grófum dráttum helt ég að við höfum fylgt þeirri áætlun sem var lagt upp með og hún hafi skilað árangri,“ sagði sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Sjá meira